The Dandy Warhols stofnuð árið 1992 í Portland, Oregon.
Söngur / Gítar: Courtney Taylor-Taylor
Gítar: Pete Holmström
Hljómborð / Bassi: Zia McCabe
Trommur / Bakraddir: Brent DeBoer
Saga The Dandy Warhols
Söngvarinn/gítarleikarinn Courtney Taylor var trommari í bandi sem hét Beauty Stab áður en hann stofnaði The Dandy Warhols Portland, Oregon snemma á tíunda áratugnum. Hann tók sig saman við hljómborðsleikarann Zia McCabe, gítarleikarann Peter Holmstrom og trommarann Eric Hedford og saman tóku þeir upp plötuna “Dandy´s Rule, OK?” hjá Tim/Kerr plötuútgáfunni árið 1995. Á tónleikaferðalögum með Electrafixion og Love And Rockets breiddust út sögur um áhugavert grunge-fyllt Brit Invasion Popp þeirra; og meiriháttar-útgáfufyrirtækja tilboðsstríð fylgdi á eftir, og að lokum kom Capitol í ljós með samning árið 1996. Fyrsta Capitol plata The Dandy Warhols, “The Dandy Warhols Come Down”, var gefin út sumarið 1997 (15 júlí) og “Thirteen Tales from Urban Bohemia” 12 Júní/1 Ágúst fylgdi í kjölfarið þrem árum seinna.
Álit mitt á þessu bandi.
Ég uppgötvaði þessa hljómsveit þegar ég var að horfa á There´s something about mary þegar ég heyrði lagið Everyday should be a holiday. Þar með stein lá ég fyrir þeim. Lögin þeirra eru mjög fersk, frumleg og hafa oft frekar hraðan takt sem gerir þau dansvæn án þess að fórna rokkinu, þó eru mörg lögin róleg og jarðbundin. Einnig eru textarnir mjög áhugaverðir og auðvelt er að syngja með.
Dæmi um skondinn texta: Every day should be a holiday
Summertime, I was getting paid. Getting drunk, And getting laid. I grabbed the phone, Called you up to say, Quit your job cause, I got it made. Anytime, Baby lets go, Every day should be a holiday. Supercool, The Dandys rule OK. Back in town, They got the raves. Anytime, Call me up if you've, Got the sun, Then I've got the waves. Anytime, Baby lets go, Every day should be a holiday. (Endurtekið þrisvar)
Útgefnir Diskar:
1995. Dandy´s Rule, OK?
1997. The Dandy Warhols Come Down
2000/2001. Thirteen Tales From Urban Bohemia.
Heimasíða:
www.dandywarhols.com
Vinsælustu lög þeirra samkvæmt www.Audiogalaxy.com:
1. Bohemian Like You
2. Not If You Were The Last Junkie On Earth
3. Get Off
4. Sleep
5. Godless
6. Every Day Should Be a Holiday
Í einu orði sagt.. snilld