Ég hef alltaf verið duglegur að mæta á músiktilraunir Tónabæjar, þangað til þetta árið hef ég líka verið frekar sáttur við dómana frá dómnefndinni. EN þetta árið hefur mér sýnst dómnefndin vera frekar sofandi.
1. kvöldið. Dómararnir völdu áfram Ókind. Ég var mjög sáttur við það þar sem að bandið var lang frumlegasta og þéttasta það kvöldið.
2. kvöldið. Fake Disorder og Tannlæknar Andskotans komust áfram… Ég var mjög sáttur við að Fake disorder kæmust áfram þar sem mér fannst þetta mjög vandað hjá þeim, en ég heirði sögusagnir (frekar áreiðanlegar heimildir) að önnur hljómsveit hefði átt að fara áfram, en hafi ekki farið vegna þess að dómararnir vildu ekki láta þá tónlistar tegund fara áfram. Ég vill einig benda á að Árni Matthíassen sem skrifar umfjallanir um músiktilraunakvöldin í morgunblaðið er einn af dómurunum. og hann skrifaði að það hefði einkennt kvöldið að enginn harðkjarni hefði verið það kvöldið. 3 fyrstu hljómsveitirnar flokkuðust nú sem hardcore svo ég spyr bara: var hann á annaðborð í salnum eða, ég heyrði sögur um að dómararnir hefðu ekki verið á staðnum til að byrja með, en ég hef ekki áreiðanlegar heimildir.
3. kvöldið. Ég settist frekar framarlega til að sjá vel þegr Citizen Joe voru að spila þar sem ég hafði heyrt góða hluti um þá. Mér fansnt þeir nú bara mjög góðir (fyrir utan að söngurinn gæti verið talsvert kraftmeiri) og frekar frumlegir. en hvað sé ég! þegar 2. lagið hjá citizen joe var að verða búið sé ég 2 kalla koma labbandi inn með kaffibolla og leita sér að sætum. Þeir voru eitthvað að brasa við að finna sætin sín alveg þangað til að Citizen joe voru búnir. og hvaða menn voru þetta? ÞETTA VORU HELVÍTIS DÓMARARNIR!!! Það ýtir soldið undri sögurnar um að þeir hafi ekki verið á staðnum á 2. kvöldinu.
Dómararnir völdu WASTE áfram… mjög ófrumleg og leiðinleg hljómsveit fannst mér (þrátt fyrir frekar góðan hljóðfæra leik).
Ég spyr bara. Eru dómararnir ekkert að taka þetta alvarlega eða? Eru þessi fífl alveg húkked á kaffi eða!!! mér finnst að eitthvað þurfi að gera í þessu!!