Lögin sem björguðu lífi mínu Þið munið kannski eftir þessu úr Undirtónum. Titillinn vísar í sálfræðiverkefni sem ég var með. Allir í mínum bekk ´áttu að velja eitt lag og segja af hverju þau völdu það. Ég tók þessu ALLT OF alvarlega og fór út í það að finna það lag sem hefur haft mest áhrif á mig, ekki endilega besta lagið heldur frekar það sem vekur upp minningar og tilfinningar hjá mér. Ég byrjaði með ca. 100 lög í kollinum en náði síðan að minnka það niður í eftirfarandi lista sem ég ætla að fara í gegnum sjálfsævisögulega (*blikk* High Fidelity):

Tina Turner - Private Dancer. Pabbi var alltaf með Tinu á þegar hann tók til.

Michael Jackson - Smooth Criminal: Ég var 7 ára og hann var flottastur af þeim flottustu. Einn góðan veðurdag á ég eftir að fara í danskennslu til að læra “moonwalking”

Poison - Let it play: Flesh n´ Blood var fyrsta “rokk”platan mín :D. Þetta var í kringum það tímabil þegar þeir áttu að koma til landsins og ég fékk þetta í gegnum systur mína. Einnig svaka bönd eins og Quireboys og Skid Row.

Guns n´ Roses - Welcome to the Jungle. Ég át og drakk GnR þegar ég var svona 11-12 ára. Þetta var bara það töffaðasta sem til var. Þetta var samt langflottasta lagið. Man eftir að hafa verið ansi klár á lúftgítarinn með þessu lagi og öðrum eins og “live and let die”, “paradise city” og “sweet child o´ mine”

Tricky - Hell is round the corner. Ég lét pabba kaupa Maxinquaye einhvern tímann í fríhöfninni því hún var valin plata ársins einhvers staðar. Ein besta plata sem ég á og ég þarf bara að setja þetta lag á og þá sé ég gamla herbergið mitt.

Massive Attack - Eurochild. Eignaðist þessa plötu stuttu eftir Maxinquaye. Fannst þetta vera endalaust flott plata og finnst það enn. Man enn eftir því þegar ég var að hlusta á hana í fyrsta skipti og fannst ég kannast við textana í eurochild og karma coma svolítið :D. Í dag á ég mest allt sem gefið hefur verið út með Tricky og Massive Attack ;)

Radiohead - Paranoid Android. Þetta var svo skrítið lag. Man eftir að hafa heyrt það í fyrsta skipti úti á Spáni. Vinur minn sagði að þetta væri rosalega flott lag. Ég var bara alltaf að pæla hvað það væri mikið að gerast í laginu. Seinna fattaði ég að OK Computer er ein besta rokkplata allra tíma.

DJ Shadow - Midnight in the Garden of Good and Evil. Keypti Entroducing…. í einhverju flippi þegar ég var nýkominn með launaseðil ;). Virkilega flott lag sem minnir mig alltaf á gamla sumarvinnu.

Godspeed you Black Emperor! - Kicking Horse on Broken Hill. Man eftir að hafa lesið í Mogganum um þessa hljómsveit. Kíkti á Napster og náði mér í þetta lag sem er 4 mínútna partur úr laginu Providence. Ég kolféll. Ég byrjaði að sanka og sanka að mér lögum með þeim. Það var MJÖG erfitt þar sem það voru bara 0-4 lög á napster með godspeed hverju sinni á þessu tímabili. Síðan skellti ég mér á amazon og pantaði f#a#oo og Slow Riot for New Zero Canada.

A Perfect Circle - Judith. Guð minn góður! Eitt besta rokklag ever! Man eftir að hafa séð myndbandið á MTV2 úti í noregi. Mér fannst það svo flott að ég tók ekki augun af skjánum til að sjá það aftur. Þegar ég vissi hvað lagið hét dreif ég mig í því að downloada því og hlusta á það aftur og aftur og aftur. Ég hlustaði stundum á það þannig að ég einblíndi á textana eða trommurnar eða bassann, mér fannst það bara svo vel gert.

At the Drive-in - One Armed Scissor. Sá þetta lag á MTV2 og þoldi það ekki! Mér fannst þetta ömurlegt lag. Svo heyrði ég það aftur og heillaðist. Kraftur og aftur kraftur. Frábært lag sem nær enn þann dag í dag að hrista mig vel.

Radiohead - Idioteque. Þetta er eitt af mínum uppáhalds uppáhalds lögum. Í hvert skipti sem ég heyri það man ég eftir því að keyra um í Noregi hlsutandi á Kid A.

Jeff Buckley - Dream Brother (live). Alltaf þegar ég heyri þetta lag þá ég mikla rólegheitatilfinningu og hugsa alltaf um hvað ég hefði verið til í að hitta manninn. Last Goodbye virkar öfugt, kemst alltaf í stuð þrátt fyrir textainnihaldið.

Godspeed You Black Emperor! - Anntenas to Heaven. Annað lagið af disk 2 af Lift Your Skinny Fists Like Antennas to Heaven. Man eftir því að hringja í nálægustu plöubúðina í Norge og gá hvort diskurinn væri kominn. Síðan þurfti ég að keyra í klukkutíma til að komast í búðina. Keypti þar eina diskinn sem þeir höfðu pantað inn. Síðan keyrði ég heim. En til að stríða mér þá ákvað geislaspilarinn í bílnum að vera bilaður og gat ég því ekkert hlustað á gripinn þar. Svo var líka umferðin alveg stopp þannig að ég komst ekki heim fyrr en tveimur tímum síðar. Þegar ég gat loksins hlustað á seinni diskinn var ég liggjandi uppi í rúmi. Þegar þetta lag kom á og fór á 5:35 brá mér svo mikið að ég hrökk upp og rak hausinn í loftið (svaf undir súð), svo spólaði ég til baka og hlustaði á snilldina aftur.

Trans Am - Futureworld. Minnir mig alltaf á tónleikana á Gauknum sem voru æðisgengnir.

Hvaða lag varð svo fyrir valinu? Eftir LANGA umhugsun varð Kicking Horse on Broken Hill með Godspeed fyrir valinu. Þetta lag mótaði hálfpartinn allan minn tónlistarsmekk og byrjaði ég að hlusta á öðruvísi tónlist eftir að ég kynntist godspeed og örðum böndum. Þetta var svona smásteinninn sem kom af stað grjóthruni.

Endilega komið með eigin lög og sögur og takk ef þið nenntuð að lesa allt
——————-