KoRn - Untouchables
Ár: 2002
Pródúsuð af Michael Beinhorn (Hole, Marilyn Manson)
Jæja, þá er maður kominn með gripin. tæpum 3 mánuðum fyrir áætlaðan útgáfutak (Þið anti-bootleggarar, ekki fá flog, að sjálfsögðu kaupi ég diskin dagin sem hann kemur út).
Jah, hvað getur maður sagt, diskurinn er argandi snilld! Miklu meira en ég nokkurntíman þorði að vona! Þarsem það eru ennþá 3 mánuðir í útgáfu er ekkert staðfest með þessa kópíu sem ég er með, ég veit ekki hvort öll lögin eru fullmixuð og ég er ekki með þau í þeirri röð sem þau verða á disknum. Ég er ekki einu sinni með raunverulegu titlana á lögunum :)
Já, KoRn hafa ekki snúið aftur til æskuslóða eins og einhverjir hafa vafalaust verið að vona heldur hafa þeir komið með eitthvað alveg nýtt, eitthvað öðruvísi heldur en þetta endalausa framboð af glötuðu Nu-Metal sulli sem flæðir yfir öldur ljósvakans allan daginn! Diskurinn er þungur, mun þyngri og hrárri en tvær síðustu plötur sveitarinnar og minna riffin oft á tíðum á Life is Peachy.
Söngur Jonathans Davis er tilfinningaþrunginn að vanda en án þess að fara út í væl eins og á tveimur síðustu skífum. Eina sem ég hef út á söngin að setja er að hann drukknar heldur mikið í hljóðfærunum í sumum lögum en eins og ég sagði áðan þá er ekki víst að öll lögin séu full mixuð þannig að margt getur enn breist.
Fyrsti útvarpssíngúllinn sem við fáum að heyra er lagið “Here to Stay” en það einkennist af þungum riffum og s+íðan mjög grípandi og flottu viðlagi. Þessi upptökutækni sem Beinhorn notaðist við skilar sér í alveg ótrúlega þéttum og flottum gírahljóm sem einkenna flest laga plötunnar. David Silvera trommar ekki af sama kraft og áður fyrr, gæti verið útaf langvarandi meiðslum í úlnlið en það kemur lítið af sök´því maður tapar sér alveg í gítarnum. Inn á milli koma síðan lög sem brjóta plötuna upp eins og eitt lag sem má líkja við metal-popp, minnir eilítið á mun harðari Duran Duran.
Plötunni má líkja við meistaraverki System of a Down af því leitinu til að maður þarf að hlusta þrisvar til fjórum sinnum á hana til að detta virkilega inn í hana. Það þurfti t.d. 6 hlustanir á “here to Stay” fyrir mig til að virkilega fíla það!
Þessi plata verður hiklaust ein stærsta plata ársinns og er að mínu mati önnur besta plata KoRn frá upphafi á eftir Life is Peachy!
ég gef gripnum 5/5 í einkun fyrir að gera betri plötu en nokkur þorði að vona og hugsanlega eina bestu plötu ársinns!