Söngvari/gítar: James Hetfield
Trommur: Lars Ulrich
Bassi: Jason Newsted (áður Cliff Burton)
Gítar: Kirk Hammett


28 Október, 1981 ákváðu vinirnir Lars og James að stofna hljómsveit og fundu þeir upp á því snilldarnafni; MetallicA. Þeir fengu mann nokkurn að nafni Ron Mcgovney til að spila á bassa fyrir sig og Dave Mustaine á gítarinn. MetallicA spilaði á klúbbum í LA og San Fransisco og hittu þar Cliff Burton bassaleikara, sem gekk til liðs við þá eftir að Ron hætti. John Zazula heyrði í þeim og bað þá um að koma til New York til að spila inn á plötu. MetallicA vissu að þeir þyrftu betri gítsrleikara og ráku því Dave Mustaine og fengu í staðinn Kirk Hammett núverandi gítarleikara Metallicu. Kill ´Em All var gefin út seint árið 1983.
MetallicA spiluðu á klúbbum og litlum stöðum um öll Bandaríkin eftir “Kill´Em All” og gáfu síðan út sína næstu plötu : “ Ride The Lightning”. Platan sú var mun þroskaðri bæði textlega og tónlistarlega en vantaði ekkert reiðinni og heiftinni af “Kill ´Em All”.
1986 varð þriðja platan til: “Master Of Puppets”. Platan náði 29# sæti á bandaríska rokk listanum og varð þar á listanum í 72 vikur (sem er ekki slæmt), túrinn sem MetallicA fóru með Ozzy Ozborne sem hjálpaði þeim mikið til að fá athygli í Evrópu og Asíu. MetallicA gáfu út í Englandi eina smáskífu með sex lögum, svo fólk væri meira meðvitað um alla tónleikana og þá sjálfa. Creeping Death heitir platan og er mjög sjaldgæf ( ég á hana ). Aðdáendur Metallicu (og MetallicA sjálf) urðu fyrir smá vonbrigðum þegar James handleggsbraut sig á hjólabretti og gat því ekki spilað á gítar. En félagi hans og vinur; John Marshall fyllti upp í skarðið og spilaði fyrir hann á gítar. Eftir túrinn með Ozzy Ozborne héldu MetallicA áfram að “túra” einir í Evrópu En 26 September 1986 sneri James aftur heill og spilaði á síðustu tónleikum Cliffs í Svíþjóð, því eftir tónleikana rann rúta þeirra af veginum og Cliff kastaðist út um rúðuna og lést samstundis.
Það hefði áreiðanlega verið auðveldara fyrir MetallicA að segja þetta nóg, því Cliff mjög stór hluti af bandinu, ekki bara sem bassaleikari heldur sem kennari og lærimeistari þeirra, þar sem hann deildi sinni kunnáttu og “vertu þú sjálfur” viðhorfi.
En þeir vissu að Cliff mundi vilja að þeir héldu áfram (Guði sé lof), og því gerðu þeir það einum færri.

Jason Newsted var valinn af 40 öðrum umsækjendum til að spila á bassa með MetallicA og það sem gerði útslagið í því var hæfileiki hans að halda í við drykkjarvenjur strákanna í bandinu. Með Jason genginn til liðs við Metallicu gáfu þeir út sína fjórðu plötu í Ágúst “88. Justice For All náði #6 sæti á bandaríska listanum og fengu Grammy tilnefningu fyrir bestu þungarokkplötuna. MetallicA stukku beint í að túra um heiminn í tvö ár og urðu ennþá frægari og þekktari við það (það er nú líka ástæða fyrir þessari frægð). MetallicA ákváðu að gera sitt fyrsta tónlistarmyndband með laginu “ONE”, (og það lag á mikinn heiður fyrir að koma þeim á kortið) þeim tókst ekki svo betur til en þeir unnu loksins Grammy verðlaunin fyrir myndbandið.
Næsta ár fór að mestu leyti í að skrifa og semja. Og 1991 gáfu þeir út hina sjálfnefndu plötu : “The Black Album”. MetallicA ákváðu að skipta um framleiðanda, og fengu Bob Rock í staðinn fyrir Flemming Rasmussen.


Við það urðu lögin styttri og hljóðið betra. “The Black Album” fór á
toppinn á bandaríska vinsældalistanum og hékk þar í 72 vikur. MetallicA fengu gífurlega athygli (þú verður ekkert þekktari en þetta, með hvert snilldarverkið á fætur öðru á plötunni) og seldu yfir 20 MILLJÓNIR (20 platínur) platna um allan heim. Strákarnir fengu Grammy fyrir bestu plötuna, og besta myndbandið og lag fyrir “Enter Sandman”. Og ég verð að segja að þetta sé uppáhaldsplatan mín af þeim öllum.
Fimm ár liðu þangað til næsta MetallicA plata sá ljósið og ekki lá nú leiðin upp á við (enda nokkuð erfitt að feta í fótspor “The Black Album”) og gáfu þeir út plötuna “LOAD” og var hún lengsta plata þeirra sem þeir höfðu gefið út. Þó náði hún ekki miklum vinsældum, þótt allir helstu MetallicA aðdáendurnir keyptu hana (þar á meðal ég).
James fann upp á “Scaryguy” í stúdíóinu af plötunni “The Black Album”, og Ninja stjörnunni á enn einum “túr” þeirra stráka eftir “LOAD” og merkin eru langvinsælust á bolum, plakötum og á ýmsu dóti frá þeim. ( Þú sérð á stjörnunni að þetta eru fjögur samsett svokölluð MetallicA M. Og hauskúpan segir sig nú sjálf ).

Eftir öll þessi ár með hár niður fyrir axlir ákváðu MetallicA menn að klippa á sér hárið og var það góð kynning fyrir Load túrinn því allir vildu sjá þá með “venjulegt” hár.
Reload var næsta skref í sögu MetallicA. og gáfu þeir hana út í lok “97. Sú plata heppnaðist heldur ekki vel og var aðeins eitt mjög gott lag sem heitir “FUEL” (þar sem maður á að búast við mjög góðum lögum frá Metallicu). Lögin voru þunn, kröftug og og textarnir hreint og beint lélegir (fyrir utan “FUEL” )
MetallicA hafa breyst þó nokkuð síðan þeir gáfu út snilldarverkin Kill ´Em All, ….Master Of Puppets og hin snilldarverkin. Ef þú berð þær saman við “Load” systkinin sérðu greinilegan mun.
Loksins var lægðin að lokum komin og MetallicA sneri aftur að því sem þeir gera best: í bílskúrinn.
Metalllica var og er “típískt” bílskúrsband. Þótt þeir séu í kjallara Kirks kjallara, í stúdíoi Jasons, í dýflissu Lars eða upp á sviði fyrir framan 50.000 áhorfendur. MetallicA spila alltaf lög sem hafa leyst út ákveðna útrás á liðinni tíð. Þeir höfðu tvisvar sinnum áður gefið áður út Garage days Re og Re-Revisited í takmörkuðu upplagi, og þær plötur eru orðnar svo fágætar að jafnvel illa teknir upp sjóræningjadiskar hafa flogið út á fáranlegum verðum.
Lögin á Garage days eru algjör snilld og væri það óskandi ef þau væru eftir Metallicu. En MetallicA gáfu út plötuna Garage Inc 1998 og heppnaðist hún aldeilis ekki illa. Garage Inc er tveir diskar, og á fyrri disknum fundu þeir ellefu af uppáhalds lögunum sínum og spiluðu þau af sinni hörkulegu snilld, og seinni diskurinn hefur að geyma öll lögin sem þeir höfðu gefið út á “gömlu” Garage days með ennþá betra hljóði og fáanlegt fyrir alla.
Eftir Garage Inc lögðust þeir í þriggja mánaða túr um Bandaríkin og slökuðu síðan á mestan veturinn.


En vorið “99 skiptu þeir svo aldeilis um gír. Michael Kamen (maðurinn sem samdi Nothing Else Matters með Metallicu) gekk upp að MetallicA mönnum og spurði þá hvort þeir vildu flytja tónleika með San Fransisco sinfoníunni. MetallicA menn litu stórundrandi á Michael og skildu ekkert í honum, þá kom hann með lítinn hluta úr einu sinfoníu lagi sem hann hafði samið fyrir Nothing Else Matters og leyfði þeim að heyra. Stóðu MetallicA þá algjörlega á öndinni eftir það og samþykktu allt sem hann sagði og MetallicA spilaði viku seinna fyrir troðfullu húsi í Berkely Theatre í Kaliforníu öll bestu lögin sem þeir hafa gefið út og tvö ný með Michael Kamen og einni bestu sinfoníu heimsins; San Fransisco sinfoníunni. Og hljómaði þessi blanda frábærlega. MetallicA gáfu svo ári seinna út geisladisk, myndbandspólu og DVD disk af þessum tónleikum (og á ég allan pakkann haha) og brutu þeir blað í sögu rokk tónlistarinnar með þessum tónleikum. MetallicA fengu einnig Grammy fyrir flutninginn á Kall Of The Ktulu.
En sorgartíðindi bárust öllum aðdáendum Metallicu 17 Jan. 2001. Jason Newsted er hættur í Metallicu vegna persónulegra mála og vegna meiðsla á eyrum sem hefur magnast upp öll þessi ár. Þó vona ég að honum snúist hugur. Framleiddar voru einnig dúkkur með Metallicu. Ímyndin er af fyrsta túr Metallicu með Jason Newsted innanborðs; Justice For All túrnum. Og get ég ekki beðið eftir þeim.
Þannig að á þessum rúmum 18 árum eru James, Lars, Kirk og Jason allir orðnir margmilljónamæringar með einkaþotu, tímarit, sína eigin vefsíðu þar sem þeir hafa eigin MetallicA verslun, og yfir 40 milljónir aðdáendur.

Ef þig langar að heimsækja heim Metallicu, þá skaltu endilega fara á
www.MetallicA..com