Eftir farandi hljómsveitir komu fram:
Soap Factory
Tómarúm
Lime
Core Blooming
Ókind
-hlé-
Nuggets
Tha Skreamerz
Gizmo
Noise
Heilaskaði
Trabant hituðu upp og Stafrænn Hákon spilaði meðan atkvæðin voru talin og dómarar ákveddu sig.
Ég misti því miður af fyrstu tveim hljómsveitunum en mér skilst að Soap Factory sé hljómsveit sem sé alltílagi en þurfi að fá meiri þéttleika og að þróa tónlistina sína aðeins meir.
Tómarúm, sem ég einnig misti af, saman stóð af fjórum 15 ára piltum sem spiluðu “metalrokk”. Því miður (að mér skilst) voru þeir slappir og ekki samstilltir.
Lime er einstaklingur sem spilaði raftónlist. Ég hef lítið vit á því. Samt fannst mér tónlistin hanns frekar litlaus og óspennandi (að mínu mati) og tók ég ma. ekki eftir þegar hann hætti fyrsta laginu og byrjaði annað.
Core Blooming var ekkert svo slæm hljómsveit hún er frá stykkishólmi (eins og tómarúm, tók það bara ekki fram), snæfellsbæ og reykjavík. Core Blooming spiluðu ágætistónlist og voru sæmilega þéttir en söngvari þeirra var því miður alltof lágr og passaði þessi söngur ekkert innaní. Þótt tónlistin hafi ekki verið slæm var hún heldur ekkert rosaleg og þar með var söngvarinn ekki til að bæta úr því.
Ókind var besta hljómsveit kvöldsins (að mínu mati fólkið valdi aðra). Þeir eru fjórir piltar, söngvarinn var hljómborðsleikari og kann einnig að gagga eins og hæna. Ókind spiluðu mjög þétt og mjög vel með fjölbreytt lög og skemmtilega einkenandi tónlist. Vil ég minnast á annað lag þeirra sem hét hæna og þar gaggaði söngvari svo rosalega skemmtilega í viðlaginu.
-hlé-: mjög skemmtilegt ég fékk sæti og svona.
Nuggets voru fyrstir eftir hlé. Þeir voru yngstir á þessu kvöldi og spiluðu létta dægurlagatónlist (ef ég flokka þetta rétt :). Textinn var mjög skemmtilegur hjá þeim enda hlógu áhorfendur nokkuð og söngvarinn hélt mjög vel lagi og gerði það áreynslulaust. Aftur á móti var tónlistin eins allan tíman og hljóðfæraleikararnir ekki neitt til að hrósa þeim fyrir.
Tha Skreamerz voru raftónlistar duet. Tveir piltar kynntu lögin þrjú og svo kom breakbeat í 15mín. mér fannst þetta frekar þreytandi og tilbreytingarlaust eftir 2-3mín þvímiður. En ég hef náttúrulega ekkert vit á raftónlist.
Gizmó voru skemmtileg hljómsveit sem spiluðu þétt og vel. Mér fannst þeir svoldið einhæfir og trommarinn þeirra riðlaðist á High-hatinum eins og hann væir það sem gerði tónlistina góð, það skemmdi nú samt ekkert fyrir. Einn þriggja gítarleikaranna sem leit út eins og Akira strákurinn má eiga það að hann var stórkostlega hæfileikaríkur og sólóaði fram og aftur með glæsibrag. Hinir hljómsveitarmeðlimarnir stóðu sig líka mjög vel og áttu þeir líka marga stuðningsmenn í salnum.
Noise áttu ekki að koma aftur. Spiluðu vel en áttu ekki að koma aftur.
Heilaskaði var heilaskaði, saman stóð af söngkonu og manni sem spilaði tölvupop og mér fannst þetta bara vera barnapop. En eins og ég sagði áður fyrr veit ég ekkert um tölvugerða tónlist.
Þeir sem komust áfram þetta kvöld voru Gizmó sem voru kosnir af fólkinu og Ókind sem voru í öðru sæti hjá flókinu og dómarar völdu áfram.
Hvet alla til að mæta á hin kvöldin sem eru:
14.mars tilraunakvöld 2
15.mars tilraunakvöld 3
21.mars tilraunakvöld 4 (utanbæjarkvöld)
22.mars Úrslitakvöld
Geta má þess að frekari upplýsingar eru í Á dagskrá kubbnum hér á www.hugi.is/rokk