Núna mun ég taka nýjustu plötu Muse sem kom út í miðjan september á þessu ári sem ber nafnið The Resistance.
Þetta er fyrsta platan sem ég kaupi með þeim en mér fannst þeir ekki vera mjög skemmtilegir fyrir nokkrum árum, aðalega vegna þess að mér fannst háa röddin hjá söngvaranum vera pínleg og góð vinkona mín bókstaflega elskaði þá og ég hef næstum alltaf haldið mér frá því sem 15 ára stelpur elska, þó það komi stundum fyrir að það er þess virði að skoða. Muse er gott dæmi en ég fór að fíla aðeins betur með árunum og fannst t.d. Knights of Cydonia vera stórgott lag, og er ennþá uppáhalds lagið mitt með þeim.
Muse var stofnuð í Teignmouth árið 1994. Söngvarinn og gítarleikarinn, Matt Bellamy sótti um í band sem trommuleikarinn Dominic Howard var að setja saman og báðu þeir bassaleikarann Christopher Wostenholme að spila á bassa með þeim, þrátt fyrir að hann var trommuleikari á þeim tíma og þurfti þjálfun á bassan fyrir þetta. Eftir nokkra tónleika í Manchester og London fengu þeir plötusamning og fyrsta EP platan þeirra kom út 1998. Síðan þá hafa þeir gefið út 5 stúdíóplötur (með þessari), eina tónleikaplötu, þrjár EP-plötur með þeirri fyrstu, og eina blandplötu.
Meðlimirnir í dag eru þeir sömu og frá byrjun:
Matthew Bellamy: Söngur, gítar, píano, synth.
Christopher Wolstenholme: Bassi, bakrödd, synth
Dominic Howard: Trommur, synth.
1: Uprising 5:03
Platan byrjar á týpísku Muse lagi. Góðar bassalínur, trommur sem gera ekki mikið en eru samt vel faldar og mjög góður söngur. Finnst líka frábært að Bellamy kemur með ágætlega háa tóna þó hún hljómar ekki þvinguð. Það er kafli í laginu sem tekur allt of langan tíma og ég er nokkuð viss um að gítarhljómurinn sem komur nokkrum sinnum sé stolinn. En þrátt fyrir það er þetta verulega gott byrjunarlag.
2: Resistance 5:47
Muse hefur gert nokkur lög sem hafa catchy píanólínu en mér finnst þessi alls ekki vera að gera sig. Lagið byrjar hægt og er að mestu leiti í byrjuninni frekar leiðinegt en þegar pre-viðlagið kemur breytist allt. Það er alveg verulega catchy, minnir mig verulega mikið á lag úr söngleik. Viðlagið er fínt en ekkert miða við það sem kemur áður. Í heildina litið er þetta lag í lagi.
3: Undisclosed Desires 3:56
Að nota Pizzicato fiðu-synth er frekar flott í þessu lagi. Lagið helst vel út þó mér finnst frekar slæmt að það breytist lítið og er um 4 mínútur. Annars gott lag á öllum hliðum og þá sérstaklega synth-in og röddunin.
4: United States Of America (Collateral Damage) 5:48
Þetta er algjörlega frábært lag. Byrjunin hefur frábæra tilfinningu, röddunin minnir mig að einhverjum ástæðum á Queen, hljómar einhvernveginn allt öðruvísi en það sem ég hef heyrt með Muse og endirinn gæti allt eins verið 70 ára gamall. Með betri lögum sem ég hef heyrt með Muse.
5: Guiding Light 4:13
Að nefna lag það sama og einn langlífasti sjónvarpsþáttur allra tíma er alls ekki góð hugmynd. Þetta lag finnst mér eingöngu vera plötufyllandi lag, finnst lítið gott eða eftirminnandi við það þó sólóið sé mjög gott.
6: Unnatural Selection 6:55
Loksins kemur lag sem hefur bæði góðan hraða og hefur mjög grípandi byrjunarriff. Söngurinn er top-notch í þessu lagi og þéttleikinn þar að auki. Þegar aðeins yfir 3 mínútur eru búnar að laginu kemur verulega hægur kafli sem mér finnst lítið passa við lagið, þrátt fyrir að það dregur lagið ekki niður.
7: MK Ultra 4:06
Fyrir mér er þetta lag plötufyllandi, alls ekki slæmt lag en helst ekki vel út og þegar það er búið gleymir maður því fljótlega. En til að bæta aðeins lagið þá hefur það að mínu mati besta textann af plötunni (Þrátt fyrir að hluti af næsta lagi er á frönsku).
8: I Belong To You (Mon Cæur S'ouvre A Ta Voix) 5:39
Hérna verð ég að hrósa fjölbreytni plötunnar. Þetta lag er engan veginn líkt hinum lögunum á engann hátt. Enginn eða nær enginn gítar er notaður. Takturinn er mjög skemmtilegur, bassinn hefur stundum mjög sértakt hljóð en passar frábærlega samt við, og eftir einhverntíma róast lagið enn meir en það var áður. Þetta lag er fínt dæmi hversu fjölbreytileg þessi plata er og hvað meðlimir Muse geta samið á hljóðfærin sín.
9: Exogenesis: Symphoni Part 1: Overture 4:18
1. hluti þríleiksins. Þegar Bellamy byrjar að syngja, finnst einhverjum öðrum þetta vera eins og Sigur Rós ef hún mundi hafa áhrif frá progi? En þar sem ég er stór aðdáðandi Sigur Rós þá finnst mér þetta lag síður en svo vera lélegt. Skemmtilegur fiðluleikur við þetta lag.
10: Exogenesis: Symphoni Part 2: Cross-Pollination 3:56
Mér finnst píanóleikurinn í byrjun lagsins vera mjög sérstakur og passa ekkert sérstaklega við lagið. Hefði frekar átt að byrja þegar nær 1 mínúta er búin og sleppa hinu. Þrátt fyrir að píanóleikurinn sé mjög góður, söngurinn fínn og fiðlurnar jafngóðar og í fyrra laginu finnst mér þetta vera versta lagið af þríleiknum.
11: Exogenesis: Symphoni Part 3: Redemption 4:37
Mjög, mjög gott lag til að enda plötuna og þrælvirkar að róa mann. Og ennþá er indie fílingur í þessu, þó Bellamy heldur sig við sinn söngstíl. Mjög fallegt lag sem endar þessa stórgóðu plötu eftir Muse. Held að ég þurfi að segja mikið meir um þetta lag.
Í heildina litið er þetta vel hlustanleg plata fyrir aðdáðendur Muse, prog og rokk aðdáðendur þó fólk sem hlustar ekki mikið á þannig ætti að geta líkað vel við Exogenesis. Fullt af góðum lögum sem er mjög grípandi og frekar fá sem standa ekki upp úr en alls ekki slæm.
Hérna er síðan lagið Uprising.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=8EtkuHzBVFM
Einkunn: 8/10
Ég þakka fyrir mig
sabbath
PS: Ég vil þakka þeim sem bentu mér á De-Loused In The Comatorium í Amputechture-gagnrýni minni, fín plata þar að auki.