Ég hef verið að fylgjast með umræðunni hérna og kemur margt uppbyggilegt og fróðlegt á skjáinn, en þó eru auðvitað nokkur börn hér inni á milli sem eyða sínu púðri í orðaval eins og “þú ert heimskur” eða aðra álíka vitleysu. Eigum við ekki að reyna að halda standardinum á umræðunni á aðeins hærra plani, reyna að vera málefnaleg í stað þess að rakka hina og þessa niður, sem enginn nennir heldur að lesa???
Annars ætlaði ég að spá aðeins í skilgreininguna rokk. Menn hafa ekki verið alveg með það á hreinu hvað rokk er, ég er það kannski ekkert heldur. Er rokk hugarfar, sbr. að það sé rokk að keyra um með rollu í aftursætinu eða að raka sig með sláttuorfi?? Eða snýst þetta eingöngu um tónlist?? Allir hljóta að vera sammála um að XXX séu rapparar en ekki rokkarar, en spurningin er hvort það sé ekki heilmikið rokk í þeim samt.
Svo er það líka spurningin um sveitaballapakkann, eru Buttercup, Írafár og Sóldögg rokkbönd eða ekki, frumsamin tónlist þeirra er miklu frekar í ætt við popp eða annað en live eru þau hörkubönd sem er miklu frekar í ætt við rokk. Og þegar Beggi í Dögginni skeit í þvottavélina í Eyjum, er það ekki rokk ???
Að lokum, á sveitaballapakkinn ekki kannski erindi inn á þessa síðu??