Sælinú, þetta er mín fyrsta plötugagnrýni, so don't go all harsh on me. Not that I'd care, tho.
Platan sem ég ætla að fara yfir heitir Frogstomp og var tekin upp árið 1995 af áströlsku sveitinni Silverchair, en á þeim tíma voru meðlimir sveitarinnar allir 16 ára gamlir.
Þeir stofnuðu sveitina árið 1992 undir nafninu Innocent Criminals, en breyttu því fljótt yfir í Silverchair.
Daniel Johns - Gítar & Söngur
Chris Joannou - Bassi
Ben Gillies - Trommur og Slagverk
En nóg um það, ég ætla að vinda mér í gagnrýnina.
1. Israel's Son Byrjar á einföldu bassariffi og er með svipuð riff gegnum lagið, en í miðju lagsins er hálfgerður ‘breakdown’ kafli þar sem hægist á og á gítarinn eru leikin ýmis feedback hljóð. Lagið endar hinsvegar mjög kraftmikið með ascending riffi sem er endurtekið og hraðað í hvert sinn. 6/10
2. Tomorrow Lagið byrjar rólega með þónokkuð kraftmiklum söng, og heyrist sérstaklega í þessu lagi hversu hæfileikaríkur söngvari Daniel er. Viðlagið kikkar svo inn kraftmikið og ég fæ hroll í ca 95% af þeim skiptum sem ég hlusta á það. Trommurnar eru einnig nokkuð góðar. Eitt af bestu lögum plötunnar 9/10
3. Faultline Byrjar rólega, og ef ég man rétt er textinn um vin Daniels sem lést í jarðskjálfta skömmu áður. Lagið byrjar nokkuð rólega en verður rokkaðara eftir því sem nær dregur viðlaginu. Aftur heyrist að Daniel getur vel sungið og ekki bara öskrað á Nirvana-legan hátt. Lagið einkennist af frekar flottum en einföldum riffum eins og reyndar öll lög á þessari plötu. Sóló kaflinn hefur skemmtileg riff sem ljúka laginu á rokkaðan hátt. Auk þess er lítið growl í endanum hjá Daniel. 8/10
4. Pure Massacre Byrjar rólega með góðum söng, trommum og clean gítarspili, en brýst út í rokkaða útgáfu af sama riffi. Textinn er nokkuð góður, og passar laginu vel að mínu mati. Viðlagið er mjög gott og þá er sérstaklega söngurinn framúrskarandi í síðasta versinu þar sem Daniel hljómar eins og mun reyndari söngvari. Lagið er mjög einfalt, en hljómar vel. Trommurnar einnig mjög góðar. 9/10
5. Shade Byrjar rólega, á fallegu gítarspili, trommur og bassi koma svo fljótlega inní, og er lagið mestan hluta rólegt og fallegt. Textinn er mjög góður og hljómar einna helst eins og skilaboð til einhvers sem hefur orðið fyrir misnotkun. Fyrir rest verður lagið kraftmeira þar sem viðlagið er endurtekið og verður söngurinn skyndilega ofsalega öflugur. 9/10
6. Leave Me Out Einfalt riff, virkar svolítið dull að hlusta á, en þegar viðlagið kikkar inn gleymist það nokkurn veginn. Trommurnar eru ágætar í þessu lagi, en þetta er svona minnst spes lag á plötunni að mínu mati. Þó er millikaflinn í þessu lagi nokkuð flottur. Í laginu er löng pása af engu áður en viðlagið kemur einu sinni enn. 6/10
7. Suicidal Dream Það fyrsta sem ég tek eftir við þetta lag eru trommurnar, en þær eru mjög góðar. Clean riff og góður texti í byrjun lagsins, viðlagið mjög gott og fallega raddað. Kraftmikið viðlagið í endann er mjög flott og söngurinn sérstaklega áberandi. 9/10
8. Madman Lagið er hratt og kraftmikið með sama riffi nærri því allan tímann, ekkert voða spes að hlusta á en væri kannski mjög gaman að spila. 6/10
9. Undecided Lag sem er augljóslega um skilnað. Byrjar á einföldu bassariffi og er uppbyggt á nokkuð svipaðann hátt og Israel's son. Nokkuð flott riff og viðlagið er töff með góðri röddun. B-kaflinn er flottur, en þetta main riff finnst mér hálf leiðinlegt til lengdar. 7/10
10. Cicada Byrjar nokkuð meðal rokklegt, skemmtilegur texti að mínu mati, flott riff, gott viðlag og vel sungið. Sólóið í þessu lagi kemur svolítið á óvart þar sem það kemur uppúr þurru, en á góðan hátt. Lagið endar á einverju trommuflippi og hlátrasköllum í stúdíóinu, sem mér persónulega fannst gaman að heyra =) 7/10
11. Findaway Hratt lag og eiginlega svolítið pönklegt einhvernveginn á köflum. Flott viðlag og góður söngur. 7/10
In conclusion er þetta mjög góð plata með skemmtilegum lögum, og verður að segjast að strákarnir hljóma oft töluvert eldri og reyndari en þeir voru þarna. Að vísu stendur bassaleikur Chris frekar lítið uppúr, en er samt ágætur. Mæli með þessari plötu fyrir alla sem fíla grunge eða rokk almennt, og mæli einnig með fleiri af plötunum þeirra.
Endilega skiljið eftir gagnrýni =)