“mér finnst ekki hægt að bera saman hljómsveit sem var sett saman í sjónvarpi og allir farnir að þekkja og eina sem skaust bara upp á sjónarsviðið”
-Mikið rétt.. ef við værum að tala um tónlist en það erum við ekki heldur vinsældir sem hafa ekkert tónlistarlegt gildi eða tengingu við gæði, þess vegna eiga allar verksmiðju-hljómsveitirnar heima í þessari umræðu.
Ok það var kannski heldur mikið að segja 5% en það er á leiðinni þangað eins og staðan er í dag.
One seldist frábærlega en margir keyptu hann ekki vegna þess að þeir áttu öll þessi lög (þar á meðal ég) og álitu þetta peningaplokk, ég veit líka að einhverjir keyptu hann án þess að vera miklir aðdáendur en örugglea ekki margir, ef svo var af hverju flýttu þeir sér þá svona mikið að kaupa hann? það var ekki eins og þetta væri fyrsti Best of.. hvað þá sá besti.
Free as a bird og Real love seldust ágætlega, þau hefðu samt selst mun betur væru þau ekki svona grútléleg, þetta voru engin Bítlalög ekkert frekar en nýju Paul McCartney lögin eða Ringo Starr lögin, bara gömul demo sem Lennon náði ekki að klára og gamlir karlar fengnir til að spila inná… spennandi.
40 Ár er dágóður tími, vissulega eru margir 60´s listamenn ennþá vinsælir en ekki í nærri því jafn miklum mæli og Bítlarnir og gleymdu því ekki að við erum að bera þá saman við Oasis, hljómsveit sem hélt (miklum) vinsældum í 4 ár, og eru enn starfandi.
Ég efa að þessir One-kaupendur hafi verið að mestu 60 ára gamlir aðdáendur, fólk milli 20-40 hefur sennilega verið í yfirgnæfandi meirirhluta þó það skipti ekki máli því vinsældir eru vinsældir óháð aldri hlustenda.
Efa einnig að afmæli Lennons hafi haft nokkuð að segja, jók annars dauði Harrisons eitthvað á sölu Bítlaplatnanna?
Ummæli Lennons um Krist höfðu áhrif en það er ekki hægt að bera þau saman við óhöpp Oasis, þeir eru einfaldlega að tapa vinsældum og það er bara tónlistinni að kenna, engu öðru.
Ég sagði aldrei að þeir væru ekki búnir að gera neitt í 6 ár og væru vonlausir, en þeir eru á hraðri niðurleið nema nýja platan geri einhver kraftaverk. Ég hef alveg trú á því að þeir geti gert fína tónlist en vinældunum fer óneytanlega dvínandi.
“Ég er nú bara hálffeginn að amerika er ekki eign þeirra fyrst amerika hafa gaman af einhverju eins og blink ruglinu og endalaust af kjaftæði sem ég nenni ekki að nefna”
-Nú skil ég ekki, við erum örugglega bara að tala um vinsældir er það ekki? ekki hvort Oasis séu stærstir TÓNLISTARLEGA eða eitthvað álíka?
Vinsældarlistar eru meira eða minna fullir af rusli en þú getur bara ekki ógilt þá lista sem þér hentar.
Bandaríski listinn hefur mest að segja og Oasis verða aldrei vinsælasta hljómsveit heims nema þeir slái í gegn þar.
Að kalla Oasis the thing of the 90´s er svosem ekkert of bilað en megavinsældirnar stóðu stutt og jafnvel þá voru þeir ekki vinsælustu tónlistarmenn heims (Alanis Morrisette og Hootie and the blowfish voru vinsælli… og VERRI á þessum tíma) en þeir voru gríðarlega mikið í sviðsljósinu og voru sennilega umtalaðasta hljómsveit heims.
Greyið Paul:( hann er svoleiðis að springa úr sjálfsánægju að það er bara pínlegt. Bítlarnir eins góðir og þeir voru eiga ekkert í Beethoven, ég tæki fyrstu 3 mín úr öðrum hluta sjöundu sinfoníunar fram yfir allt sem ég hef heyrt með Bítlunum eða bara allt sem ég hef heyrt frá rokkstónlistarmönnum, samt er ég ekki einn af þeim sem telur klassíska tónlist undantekningarlaust æðri en rokktónlist.. en Beethoven…. VÁ:)
Ég held samt að sá sem kom þessari umræðu af stað hafi meint að þeir yrðu aldrei jafn stórir og Bítlarnir í tónlistarlegum skilningi, ss hvort þeir yrðu stórt og virt nafn í tónlistarsögu framtíðarinnar.
En það mun tíminn ákveða, (óháð vinsældum) kannski verða þeir klassískir og endalaust spilaðir á oldies-útvarpsstöðvum en svo er líka möguleiki að ef einhver yrði spurður árið 2025 hverjir Oasis hefðu verið að hann myndi svara: Oasis?… Jáá þeir voru frekar vinsælir á tíunda áratugnum, áttu tvær eða þrjár vinsælar plötur og nokkur lög en svo var það bara búið!
Hver veit?
Ef þú vilt halda áfram reynum þá að láta það snúast um hvort tónlistin sé eitthvað góð en ekki hvort eitthvað sé vinsælt.
Þetta er orðið fulllangt og þvælt en ég vil bara segja að ég hef ekkert á móti Oasis:)
Ps. Ef það á endanlega að ákveða hver/hverjir voru stærsti ever miðað við hámarksvinsældir þá eiga hvorki Oasis né Bítlarnir mikið erindi þangað, þeir sem myndu trjóna á toppnum yrðu annaðhvort Bing Crosby árið 1940 (White Christmas selst í 60 milljónum eintaka) eða Michael Jackson 1982-83 (Thriller sigrar heimin og gerir Michael að einskonar guði) en þessir tveir náðu vinsældum sem að Oasis eða Bítlanna gátu aðeins dreymt um að ná.