Plötugagnrýni: AFI - Decemberunderground Ákvað að fara aðra leið núna og gagnrýna hljómsveit sem spilar hljómsveit sem höfðar lítið til mín. Að þessu sinni mun ég gagnrýna nýjustu plötu alternative/post hard-core hljómsveitarinnar AFI, sem ber nafnið Decemberunderground.

AFI var stofnuð árið 1991 í California og byrjuðu sem Hard-core punk band og kom fyrsta platan þeirra, Answer That and Stay Fashionable, árið 1995, en með árunum fóru áhrifin að vera meiri frá punk rock og alternative rock, og fékk platan á undan Decemberunderground, Sing The Sorrow, ágætlega góða athygli.

Meðlimirnir eru eftirfarandi:
Davey Havok: Söngur
Jade Puget: Gítar, hljómborð, bakrödd
Hunter Burgan: Bassi, hljómborð, bakrödd
Adam Carson: Trommur, bakrödd

Ég fékk þessa plötu í jólagjöf á þar-síðasta ári og hafði lítið verið að hlusta á hana, en ákvað að taka hana í gegn núna og gá hvort AFI heilla mig eitthvað.




1: Prelude 12/21
Platan byrjar með þessu verulega fáranlegu lagi(nafnið segir það meira að segja). Byrjar fyrst mjög rólega með smá söng, en fer fljótlega að fara út í eitthvað sem minnir mig á mjög slæmt rapp. Sem betur fer er lagið aðeins 1 og hálf mínúta.

2: Kill Caustic
Sem betur fer er þetta lag miklu öðruvísi og hefur ágæt frá áhrif frá harðkjarnanum sem var áður hjá þeim, í bland við það sem þeir gera aðalega núna. Þessi blanda kemur ágætlega út með góðum söng og riffum, þó viðlagið fer ekki vel í mig.

3: Miss Murder
Fyrsta lagið í plötunni sem var gefið út á smáskífu. Finnst engine furða á því þar sem þetta er alveg mjög gott lag. Bassalínurnar eru grípandi, söngurinn góður og hefur mjög grípandi viðlag.

4: Summer Shudder
Ekki nærri því eins grípandi og fyrra lag, og er söngurinn ekki eins góður. Riffin í lagi eru samt frekar góð.

5: The Interview
Frekar rólegt lag sem byrjar mjög vel, en eftir því sem líður af á verður það ekki eins skemmtilegt, en fer aftur upp með fínum enda.

6: Love Like Winter
Versins eru mjög fáranleg og haldast ekki mjög vel í mig. Viðlagið er hinsvegar fantagott og grípandi og væri ekki hissa ef það væri mikið sungið með því á tónleikum(þó ég mundi ekki gera það þar sem ég er ekki það mikill aðdáðandi þeirra). Lagið endar bara allt í einu, sem er bara pirrandi og ekkert annað.

7: Affliction
Þarna kemur lag sem hefur bæði áhrif frá harðkjarnanum og nýja stílnum. Að mínu mati er þetta besta lagið á plötunni, en það hefur flott riff, góðan rólegan kafla, og hefur enda sem er verulega fáranlegur, en næst einhvernveginn að passast.

8: The Missing Frame
Með leiðinlegustu lögum plöturnar. Lagið er hægt miðað við önnur lög, langdregið og er ekki nærri því eins grípandi og önnur lög. Þessi smá kór sem er í laginu passar þar að auki lítið við það.

9: Kiss and Control
Byrjar frekar rólega, en því miður er hún ekki vel grípandi eða sérstaklega skemmtileg, en síðan kemur kick ass viðlag, þar sem Davey Havok sýnir vel hvað hann getur gert, bæði í söng og “screamo”.

10: The Killing Lights
Basslínan er fín, en söngurinn er þarna bara. Finnst lagið sjálft bara vera þarna til að fylla út plötuna. Ekki það skemmtilegt eða grípandi.

11: 37mm
Eins og The Killing Lights, finnst mér þetta lag bara vera þarna. Bassahljóðið er frekar leiðinlegt, viðlagið er í lagi og aukadóteríið gefur þessu lagi smá sérstakleika.

12: Endlessly, She Said
Eftir tvö lög sem haldast lítið í mann, kemur ágætt lag. Viðlagið er ekki það mest grípandi á plötunni, lagið hefur ekki flottustu riffin eða sönginn, en lagið er samt gott og er góður endir á þessari plötu. Rólegur kaflarnir eru samt frekar góðir

13: Rabbits Are Roadkill On Rt. 37
Þetta lag er reyndar aukalag og er ekki á aðalútgáfunni. Lagið var samið þegar Sing the Sorrow var í upptökum. Lagið í sjálfu sér er fínt, með góðu viðlagi, með mjög góðri brú og er reyndar betri endir en Endlessly, she said.



Í heildina er þetta fín plata þó sum lög eru alls ekki góð, og að ég er ekki það mikið fyrir þessa tónlist.
Lögin eru ágætlega þétt og er blandan frekar góð. Söngurinn er mjög góður í nokkrum lögum og sömuleiðis riffin. Trommurnar heilluðu mig reyndar aldrei, enda ekki beint tónlist þar sem trommurnar geta verið fjölbreytilegar og verulega áhugaverðar.

Ég gef þessari plötu einkunnina 6,5/10 sem er alveg í lagi.

Vil líka bæta við að það mun koma ný plata út með þeim í lok septembers á þessu ári sem ber nafnið Crash Love.

sabbath