Er íslenska rokkið dautt??
Hvað er eiginlega með alvöru íslenskt rokk, er það að deyja út?? Hljómsveitir á borð við Ensími og Maus eru að verða gömlu kallarnir í bransanum vegna þess að það er ekkert nýtt á íslenska rokkmarkaðnum sem nær til fjöldans lengur. Núna er heimurinn að verða fullur af sveim- og rafpoppi, britney poppi og rappi, en hreinræktað rokk er eins og það heyrir sögunni til. Er ástæðan kannski að útgáfumál hafa þróast á þann veg að rokkið nær ekki lengur til almennings heldur er selt í sérplötubúðum eða undir borðum í almennum plötubúðum. Er nýja útgáfuformið (tekið upp, skrifað og pakkað í pappaumslag) að ganga af rokkinu dauðu, en í staðinn fær sú píkupoppið sem fær almennari dreifingu í gegnum Skífuna og Japis, alla athygli fjöldans á meðan rokkararnir húka í horninu með sitt??? Eru útgáfufyrirtæki á borð við Thule kannski ekki að vinna vinnuna sína þannig að allir hafi aðgang að þeirra tónlist heldur bara þeir sem vita hvert á að sækja hana???