nú er þetta (ef ég man rétt) íslensk hljómsveit. þar af leiðandi eru fjórir eða fimm (ágískun) meðlimir hljómsveitarinnar sjálfar sem vita hverjir þeir eru.
kærustur systkini og foreldrar fjölga þennan hóp upp í svona þrjátíu, allir eiga þeir eflaust vini, segjum svona fimmtán á kjaft, og bekkjarfélaga eða vinnufélaga, fimmtán til viðbótar, sem segir okkur það að þeir sem vita til Kuai eru þá allavega svona tvöhundruð. nú er líka búið að fjalla um kuai í Undirtónum og Fókus, tuttugu þúsund manns lesa undirtóna og eflaust svipað margir sem lesa fókus, og óli palli er búinn að spila þá í rokklandi á rás tvö, sem allavega fimmtíu þúsund hlusta á, þannig að varlega áætlað eru allavega svona tíu til fimmtán þúsund kjaftar á landinu sem kannast við nafnið, eða hafa heyrt í hljómsveitinni.
núna ert þú eflaust farinn að velta fyrir þér “hvað er þessi gaur að veitast að mér á internetinu? ég hef ekkert gert honum!”
málið er nebblega, að þú skrifar grein, sem er heilar sjö línur, sem segir okkur að þessi hljómsveit er a) instrumental rokkhljómsveit, b) betri á tónleikum en á disk (eru ekki flestar hljómsveitir það?) c) þú ert geðveikt underground og klár út af því að þú veist hverjir Kuai eru og enginn annar.
það sem þú hefðir getað sett í greinina þína væri til dæmis að heimasíða kuai er
http://www.kuai.is , ef þið viljið frétta meira um hljómsveitina þá getið þið skráð ykkur á póstlistann á postlisti@kuai.is,
svo hefðir þú getað bent á umfjallanir undirtóna um tónleika Kuai
http://www.undirtonar.is/?i=7&o=747 og
http://www.undirtonar.is/?i=7&o=749svo gætirðu bent lesendum þínum á að tvær tónleikaupptökur með kuai liggja frammi á Rokk.is á mp3 formi,
svo gætirðu bent á að hljómalind.is segi þetta um plötuna: “Kuai setur hausinn undir sig og keyrir af stað með miklum látum. Áhrif frá rokki, pönki og jazzi ásamt sérstæðum stíl hljómsveitarinnar mætast á plötu sem er ein sú athyglisverðasta í langan tíma.”
ég vona að þig sárni ekki of mikið að ég sé að drulla svona yfir þig í beinni á internetinu, en ég held að ef þú vinnir heimavinnuna þína aðeins betur þá fáir þú minna af skítakommentum frá þrossum eins og þessum tvemur hérna fyrir ofan mig.