ÓSKALÖG ÞUNGLYNDRA Háskólaútvarpið Stúdvarp FM 89, 0 verður í loftinu dagana 25 feb. til 2. mars.

Þar verður mest um talað mál en það verður m.a. annars dauðarokksþáttur, þáttur um Kúbutónlist og þáttur um Bob Marley

Ég verð svo sjálf með eighties þáttinn 99 loftbelgir og svo þátt sem heitir ÓSKALÖG ÞUNGLYNDRA.

Í honum ætla ég að hafa rólega og tregafulla tónlist t.d. með Nick Cave, Nick Drake, Will Oldham, Tom Waits, Leonard Cohen, Johny Cash, Jeff Buckley, Joy Division osfrv. Og fróðleiksmola um lög og listamenn.

En nú þarf ég ykkar hjálp. Sökum peningaskorts á ég ekki geisladiska með öllum þessum listamönnum. Ég hef verið að reyna að downloada einhverju en veit ekki alveg að hverju ég er að leita.

Gætuð þið komið hugmyndir að þunglyndislegum lögum með þessum eða öðrum tónlistarmönnum og hvort þið vitið eitthvað um söguna bakvið lögin.

Ég er mjög hrifin af laginu “I See a Darkness” með Will Oldham (og coverinu með Johny Cash, veit ekki hvort ég á að spila) en ég veit ekkert hvað ég á að segja um það. Ég frétti einhvers staðar að það fjallaði um ást tveggja giftra karla á hvor öðrum. Veit einhver hvort það er rétt?

Dagskrá stúdvarpsins er svo auglýst á
www.heimanet.is/studvarp