Johan syngur á sænsku en tónlist hans og textar sækja innblástur í menningu og náttúru Lapplands. Hann hefur gefið út 5 breiðskífur síðan 1995 og hefur spilað út um allan heim, m.a. á Nýja Sjálandi, Ástralíu og Singapore. Hefur Johan verið hampað fyrir að koma með nýja og ferska vinda inn í sænska prog-tónlist og útnefndi sænskt tímarit hann sem mesta frumkvöðulinn í þeim efnum, þar sem honum var hampað framyfir marga fræga sænska tónlistarmenn.
Aðaltilefni heimsóknar Piribauer er að koma fram á Aldrei fór ég suður hátíðinni 11. apríl. Hann mun hins vegar keyra hringinn á sinni stuttu dvöl á Íslandi og spila fyrst í Kaffi hljómalind í Reykjavík föstudaginn 10. apríl, kl 20 og svo mánudaginn 13. apríl í Populus Tremula á Akureyri kl 20:30.
Frítt er inn á alla tónleikana.
Johan kom fram á sænsku sjónvarpsstöðinni TV4 í fyrra þar sem hann flutti tvö lög:
Inte som ni tror
http://www.youtube.com/watch?v=gSzEm1dRknY&fmt=18
Jag kommer aldrig mer tillbaka
http://www.youtube.com/watch?v=btV7_f8q9f8&fmt=18
Frekari upplýsingar á www.johanpiribauer.com og www.myspace.com/johanpiribaue
Resting Mind concerts