Heavier than Heaven er ævisaga rokkgoðsins Kurt Cobain's og var ég að enda við að lesa bókina og langar að skrifa örlitla grein um hana…

Bókin sýnir aðrra hlið á Kurt og lýsir honum mjög vel ef að hún er á annað borð marktæk. Hún sýnir manni hluti sem að manni hafði aldrei dottið í hug og lýsir ferli Nirvana mjög ýtarlega ásamt hans persónulega lífi (sem var þónokkuð skrautlegt). Alls konar sögur og fínerí koma fram í bókinni og ástæður fyrir nöfnum á lögum og textagerð.
Bókin er unnin uppúr áralangri vinnu sem að fólst í um 400 viðtölum við hans nánustu og svona journals sem að hann skrifaði sjálfur næstum alla sína æfi. Hún er mjög vel skrifuð en mörgum gæti þótt hún of beinskeitt því að hún sýnir ekki bara góðu hliðina á kallinum.
Stærsti gallinn á bókinni er sá að hún fjallar aðeins um dauða Kurts frá upplýsingum Ffrá Courtney og félögum og er því ekkert gefið fram um þá kenningu að hann hafi ekki framið sjálfsmorð.
ég mæli samt eindregið með bókinni og ráðlegg öllum sönnum rokkurum að lesa hana svo lengi sem að Kurt er ekki í guðatölu hjá þeim því það er ýmislegt í bókinni sem að sanntrúaðir Kurtarar vilja að öllum líkindum ekki lesa.

Have fun