Jæja, þá er víst komið á hreint að næsta KoRn plata, sú 5. í röðinni muni bera nafnið “Untouchables”.
Óvenjumargar seinkanir hafa verið á þessari skífu en hún átti upphaflega að koma út snemma á síðasta ári að mig minnir en mun nú líta dagsinns ljós þann 14. Maí næstkomandi.
Michael Beinhorn pródúsar þessa skífu en hann hefur meðal annars pródúsað fyrir Marilyn Manson og Hole. Alveg ný tækni var notuð við upptökur á plötunni sem gerir hlustandanum kleift að greina hljóminn í hverju hljóðfærinu fyrir sig sem Beinhorn segir að geri hljóminn mun þéttari og beinskeyttari.
Fyrsti síngúllinn mun koma út þann 24. feb í BNA og nefnist hann “Here to Stay” en vídjóið veðrur skotið á næstu vikum undir leikstjórn Hughes bræðra (Menace 2 Society, Dead Presidents, From Hell).
Það verður áhugavert að sjá og heyra hvort KoRn geti komið með plötu sem bætir upp fyrir síðustu plötu þeirraa, Issues, sem var vel undir meðallagi en Jon Davis, söngspíra sveitarinnar lofar sveittari, beittari, harðari og agressívari plötu en við höfum áður heyrt frá KoRn þannig að ég bíð bara nokkuð spenntur.