Plötugagnrýni: Quiet Riot - Metal Health Vegna þess að ég get ekki sett grein á plötugagnrýni(og reyndar óþarfi þar sem síðasta greinin þar kom árið 2005) ákvað ég að setja þetta undir greinar.

Fyrir nokkrum árum keypti ég og bróðir minn hinn leikinn Grand Theft Auto: Vice City, sem er einn besti leikur sem ég hef spilað, ekki bara útaf söguþráðinum og hversu skemmtilegur hann var, heldur líka útaf tónlistinni. Ég hef aldrei vitað um leik sem hefur betri tónlist, þó þetta sé ekki beint tölvuleikjatónlist(Nobuo Uematsu hlýtur þann sigur). Mér fannst Vrock vera langbesta stöðin(enda aðalega spilað rokk/þungarokk þar) þó það voru mörg góð lög á öðrum stöðum. Eitt laganna sem mér fannst vera mjög gaman af var eftir hljómsveitina Quiet Riot.
Eftir að hafa heyrt nokkur önnur góð lög ákvað ég að kaupa disk með þeim næsta skiptið sem ég fór í bæinn. Og þá fékk ég Metal Health.

Áður en ég fer að tala um plötuna ætla ég í grófum dráttum að segja hvað gerðist fyrir plötuna.

Eftir að annar diskur bandsins, Quiet Riot II, kom út hætti gítarleikarinn ,Randy Rhoads, og byrjaði að vera gítarleikari Ozzy Osbourne. Bassaleikarinn Rudy Sarzo hætti líka, en restin af bandinu, Kevin DuBrow og Drew Forsyth héldu áfram saman undir nýju nafni.
Eftir dauða Rhoads reyndi söngvarinn, DuBrow, að endurstofna bandið en enginn af upprunalegu meðlimunum vildu halda áfram svo hann réð bróðir fyrrverandi bassaleikara bandsins, Carlos Cavazo. Rudy Sarzo byrjaði aftur og trommuleikarinn Frankie Banali var ráðinn.

Line-upið var semsagt svona:

Kevin DuBrow: Söngur
Rudy Sarzo: Bassi, Syntherar
Carlos Cavazo: Gítar, bakrödd
Frankie Balani: Trommur, bakrödd

Árið 1983, 5 árum eftir að Quiet Riot II kom út, kom síðan út platan Metal Health.

Lagalistinn er eftirfarandi:

1: Metal Health
2: Cum on Feel the Noize
3: Don't Wanna Let You Go
4: Slick Black Cadillac
5: Love's a Bitch
6: Breathless
7: Run for Cover
8: Battle Axe
9: Let's Get Crazy
10: Thunderbird

Á endurútgáfunni voru þar að auki lögin Danger Zone og Slick Black Cadillac(live)

Að mínu mati er þetta með bestu plötum 9. áratugarins og áreiðanlega besta Glam-metal plata sem ég hef heyrt, og ég hef alveg heyrt ágætlega mikið. Ekkert lagana er slæmt þó það séu nokkur sem slá framúr sem eru eftirfarandi:

Metal Health: Viðlagið er frábært í þessu lagi(Bang your head! Metal Health'll drive you mad). Þetta lag kom í leiknum GTA: Vice City Stories

Com on Feel the Noize: Þetta var lagið sem kom í GTA: Vice City. Soldið kaldhæðnislegt að besta lag plöturnar IMO er coverlag sem upprunalega er eftir Slade, en þeir gera þetta svo frábærlega vel og grípandi. Þetta er það grípandi að mamma mín getur fílað þetta lag, og ég held að hún getur bara hlustað á Iron Maiden af svipuðum böndum.

Battle Axe: Ég held að enginn fari að neita því að þetta sé sérstakasta lag plöturnar, en þetta er 1 ½ mínútna sóló hjá Carlos Cavazo sem er verulega flott, held að ég þurfi ekki að segja meira.

Thunderbird: Rólegt lag sem inniheldur piano. DuBrow syngur þetta lag með miklu hreinni rödd en á hinum lögunum, sem hann gerir mjög vel. Og eins og flest lögin á plötunni inniheldur þetta lag mjög grípandi viðlag.

Metal Health: Frábær plata sem fáir rokkaðdáðendur ættu að láta fara framhjá sér.

Þetta lineup hélst í 2 ár þegar Sarzo hætti. Eftir það höfðu þeir nokkra bassaleikara þangað til hann byrjaði aftur 1997. Þeir hættu opinberlega árið 2003 þó þeir voru endurstofnaðir 2 árum síðar þó Kevin DuBrow og Frankie Balani voru bara í bandinu með nýjum meðlimum.
Kevin DuBrow dó síðan 25. nóvember 2007 vegna of stóran skammt af kókaíni. R.I.P

Vona að þetta hafi verið áhugvert og vel skrifað.

sabbath