Daginn. Veit ekki hvort einhver hafi eitthvað á móti því að ég pósti þessu hér þar sem Seether eru skilgreindir sem post-grunge. Ég tel það helst eiga heima hér og er nokk sama þótt einhverjum finnist þetta heima annarstaðar inná huga. Ég ætla að skrifa svolítið um þessa hljómsveit, því ég hef algjörlega dottið inn í hana þrátt fyrir að stutt sé síðan ég fór að hlusta á hana. Takið tillit til að grein þessi er mikið byggð á heimildum frá wikipedia.
Hljómsveitin Seether er frá Pretoria, Gauteng í Suður-Afríku. Sveitin var stofnuð árið 1999, og hét upprunalega Saron Gas en breyttu um nafn árið 2002. Þeir hafa selt um 5 milljón plötur víðsvegar um heim.
Upphaf, Fragile, Disclaimer
Upprunalegir meðlimir hljómsveitarinnar voru Shaun Morgan (Söngur, gítar), Johan Greyling (Lead gítar), David Cohoe (Trommur, ásláttur og bakraddir) og Tyronne Morris (Bassi). Morris hætti árið 2000 og í staðinn fyrir hann kom Dale Stewart, sem er bassaleikari sveitarinnar enn í dag. Greyling entist varla út fyrsta árið og var hættur árið 2000. Cohoe hætti 2002, Nick Oshiro tók við trommunum til 2004, þegar John Humphrey hóf feril sinn með hljómsveitinni. Hann er núverandi trommari hennar. Nýr lead gítarleikari gekk til liðs við sveitina árið 2002 til 2006, hann heitir Pat Callahan.
Þegar hljómsveitin var að byrja spiluðu þeir aðallega á börum, næturklúbbum, litlum tónleikum, háskólasölum, í partýum og slíku. Fyrsta plata þeirra, Fragile var gefin út árið 2000, undir fyrirtækinu Musketeer Records í Suður-Afríku. Þá hét sveitin ennþá Saron Gas, og þegar þeir tóku að príla upp metorðastigann gaf fyrirtækið Wind-Up Records þeim auga og gerðu við þá samning. Þeir voru fengnir til að skipta um nafn, sökum skyldleika gastegundarinnar við seinni heimsstyrjöldina, en það var eitt helsta vopn þýskra nasista.
Disclaimer
Eftir að platan Disclaimer kom út fór hljómsveitin í langt tónleikaferðalag í von um góðar undirtektir og frama í tónlistarheiminum. Eftir að túrnum var lokið höfðu þeir hugsað sér að fara í stúdíó og taka upp næstu plötu sína, en í staðinn fóru þeir á túr á heimsvísu sem support-band fyrir hljómsveitina Evanescence, svo upptökur töfðust um ár. Á ferðalagi þessu endurgerði hljómsveitin kassagítarballöðuna Broken og setti í flutning rafmagnshljóðfæra (smooth orðað, ég veit) þar sem Amy Lee, söngkona Evanescence deildi söngnum með Morgan á tónleikum. Morgan og Amy Lee tóku að fella hugi til hvors annars og innan skamms hafði sveitin hljóðritað lagið Broken með söng Lee inná, og kom það fram í myndinni The Punisher ásamt laginu Sold Me. Færði myndin þeim frægð í BNA, Englandi og sérstaklega í Ástralíu. Platan Disclaimer II, eilítið öruvísi útgáfa af Disclaimer plötunni kom út árið 2004 og hafði að geyma öðruvísi hljóðblönduð og hljóðrituð lög ásamt átta aukalögum.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=hfOYufGFiZg
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=_8EpucAiyUM&feature=related
Karma and Effect, One Cold Night
Árið 2005 gaf sveitin út plötuna Karma and Effect. Upprunalegur titill var Catering to Cowards, en aftur þurfti sveitin að beygja sig undir vilja útgáfufyrirtækis síns og breyttu nafninu. Platan lenti í áttunda sæti á bandaríska Billboard 200 listanum og fór í gull í BNA og í Kanada. Lögin Remedy, Truth og The Gift voru gefin út sem single. Remedy lenti í fyrsta sæti í bandaríska Mainstream Rock listanum.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=oZENfHdnZ8M&feature=channel
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=nSwoZ4xb0zI
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=lXlNlS6UtHE&feature=related
CD/DVD diskurinn One Cold Night kom seinna út, en innihélt acoustic útgáfur af ýmsum lögum sveitarinnar, tekin upp 22 febrúar 2006 í Fíladelfíu. Þrátt fyrir eymsli í maga ákvað Morgan að spila, en þeir hefðu auðveldlega getað seinkað tónleikunum þar sem ekki voru margir áhorfendur. Hins vegar stóðu þeir sig frábærlega að mínu mati, og sérstaklega Morgan. Shaun hefur yfirlýst að að fyrirtækið ákvað að sleppa lögunum Needles og Burrito.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=0UdALK_KZFE
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=GUu0hcjRXcA
Gítarleikaramissir, meðferð
16 júní 2006 tilkynntu Seether gegnum heimasíðu sína að gítarleikarinn Pat Callahan hafði ákveðið að hætta í sveitinni. Ekki er vitað hvers vegna, en Morgan yfirlýsti að Pat hefði alltaf verið svolítið neikvæður og haldið aftur af hljómsveitinni að mörgu leyti. Sér væri létt að mörgu leyti, en þætti undarlegt að þrátt fyrir að þeir hefðu verið vinir til margra ára finndi hann ekkert fyrir neins konar tilfinningalegum missi.
Morgan fór í áfengismeðferð í ágúst 2006, og neyddist sveitin því að draga sig úr væntanlegum túr sínum með Staind og Three Days Grace.
Finding Beauty in Negative Spaces
Fyrir útgáfu plötunnar hafði Morgan lýst því yfir að hún væri margt öðruvísi en fyrri verk sveitarinnar. Útgáfa hennar tafðist vegna skyndilegs sjálfsmorðs bróður Morgans, Eugene Welgemoed. Producer á plötunni var Howard Benson, og hún kom loksins út 23. október 2007. Hún lenti í 9 sæti á bandaríska Billboard listanum.
15. febrúar 2008 byrjaði Troy McLawhorn úr Dark New Day í hljómsveitinni sem túrgrítarleikari, og hefur síðan þá verið tekinn inn í sveitina sem official meðlimur. Hann var einnig gítarleikari hjá Evanescence í enda The Open Door túr þeirra.
Þeir hófu túr snemma 2008 og deildu sviði með hljómsveitum eins og Three Days Grace, Finger Eleven, Breaking Benjamin, 3 Doors Down, Skillet, Red, Papa Roach, Flyleaf, Econoline Crush og Staind.
Shaun hefur einnig tilkynnt að í tilefni tíu ára afmæli Seether, eigi hugsanlega að gefa út afmælisplötu með áður óútgefnu efni og demóum, þar á meðal Saron Gas demóum, en ekki eru komin alveg skýr plön með það.
Seether fengu sín fyrstu Suður-Afrísku tónlistarverðlaun í flokknum “Best Rock: English” fyrir plötuna Finding Beauty in Negative Spaces.
Þeir unnu einnig fyrstu MTV Afrísku tónlistarverðlaunin fyrir “The Best Alternative Artist.”
—————————————————
Vona innilega að einhverjum hafi þótt þetta skemmtileg lesning, og ég kem áreiðanlega til með að skrifa um fleiri hljómsveitir í nánustu framtíð.
Endilega skiljið eftir komment, en eins og ég segi, ég nenni ekki að fá einhver svona “Seether eru ekki rokk” komment eins og hefur mikið verið tilfellið með Green Day og Blink 182 inná /pönk.
Takk takk.