Annt um aðdáendur Ég var að lesa greinina um Limp Bizkid áðan og tók eftir því að fólk talar oft um hvað hljómsveitir hugsi mikið um aðdáendurna.
Það eru ótrúlega fáir frægir sem hugsa eitthvað um aðdáendurna, eða öðruvísi en að græða sem mest á þeim.

Ok, tökum dæmi: Þú ert geðveikt fræg/ur og ert að gefa út nýjan disk. Hann verður geðveikt vinsæll og þá kaupir fólk líka fyrri diska þína, sem eru orðnir það gamlir að þeir kosta undir 2000kr. Mundir þú ekki hækka verðið á gömlu diskunum og hafa þá á sama verði og þá nýju, ef þú vissir að fólk mundi kaupa þá? Þannig hugsa allir. Hverjum er ekki saman um einhver fífl sem þú munt aldrei hitta á ævi þinni, bara ef þau kaupa draslið þitt og þú græðir.

Svo er líka til í dæminu að svona kallar gefi einhverja smáaura í góðgerðastarfsemi og auglýsa það grimmt til að fólk hugsa að hann sé sko aldeilis góður og þá eignast hann fleiri aðdáendur og er fljótur að vinna upp peningana sem hann gaf.

Ef við erum að tala um að hugsa um aðra þá fannst mér Eric Clapton (sem dæmi, ég hlusta ekkert á hann ef þið haldið að ég sé hlutdrægur) góður þegar hann gaf 1.000.000.000(í krónum) til að byggja meðferðarheimili fyrir krakka á kókaíni. Eða þegar Korn gaf allan ágóða FamilyValues tónleikanna til styrktar AIDS samtakanna.

Það eru ekki margir sem hugsa um svoleiðis þegar þeir hugsa um að einhverjir hugsi vel um aðdáendur sína.

Þetta á kannski ekki heima á þessu áhugamáli, en mér finnst að fólk þurfi að hugsa um hvað það meini þegar það talar um þetta.
“Hættu að horfa á fingurinn, horfðu þangað sem hann bendir”