Fyrir ykkur sem viljið vita sem mest um tónlist mæli ég eindregið með Snot - Snot
Þetta er þeirra fyrsti og eini diskur því söngvarinn, Lynn Strait dó í bílslysi 1999. (minnir mig)
Það var gefinn út diskur til minningar honum og þar sungu helstu sönvarar dagsins í dag með eftirlifandi meðlimum bandsins (m.a.söngvararnir í KoRn, SOAD, Incubus, Limp Bizkid, Hed p.e., Coal Chamber, Slipknot, Sevendust, Soulfly og Sugar Ray) .
Minningardiskurinn heitir Strait up og ætti ekki að hafa farið framhjá neinum sem hlustar á svona tónlist yfir höfuð.
En ég tók eftir því að í öllum þessum upptalingum á bestu plötum og hljómsveitum allra tíma, þá nefndi ekki nokkur maður þessa hljómsveit. Sem er náttúrulega synd og skömm því þessi eini diskur þeirra á alveg heima í flokki með Nevermind, Black Album, Siamese Dream, Ten, SOAD og fleirum.
Endilega kíkið á þennan disk ef að þið hafið ekki gert það nú þegar. Verðið ekki fyrir vonbrigðum.
Og komið með komment fyrir neðan um álit ykkar á bandinu.
Snot..!!