Þar sem tölvur verða betri og betri á almennum markaði, græjur ódýrari og blómlegt bílskúrzhljómsveitalíf í gangi í Reykjavík, datt mér í hug að fá það aðeins meira inn á samræðurnar hér á Rokki.
Það er auðvelt að spila þungarokk. Það er vinsælt og því er tilvalið að spila það ef maður er að fíla það. Því spretta upp bílskúrsbönd eins og gorkúlur að sumri til. Það er einnig draumur margra að gefa ú geisladisk
en það er dýrt að gefa út hjá stórum fyrirtækjum. Því flytjast alltaf fleiri og fleiri “útgáfur” inn á einkaheimili fólks. Þetta er að sjálfsögðu frábært. Fyrst þarf brennara og eitt lítið forrit. Svo þarftu snúrur eða míkrafóna til að geta skellt þessu inn í ofninn, stillt á 250° og út kemur brennheitur geisladiskur. En þá er eftir að koma þessum ljúffenga geisladiski inn í “Cover”. Ég hef séð margs konar skemmtileg “cover” í gegn um tíðina. Það seinasta sem ég sá var með einhverjum gæja sem sagaði út spónaplötu, og skrifaði svo einfaldlega nöfnin á lögunum með tússi. Svo var annar gaur sem pakkaði diskunum inn í jólapappír, og það kom mjög vel út líka. Þessir diskar ættu að fást í kjallaranum í 12 tónum. Þetta var greinilega ekki dýrt að gera og mér þykir svona “cover” mikið skemmtilegri heldur en þessi plastumslög sem eru sífellt að brotna ef maður rétt missir þau. En allavegana. Þú finnur svo upp á einhverri skemmtilegri hugmynd til að vinna út frá í sambandi við “cover” gerð.

Þetta gerir bara gott í Íslenzku tónlistarlífi, auðveldara verður fyrir litlu hljómsveitirnar að komast áfram.
Þú getur sagst hafa gefið út geisladisk, og þar sem þú heldur niðri kostnaði á geisladiskum, kaupir fólk frekar geisladiskana þína.

Þetta er hugmynd sem auðvelt er að framkvæma og gerir fleiri hljómsveitum kleift að komast áfram.

Kv
Barrett