Það er sannkölluð rokk helgi framundan þegar færeyska sveitin Týr kemur til Íslands í fyrsta sinn í fjögur ár! Það er ekki að ósekju, þar sem sveitinni hefur vaxið mjög ásmegin síðustu misseri og er nú með söluhæstu plötu útgáfufyrirtækis síns! Sveitin hefur hlotið hvern landvinninginn af fætur öðrum á tónleikasviðinu, eftir árangursrík tónleikaferðalög með m.a. Amon Amarth, Ensiferum, Korpiklaani, Turisas, Moonsorrow og Eluveitie og framkomu á mörgum af helstu metalfestivölum Evrópu. Festivöl eins og Wacken, Summer Breeze og Party San í Þýskalandi, Tuska í Finnlandi og Bloodstock í Bretlandi.

Nú er s.s. röðin komin að Íslandi aftur eftir alltof langan tíma, þar sem sveitin mun spila á fjórum tónleikum. Fimmtudaginn 2. október spilar sveitin á Paddy's í Keflavík. Föstudaginn 3. okt verður sveitin á Græna Hattinum á Akureyri. Laugardaginn 4. okt heldur sveitin svo til Reykjavíkur fyrir sannkalla stórtónleika á Nasa og daginn eftir verða tónleikar fyrir alla aldurshópa í Hellinum TÞM.

Miðasala hefst miðvikudaginn 24. september á eftirtöldum stöðum: Smekkleysu plötubúð í Reykjavík, Paddy's og Hljómval Keflavík og Pennanum á Akureyri.

Tónleikarnir verða því sem hér segir:

Fimmtudagur 2. október
Paddy's í Keflavík
Húsið opnar - byrjar: 20:30 - 21:30
Miðaverð: 1500
Forsala aðgöngumiða á Paddy's og Hljómvali Keflavík
Aldurstakmark: 18 ár

Hljómsveitir:
Týr
Tommygun Preachers
Dark Harvest
Diabolus

Föstudagur 3. október
Græni Hatturinn á Akureyri
Húsið opnar - byrjar: 21:00 - 22:00
Miðaverð: 1500
Forsala aðgöngumiða í Pennanum Akureyri.
Aldurstakmark: 18 ár

Hljómsveitir:
Týr
Disturbing Boner
Shogun
Finngálkn
Provoke (áður Sepiroth)

Laugardagur 4. október
Nasa við Austurvöll, Reykjavík
Húsið opnar - byrjar: 21:00 - 22:00
Miðaverð: 2300 (endilega mæta með pening í beinhörðum)
Forsala aðgöngumiða í Smekkleysu plötubúð, Laugavegi 35
Aldurstakmark: 20 ár

Hljómsveitir:
Týr
Severed Crotch
Mammút
Dark Harvest
Perla

Sunnudagur 5. október
Hellirinn í Tónlistarþróunarmiðstöðinni TÞM Hólmaslóð, Reykjavík
Húsið opnar - byrjar: 18:00 - 18:30
Miðaverð: 1500 (endilega mæta með pening í beinhörðum - enginn posi á staðnum)
Forsala aðgöngumiða í Smekkleysu plötubúð, Laugavegi 35
Aldurstakmark: Ekkert

Hljómsveitir:
Týr
Gone Postal
Trassar
Hostile
Palmprint in Blood
Resting Mind concerts