Halló :)
þessi grein átti að vísu fyrst að fara sem álit á hina metallicagreinina en svo endaði hún bara sem grein.
en allavega jeg er ein af þessu fólki sem finnst Metallica rokka feitt. þó að þeir eiga ekki mikið eftir í sínum tónlistarferli þá mun tónlist þeirra lifa með okkur fólkinu sem eiddi tíma sínum og pening í það að hlusta á þá og þá meina jeg fyrir alvöru.
Þó að mér sjálfri þyki öll lög góð með þeim og geri ekki upp á milli diska né bassaleikara þá skil jeg ekki fólk sem segir bara “jeg hlusta bara á fyrstu diskana, hinir eru ömurlegir” og “það er allt þessum Jason að kenna að Metallica sukkar” það er nú ekki beint honum að kenna því Jaymz semur ásamt hinum mest alla tónlistina.
og ef fólk virkilega er að hlusta á þá þá ætti þetta ekki að vera svona.
Og greyið Jason, jeg get nú ekki sagt að hann sé lélegur bassaleikari þó að Cliff hafi samið meira og bara mjög góð lög. Þetta viðhorf er bara hjá fólki sem hlustar á þá til að reyna að vera svalt eða falla inní hópinn, jeg þekki svoleiðis fólk og skil bara ekkert í því.
það á bara að hlusta á tónlistina sem það fílar og ekki reina að vera eins og hinir.
Og svo er annað sem jeg skil bara alls ekki, það er fólkið sem kemur sérstaklega inná síður hjá hljómsveitum sem þeir fíla ekki og segja “þetta er ömurlegt band og ætti ekki skilið að lifa, bandið sem jeg hlusta á er miklu betra”
og blabla er mér ekki bara alveg sama hvað hann hlustar á og ekki er jeg að gera grín af hans tónlistarsmekk.
Og svo í sambandi við þetta Napster mál.
Þeir voru að tapa alveg stórpening á þessu
og ef það var þannig hjá þér tactik að þú gast ekki downloadað lengur þá eru nú til fleiri forrit sko, og heimurinn fer ekki á hausinn þó að þeir fari í mál við þá ,og ef þú mistir allt álit á þeim útaf þessu þá varzt þú bara ekkert að hlusta á þá.
þegar jeg hlusta á Metallica þá fæ jeg alveg gæsahúð af ánægju og gekk lét svo draum minn rætast og lét húðflúra metallica-stjörnuna á mig, að vísu fyrir tveim árum.
En allavega þessi grein á örugglega eftir að fara í skapið á einhverjum og mér er bara alveg sama :)
Love Silenoz
p.s jeg skrifa “jeg” með j-ði því það er ávani og ef það eru mikið um stafsetningarvillur þá biðst jeg innilegra afsökunar :)