Metallica.



Árið 1980 bjó Dani nokkur í Los Angeles sem ber nafnið Lars Ulrich. Hann Lars hafði mikinn áhuga á því að stofna sitt eigið heavy metal band. Hann setti auglýsingu í blaðið “Recycler” en það bar ekki mikinn ávöxt. Þangað til loksins að unglingur að nafni James Alan Hetfield, einnig þekktur sem “The Angriest Kid In The World” svaraði auglýsingunni. Þeir tveir reyndu hvað þeir gátu til að verða frægir án nokkurs árangurs.

Sumarið 1981 ferðaðist Lars mikið með hljómsveitinni “Diamond Head” í von um að ná plötusamning. Eftir þriggja mánaða ferð samdi hann við “Metal Blade” en þar sem hann áttaði sig á því að hann var í raun ekki með hljómsveit þá hafði hann samband við James og þeir stofnuðu Metallica.

Árið 1982 byrjaði mjög vel fyrir hljómsveitina og eftir að hafa spilað í Radio City í Anaheim þá fengu þeir þó nokkur “gigg”. En það sem þeim langaði þó mest að afreka var að gefa út plötu.



Þá héldu þeir í stúdíó og gerðu plötuna Power Metal. Á þeim tíma voru í Metallica James og Lars ásamt þeim Ron McGovney og Dave Mustaine. Power Metal innihélt smelli eins og Hit the lights og Motorbreath. Síðar á árinu gáfu þeir út aðra plötu sem hét Metal Massacre (þessar tvær plötur urðu síðar Kill em all).

Í ágúst á þessu sama ári fréttu þeir Lars og James af bassaleikara í hjlómsveitinni Trauma og hét hann Cliff Burton. Þar sem þeir voru óánægðir með hann Ron McGovney, fóru þeir til San Francisco og spjölluðu við hann. Cliff vildi bara ganga í raðir Metallica ef þeir myndi flytja hljómsveitina til San Francisco.

Það gerðu þeir 1983 og þá var einnig drykkja Dave Mustaines orðin alvarlegt vandamál og urðu þeir að reka hann úr hljómsveitinni. Í staðinn kom Kirk Hammet sem var þá að spila í hljómsveitinni Exodus. Þeir fjórir gáfu þá út fyrstu alvöru plötu Metallica og vildu þeir nefna hana “Metal up your ass” en í staðinn urðu þeir að nefna hana “Kill em all”. Eftir útgáfu hennar varð nafn þeirra þekkt smáveigis og héldu þeir þá 3 mánaða tónleikaferðalag.

Næsta ár (84) gaf Metallica út aðra plötuna sína “Ride The Lightning” og seldist hún nokkuð vel. Þeir voru komnir á heimskortið og gátu því spilað í Evrópu.

Árið 1986 gáfu Metallica út sína þriðju breiðskífu “Master of Puppets”. Sú plata seldist í milljónum og urðu Metallica þá stórstjörnur og héldu því aftur til Evrópu. En þá gerðist svolítið óvænt. Þann 27.sept voru Metallica á leið frá Kaupmannahöfn til Stokkhólms og lentu rútur þeirra í mikilli hálku. Ein rútan kastaðist þá í skurð með þeim afleiðingum að Cliff Burton bassaleikari þeirra dó. Mánuði eftir dauða Cliffs var í staðinn fenginn ungur og efnilegur (en ekki nærri eins góður) bassaleikari, Jason Newsted. Metallica héldu ótrauðir áfram vitandi að það er einmitt það sem Cliff hefði viljað.



Næsta breiðskífa Metallica var gefin út 1988 og var það sú fyrsta sem Jason tók þátt í. Þar sló lagið “One” alla í framan. Metallica sýndu með þessu dæmi um þroska og fjölbreytni, og en meira fólk fílaði Metallica eftir þetta. MTV gaf út tvö myndbönd með laginu.

Næstu árin fóru í tónleikaferðina “Damaged Justice” og að semja lög fyrir fimmtu breiðskífuna.



Árið 1991 kom svo sprengjan. Metallica gáfu út breiðskífu sem heitir í raun einfaldlega “Metallica” en er betur þekkt sem svarti diskurinn eða “The Black Album”. Svarti diskurinn seldist í 20 milljónum eintaka um heim allan. Því héldu Metallica í tónleikaferðalag sem þeir kölluðu “Wherever I May roam tour” og tók sá túr 2 ár.

1996 kom síðan “Load” og þaðan af tónleikaferðin “Poor Touring me tour”. En Load átti að vera tvöföld breiðskífa en vegna tímaskorts urðu þeir að gefa út síðan “Re-load” 1997. Lagið “The memory remains” varð geysivinsælt og náði efsta sæti víða um heiminn.

Í nóvember 1998 gáfu Metallica síðan út Garage Inc. Á þeim disk voru valin þau lög af Metallica sem hafði mest áhrif á þeirra tónlist. Lögin “Turn the page” og “Whiskey in the Jar” voru aðalsmellirnir á þessum disk og toppuðu einhverja lista hér og þar.

Síðan í nóvember 1999 gáfu Metallica út í samvinnu við San Francisco Symphony Orchestra diskinn S&M (Symphony and Metallica). Á honum voru tvö ný lög: “No leaf clover” og “-Human”. En hingað til ( april 2000) hefur bara No leaf clover náð vinsældum og skil ég það því það er GEÐVEIKT lag!!