Eftir misheppnaða tilraun af sögu guns n roses ákvað ég að reyna að gera ítarlegri yfirferð af sögu þessarar frábæru sveitar:
Guns n roses voru stofnaðir árið 1985 af fimm eðal tónlistarmönnum:
axl rose (willam baley)söngur,
izzy stradlin(jeffrey isbell)rhythm guitar,
slash(saul haudson)lead guitar,
duff mckagan(michael mckagan)bassaleikari,
steven “popcorn” adler(steven adler) trommari
Nafnið guns n roses er dregið af l.a. guns og hollywood rose
Hollywood rose er oft kölluð roots of guns n roses þar sem að axl rose og izzy stradlin voru meðal meðlima þessarar hljómsveitar og sáu þeir aðallega um laga skriftir guns n roses seinna meir og þess má geta að nokkur lög sem voru samin á the hollywood rose era voru seinna meir sett inn á plöturnar live like a suicide og appetite for destruction sem ég vík að seinna.
axl rose söng og izzy stradlin var á gítar og svo var
chris weber “second guitarist” og á bassa pikkaði steve darrow svo sá johnny kreis um að berja á skinnið. Þess má einnig geta að Slash og Steven Adler spiluðu einstaka sinnum með bandinu á tímabili.
Eins og áður hefur hér komið fram voru izzy stradlin og axl rose voru aðal lagaskrifendurnir
Fyrsta plata guns n roses var gefin út 1986 og hét hún
Live ?!*@ Like a Suicide og naut hún semí góða vinsælda og voru nokkur þeirra laga hollywood rose lög.
Árið 1987 gáfu þeir út
appetite for destruction og inniheldur hún mörg frægustu lög guns n roses svo sem
welcome to the jungle,sweet child o mine og paradise city.
Einnig innihélt hún eitt lag frá hollywood rose tímablinu og hét það
anything goes. Nokkrir mánuðir liðu reyndar áður en platan og hljómsveitin sem slík fékk almennilega athygli en á því tímabili skaust guns n roses upp á stjörnuhimininn og nutu þeir gífurlegra vinsælda.
Árið 1988 gáfu guns n roses út plötuna gnr lies og má á henni finna nokkuð slök kassagítarlög (engin vella þar á ferð) og fékk hún álíka dóma og fyrsta platan þeirra
live like a suicide.
Eftir gnr lies plötuna hætti steven adler vegna
óstöðvandi fíkniefnaNeyslu sinnar og var
matt sorum fenginn í hans stað
Árið 1991 gáfu þeir út tvær plötur:
Use your illusion I
og Use your illusion II og nutu þær gífulegra vinsælda og í kjölfar hennar fóru meðlimirnir í eftirminnilegan worldtour og mæli ég með því að þið skreppið á http://www.youtube.com og sláið inn
“you could be mine voo doo child intro” .
En sadly þá hætti izzy stradlin þegar þeir voru byrjaðir á use your illusion túrnum og þurftu guns n roses að bregðast snöggt við og réðu þeir gilby clarke í hans stað.
Eftir að izzy stradlin hætti þá misstu þeir mikið þar sem að stradlin var öflugur var lagahöfundur og samdi lög á við paradise city you could be mine og mörg fleiri.
En túrinn gekk að öðru leyti mjög vel og er talinn með þeim bestu á þeirra ferli persónulega finnst mér eiginlega bestu tónleikar þeirra vera guns n roses live at the ritz '88 .
Árið 1993 gáfu þeir út sína seinustu stúdíóplötu og bar hún nafnið spaghetti incident og var þetta coverplata þar sem þeir voru cover-a hina ýmsu tónlistarmenn og eru þar lög í frægari kantinum á borð við aint it fun og
since I dont have you.
Ekki löngu eftir að spaghetti incident var gefin út splittaði hljómsveitin og hefur hún ekki spilað saman í
10 ár eða svo og er ekki á leiðinni að fara að gera það samanber viðtal við slash sem kom fram í fréttablaðinu fyrir u.þ.b. 3 árum þegar Slash staðfesti að rumour um að guns n roses væru að fara að fara koma saman aftur væri algjört rugl og sagði hann að væri ekki á leiðinni að fara að spila með guns n roses frekar en fyrir tíu árum síðan.
Enn í dag má sjá axl rose vera að spila með vinum sínum gamla guns n roses slagara undir nafninu guns n roses og kemur það vel út að mínu mati.
Einkunn: *****
mæli með þessari hljómsveit og til að mynda með þá mæli ég með appetite for destruction fyrir þá sem eru að kynna sér bandið.
Ég tek það fram að í þessari grein var lítið sem ekkert stuðst við heimildir á wikipedia heldur eru þessar heimildir teknar úr ýmsum bókum sem að fjalla á annað borð um guns n roses og dvd-ið axl rose the prettiest star
En athugið það bestu tónlistina grípur maður ekki alltaf strax þannig gefið ykkur tíma í þessa tónlist.
Og þó þið eigið tólf ára lítinn frænda sem heldur að hann sé cool af því að hann hlustar á
guns n roses þá þýðir það ekki að tónlistin sé eitthvað verri fyrir vikið.