Prog Rock Gullmoli ! Þessi grein kom fyrir nokkru á “Tónlist” en ég vildi setja hana á “rokk”. Málið er það að hún fór á tónlist fyrir misskilning,
svo hér kemur greinin í heild sinni fyrir alla sanna rokkaðdáendur.



Þessa dagana hef ég verið að hlusta á gamla prog-rock
hljómsveit að nafni King Crimson og þar af sérstaklega á einn
disk að nafni Larks Tounges In Aspic (1972). Ástæðan fyrir því að ég sé að skrifa þessa grein, er sú að mér þykir þessi hljómsveit vera framúrskarandi á sínu sviði og gera góða hluti á þessum disk.
Ég hef hlustað á mikið af efninu þeirra og finnst fátt betra en þessi diskur. Fyrsti diskurinn þeirra hét In The Court Of
Crimson King, en hann er talinn með betri diskum þeirra félaga.

talandi um félaga finnst mér rétt að kynna mannskapinn eins og hann er á Larks Tounges In Aspic, En það er- Jamie Muir, ásláttur;
David Cross, víóla; James Wetton, bassi og söngur; hinn magnaði
Bill Bruford á trommur; og seinast en ekki síst lagahöfundurinn og
gítarleikarinn- Robert Fripp. Robert Fripp og maður að nafni Peter Seinfeld stofnuðu grúppuna, en svo leystist hljómsveitin upp, en kom svo fram á sjónarsviðið seinna undir sama nafni, en þá var Robert Fripp eini “eftirlifandi” meðlimur í King Crimson (en eins og maðurinn sagði, Robert Fripp ER King Crimson. Persónulega finnst mér fleiri og ferskari hugmyndir í seinna tímabilinu, kannski vegna nýs mannskaps. Þetta er fyrsti diskurinn þeirra
eftir hléið.

diskurinn byrjar á samnefndu lagi með puttahörputakti sem gerist flóknari og flóknari og að lokum kemur Jamie inn og skapar dulmagnaða stemmingu. Svo kemur Fripp inn með slide og Big Muff distortion og loks þéttist takturinn og inn kemur hart rokk, ásamt skemmtilegum trommuleik Brufords. Lagið er eins konar sinfónía prog rocksins. svo strax í framhaldinu kemur brothætta gítarlagið
Book Of Saturdays. Í framhaldinu kemur lagið Exiles sem er lagið sem kom mér mest á óvart ásamt Larks Tounges In Aspic(part i).
Easy Money kemur næst ásamt ögrandi textum þess og flottrar uppbyggingar. Talking Drum er í raun það lag sem Muir nýtur sín mest, en það er lagið sem maður hlustar á meðan maður er að lesa eða gera eitthvað annað(Muir nýtur sín einnig vel í Easy Money).
Larks Tounges In Aspic(part ii) er næst ásamt þéttu gítarspili
Fripps og skemmtilegum bassaleik Wettons, Bruford tekur nokkra skemmtilega takta í laginu, en þess má geta að hann hætti í hljómsveitinni YES til að geta orðið betri trommari í King Crimson
en í dag er hann nútímatónlistarmaður og hefur gefið út að minnsta kosti 1 sólódisk.

Diskurinn í heild sinni er mjög góður og fær hann 9.0 í einkunn en aðeins fáir fá hæstu einkunn svo óhætt er að taka fram að hann er mjög góður. Mér finnst að king Crimson sé glataður gullmoli.


Takk