Í byrjun árs 1999 voru þau bara að chilla í fríinu eftir Adore-túrinn. Orðrómur fór af stað um endurkomu Jimmy Chamberlin á bak við trommusettið í bandinu, en ekkert fékkst staðfest, þrátt fyrir að hver tónlistarmiðillinn á fætur öðrum birti þennan orðróm.

Billy Corgan og Mike Garson (hljómborðsleikari David Bowie og tónleikahljómborðsleikari SP á Adore-túrnum) “skoruðu” fyrir kvikmyndina “Stigmata” og störfuðu einnig með söngkonunni Natalie Imbruglia á laginu “Identify” sem kom út á sama sándtrakki.

Í lok mars tillkynna þau að þau munu halda upp í mini-túr um Bandaríkin. The Arising! túrinn hefst þann 10.apríl og þá fékkst það endanlega staðfest að Jimmy Chamberlin væri kominn aftur eftir nærri þriggja ára fjarveru. Þau virtust hafa fyrirgefið rokkinu. Þau fluttu nýtt efni á borð við “Virex” (The Imploding Voice), “Dross” og “Stand Inside Your Love” og þótti það bara rokka nokkuð feitt og gáfu fögur fyrirheit um þeirra næstu plötu. Þau spiluðu 8 tónleika, en þeir urðu ekki fleiri fyrir hið endursameinaða band. Túrnum lauk þann 24.apríl og þeir tónleikar reyndust vera þeir síðustu fyrir einn meðlim hljómsveitarinnar.

Allt sumarið 1999 voru þau við vinnu í stúdíói að sinni næstu plötu, en í lok sumarsins, nánar tiltekið í september var tilkynnt um brottför bassaleikkonunar D'arcy Wretzky úr hljómsveitinni. Hún lauk þó við bassaplokkið á plötunni. Hún ætlaði sér að reyna við leiklistina eftir það.

Það sama haust lauk níu mánaða leit þeirra að umboðsmanni og varð næsti umboðsmaður þeirra eiginkona Ozzy Osbourne, Sharon. Melissa Auf Der Maur bassaleikari hljómsveitar Courtney Love, Hole sagði skilið við hljómsveit sína. Í kjölfarið byrjuðu orðrómar um það að ástæða þess væri sú að hún ætlaði að taka stað D'arcy í Smashing Pumpkins. Það var staðfest undir lok ársins að Melissa Auf Der Maur yrði næsti bassaleikari SP. Á svipuðum tíma fór fyrsta lagið af komandi plötu, “The Everlasting Gaze” í mikla spilun á útvarpstöðum.

Í byrjun ársins 2000 hófu þau heimsreisu sína á sama tíma og Sharon Osbourne hættir sem managerinn þeirra vegna ósættis hennar og Corgans. Stuttu síðar er D'arcy handtekin í Chicago vegna gruns um að hafa keypt þrjá poka af krakki, sem fundust í fórum hennar.

Í febrúar kom síðan út þeirra fimmta stúdíó-breiðskífa og hlaut hún nafnið MACHINA/The Machines of God. Hún fór beint í þriðja sæti Billboard-listans og fékk heldur dræmar móttökur gangrýnenda. Sumum þótti hún of “geld”. (Mitt mat: ***/****, hefðu mátt hafa hana aðeins hrárri) Í kjölfarið hófst “The Sacred and Profane World Tour”.

23.maí 2000 er dagur sem Smashing Pumpkins aðdáendur munu aldrei gleyma. Billy Corgan tilkynnti að hljómsveitin myndi hætta í lok túrsins. Þau luku Bandaríkjahluta þess túrs þann 30.maí í Portland.

Eftir það fóru þau á túr um Asíu og tilkynnti dagsetningar í Evrópu, þ.á.m. 4 í Bretlandi (ég sá þau þann 4.nóv í London!). Einnig var tilkynnt á spifc.org að síðasta planaða giggið þeirra yrði í Laugardalshöll í Reykjavík hér á Fróni þann 10.nóvember. Þessu var aflýst vegna þess að fimleikasambandið átti höllina 9.-11. nóvember. (ANDSKOTINN!!!)

Um haustið gáfu þau út sína síðustu plötu “MACHINA II/The Friends and Enemies of Modern Music” á netinu til þess að komast hjá því að láta Virgin græða á þeim, sem sýndu reyndar lítinn áhuga á því að gefa þetta út. MACHINA II innihélt lög sem þau höfðu tekið upp um sumarið og í MACHINA sessioninu. Platan var aðeins gefin út í 25 eintökum á vínyl sem var dreift til aðdáendaklúbba með þeim fyrirmælum um að láta það leka út á netið. Þetta átti að verða gjöf Smashing Pumpkins til aðdáenda sinna. (Mitt mat: ***1/2 / ****, mun betri en MACHINA/TMOG)

Þau bættu við þremur tónleikum í Suður-Afríku eftir Evróputúrinn. Þau tilkynntu einnig að þau myndu halda tvenna tónleika í heimaborg sinni, Chicago í byrjun desember og ættu þeir að verða þeirra síðustu. Þeir fyrri áttu að vera í United Center (sem rúmar u.þ.b. 30000 manns) og þeir seinni í Metro-klúbbnum (fyrir u.þ.b. 2000 manns), þar sem þau héldu sína fyrstu tónleika sem fullskipað band. ÞAð seldist upp á báða tónleikana á 45 mínútum. Í nóvember léku þau í síðasta sinn í sjónvarpi í “The Tonight Show with Jay Leno” þar sem þau spiluðu lagið “Cash Car Star” af MACHINA II.

Síðustu tónleikar þeirra áttu sér stað í Metro þann 2.desember 2000. Þeir stóðu yfir í rúmlega fjóra klukkutíma og þau spiluðu 37 lög. (vá, ég hefði selt ömmu mína fyrir að hafa fengið að vera þar!) Þau frumfluttu þar á meðal nýtt lag, “Untitled”. Smashing Pumpkins voru dauð.

Billy Corgan hefur nú stofnað nýtt band með Jimmy Chamberlin. Bandið heitir “Zwan” og hefur þegar spilað nokkrum sinnum. Á árinu 2001 kom út best-of platan “Rotten Apples” og b-hliða diskurinnm, hið langþráða framhald “Pisces Iscariot”, “Judas O”. (átti hann ekki að heita Judas O'Riley fyrst?). Einnig var gefið út DVD-safn með öllum myndböndunum þeirra.

The Smashing Pumpkins
1988-2000
R.I.P.

….the end?



heimildir: spfc.org og netphoria.org