Smá forsaga….
Þeir félagar William Patrick Corgan (Billy Corgan), Ron Roesing og Dale Meiners bjuggu í Chicago árið 1985 og stofnuðu þar hljómsveitina “The Marked”. Árið 1986 fluttu þeir til Flórídafylkis og spiluðu þar um 20 tónleika undir þessu nafni. Bandið þótti ekki gott og þeim varð lítið ágengt í goth-metal senunni þar um slóðir. Að lokum sneru þeir aftur heim á leið til Chicago, en þá ákváðu þeir að þeir hefðu tekið þessa hljómsveit eins langt og mögulegt var og ákváðu því að slíta samstarfinu.
The Smashing Pumpkins
Saga hljómsveitarinnar The Smashing Pumpkins hefst árið 1988, þegar tveir gítarleikarar í Chicago, fyrrnefndur Billy Corgan og James Iha, hittast fyrir tilstilli sameiginlegs vinar og ákveða að stofna hljómsveit. Á þessu tíma vann Corgan í búð sem dílaði notaðar plötur og bjó hjá föður sínum, Bill Corgan Sr., atvinnugítarleikara. Iha var hins vegar í skóla að læra grafíska hönnun.
Þeir spiluðu saman og sömdu lög. Að lokum töldu þeir sig hafa nægt efni í það að fara að spila live í fyrsta sinn. Þeir spiluðu á pólskum bar í Chicago, þar sem Corgan spilaði á bassa og Iha á gítar með trommuheila sér til aðstoðar.
Stuttu eftir þá tónleika lenti Corgan í rifrildi við stelpu að nafni D'arcy fyrir utan næturklúbb um hljómsveit sem hét “The Dan Reed Network”. Á meðan rifrildinu stóð missti D'arcy það út úr sér að hún væri gítarleikari. Corgan hætti um leið að rífast og spurði hana hvort hún væri til í að spila á bassa í hljómsveit hans og Iha. Hún varð stuttu síðar þriðji meðlimur bandsins.
Þau fóru smám saman að skapa sér nafn og þeim var loks boðið að hita upp fyrir hljómsveitina Jane's Addiction gegn því skilyrði að þau myndu skipta út trommuheilanum fyrir mannlegan trommuleikara. Þau náðu sér í Jimmy Chamberlin, djasstrommara sem þótti fullharður fyrir djassinn. Með tilkomu Chamberlins urðu þau fullskipuð hljómsveit.
Eftir nokkra tónleika ákváðu þau að það væri komið að næsta skrefi, að fara að taka eitthvað upp. Það var lag eftir Corgan og Iha, “I Am One” sem varð fyrir valinu og kom út sem smáskífa og vakti hún þónokkra athygli á þeim. Athyglin varð enn meiri þegar þau gáfu út 7 tommu í desember 1990 á grunge labelinu Sub Pop, í þetta skiptið lagið “Tristessa”. Eftir þetta signuðu þau við Caroline Records, Indie label í eigu Virgin. (?)
“Gish” var fyrsta breiðskífa Smashing Pumpkins og var tekin upp af Butch Vig í stúdíóinu hans og kom út í maí árið 1991 og var víða valin ein af bestu plötum þess árs (Nevermind kom líka út 1991!). Hún innhélt báða fyrr útgefna singla, “I Am One” og “Tristessa”. Hún sýndi vel lagasmíðahæfni Corgans, sem var mikið undir áhrifum frá Black Sabbath, Bauhaus, The Cure, Jimi Hendrix og Cheap Trick. Síðan hún kom út hefur hún selst í um einni milljón eintaka. (Mitt mat: ***/****)
To be continued…