Ég vil bara biðjast afsökunar á enska titlinum að ofan.
Ég er að skrifa þessa grein vegna myndbands sem ég sá á MTV um daginn. Einnig vegna þess að ég skrifaði grein mjög fljótlega eftir að ég sá þetta myndband en sú grein hefur ekki verið birt hérna. Því ætla ég að skrifa aðra og vona að hún verði birt.
Þetta myndband var nýtt lag með Wyclef Jean, eða cover af Pink Floyd lagi. Titillinn er sá sami hjá honum og hann var hjá Pink Floyd eða Wish you were here. Lagið prýðir Pink Floyd plötu með sama nafni. Venjulega skipti ég mér ekki mikið af því þegar bönd gera cover af öðrum lögum nema að í þessu tilviki hefur það verið gert svo illa að mig langar helst til þess að æla þegar ég heyri það.
Wyclef hefur ákveðið að taka þetta lag og til þess að fylla upp í fallegu, hefðbundnu Pink Floyd spili inn á milli helstu texabálkanna í laginu þá hefur hann ákveðið að bæta við einhverju hip-hop. Hugsanlega er hægt að gera þetta á mjög jákvæðan og góðan hátt þó svo ég eigi erfitt með að ímynda mér það. Það hefur hinsvegar ekki tekist hérna. Ég furða mig á því að hann hafi fengið leyfi frá hverjum þeim sem verður að gefa það til þess að gera sína útgáfu af þessu lagi.
Þá koma fram tvær spurningar fyrir ykkur hugara.
Hver þarf að gefa leyfið, er það tónlistarmaðurinn eða plötufyrirtækið eða kemur það sérstökum aðstæðum við?
Og svo annað. Heldur Wyclef Jean virkilega að hann geti spilað á gítar? Með þessu áframhaldi fara örugglega margir að halda því fram að hann sé einn af bestu gítarleikurum sögunnar, eitthvað sem á sér fjöldamörg fordæmi.
greatness.