…verk!
Ég hef verið að skoða þessar CREED greinar hérna og sjá allt fólkið sem segir að maður sé með óþroskaðan tónlistarsmekk fyrst að maður fílar Creed.
Ég fíla Creed og vil benda fólki á eina góða plötu með einni snilldarhljómsveit. Þesi plata heitir fullu nafn: Metropolis part 2: Scenes from a Memory og er með hljómsveit að nafni Dream Theater. Mér finnst þetta vera snilldarband og get ég sett það í fyrsta sæti á uppáhaldslista yfir hljómsveitir sem ég fíla.
Ég hef talað við einhverja hérna á huga sem lönguðu til að heyra í Dream Theater og ég ráðlagði þeim að kíkka á þessa plötu.
Hljóðfæra fróun (musical masturbation) eins og margir hafa kallað það, ég get alveg verið sammála.
Þetta er concept plata sem snýst um morð sem var framið í New York árið 1928. Þessi kona sem var drepin endurholdgast víst í manni sem fer svo að uppgötva þetta og fer að leysa þetta óleysta sakamál frá árinu 1928. Erfitt að lýsa þessu í stuttu máli.
1) Regression - ferðin hefst, Nichoholas er dáleiddur.
2) Overture 1928 - overture yfir plötuna og eitt flottasta instrumental lag sem ég veit um.
3) Strange Deja Vu - svaka rokkari, flott lag.
4) Through My Words - stutt lag bara með song og píanó, smá yfirferð í sögunni.
5) Fatal Tragedy - skoðar morðstaðinn. Gífurlegt lag sem endar með 3 mín af sólóum og dóti.
6) Beyond This Life - sagt frá morðinu. 11 mín rokkari með gídurlegum sólóum. FLOTT FLOTT.
7) Through Her Eyes - Melódían á plötunni, fallegt.
8) Home - eitt besta lag frá DT. Ef þið viljið kíkka á eitthvað downloadið þá þessu lagi. VÁÁÁÁ!
9) The Dance of Eternity - Instrumental, VÁ, mestu time signature rugl sem hefur nokkur tímann heyrst. Flott lag, þvílíkir tónlistarmenn.
10) One Last Time - fallegt lag, kemst að því hver drap hana árið 1928.
11) Spirit Carries On - Gospel lag. Flott, sérstaklega á nýjustu tónleikaplötunni. Gospel kór og allt. Nokkuð nýtt frá DT.
12) Finally Free - Loksins frjáls, endir á plötunni. Mike Portnoy (trommarinn) tekur smá sóló þarna í lokin. Komist af því af hverju hann hefur verið valinn besti progressive trommarinn frá árinu 1993.
Rosalega góð plata.
http://www.ma.is/nem/21jasi/siggi_stein/plotur/plotur.htm
Ps.
Tilgangur þessarar greinar var að fræða ykkur aðeins um DT og plötuna Scenes from a Memory. Greinin var skrifuð í flýti og án miklar hugsunar og þið verðið því að afsaka alvarlegar málvillur eða eitthvað þannig!