Ég hef tekið eftir að bæði hér og á Metall þá er cirka 10. hver grein um Radio-X og nær alltaf er það um hvað það sé léleg stöð.
Ég held að flestir ef ekki allir hafi náð þessum punkt hjá ykkur, það þarf ekki að endurtaka þetta aftur og aftur og aftur og aftur, ef Radio-X spilar eitthvað þá spila þeir það nær sama hvað þið segið, því að við erum í minnihluta. Flestir vilja fá að heyra þessi mellow mainstream lög, ég held nú að ef þeir færu að spila Dimmu Borgir og Cradle Of Filth í dagspilum þá myndi hlustun minnka. Þó að þeir mættu kannski fara að þyngja dagspilun upp, þó ekki nema upp í Slayer, Pantera eða Sepultura, gaman væri líka ef meira af ´83-´89 Metallica væri spilað, þá á ég ekki við þessi rólegu lög. Fínt væri að kveikja á útvarpinu og heyra And Justice For All í fullri lengd á Radio-X :)
En allaveganna, þá væri það ágætt ef þið mynduð ekki skrifa nema kannski eina níðingsgrein um Radio-X á mánuði í stað fyrir 10 :)
Ég hef reyndar mjög gott ráð, gera bara eins og ég og hlusta á diskana og plöturnar ykkar :)
Saul