Eric Clapton ásamt hljómsveit mun koma fram á tónleikum á Íslandi í sumar. Tónleikarnir á Íslandi eru liður í Evróputónleikaferð Claptons í kjölfar útgáfu tvöföldu safnskífunnar Complete Clapton.

Eric Clapton er án efa eitt af stærstu nöfnunum í tónlistarheiminum.
Clapton hefur einn manna verið vígður þrisvar sinnum inn í Rock and Roll Hall of Fame fyrir sólóferil sinn og þátttöku sína í hljómsveitunum Cream og The Yardbirds. Clapton er 18 faldur Grammy verðlaunahafi og hefur verið aðlaður af bresku drottningunni fyrir frammúrskarandi störf á tónlistarsviðinu.

Gælunafn Claptons er “Slowhand” og er hann jafnan álitinn af aðdáendum og gangrýnendum einn af bestu gítarleikurum allra tíma.
Rolling Stone tímaritið setti Clapton í fjórða sætið yfir bestu gítarleikara allra tíma og einnig á lista yfir áhrifamestu tónlistarmenn allra tíma.

Nýlega kom út tvöfaldi safndiskurinn Complete Clapton. Diskarnir innihalda 36 lög frá rúmlega 40 ára ferli Claptons sem sólólistamanns og með hljómsveitum eins og: Cream, Blind Faith og Derek and the Dominos. Degi eftir útgáfu disksins kom út ævisagan “Clapton, The Autobiography”.

Á Evróputónleikaferð sinni í sumar mun Clapton fylgja eftir útgáfu safndisksins og flytja lög einsog: Sunshine Of Your Love, White Room, Layla, I Shot the Sheriff, Knockin ´On Heaven´s Door, Cocaine, Wonderfull Tonight, It´s In The Way That You Use It og Tears In Heaven.

Tónleikar Claptons á Íslandi eru gríðarlegur hvalreki á fjörur tónlistaráhugafólks enda um að ræða eitt af stærstu nöfnunum í tónlistinni í dag og án efa einn af stærstu listamönnum sem mun hafa sótt landann heim.


Fyrirkomulag forsölu á tónleika Claptons á Íslandi 8. ágúst verður kynnt von bráðar, þar með talið nákvæmar tímasetningar og verð


TEKIÐ AF WWW.MIDI.IS!