RadioXmas 2001 Ég er búinn að vera að bíða eftir því að einhver skrifi
grein um Xmas tónleikana sem haldnir voru á Gauknum,
20. desember sl. Enginn hefur skrifað um þá enn sem
komið er svo að ég hef ákveðið að taka það að mér. Ég
vil benda fólki á að ég er ekki heimsmetshafi í
íslenskum rokkhljómsveitum og þar af leiðandi er ég
ekki ábyrgur fyrir þeim villum sem ég geri í grein
minni, en hér er tilraun mín til að vera
tónlistargagnrýnandi, þrátt fyrir að það hafi ekki
verið upprunalega áætlunin með tónleikaför minni:

RadioXmas tónleikarnir voru haldnir á Gauknum fyrir
nokkrum dögum. Ég ákvað að skella mér á mína fyrstu
Xmas tónleika þar sem að ég hafði ekkert nema gott
heyrt af þeim sem eldri voru. Hljómsveitirnar sem áttu
að koma fram voru líka ekkert svo rosalega fáar.
Massíft hugsaði ég með mér og hélt af stað á
tónleikana.

Eftir að hafa fengið bestu sætin í húsinu og beðið í
klukkutíma hófust tónleikarnir klukkan 22:00. Þossi
steig á svið og kynnti fyrstu hljómsveitina: Trabant.
Þeir spiluðu tvö hátæknilög sem voru alls ekki svo
slæm, bara ekki minn stíll samt. Gaurinn úr Jagúar var
hérumbil við það að fá úr'onum við að spila á eitthvað
asnalegt hljóðfæri, sem gaf nokkuð gott sánd. Þriðja og
seinasta lagið þeirra var jafnframt fyrsta jólalag
kvöldsins. Þeir spiluðu mjög skemmtilega útgáfu af
kókakóla-jólalaginu. Kvöldið byrjaði vel. Næst stigu á
stokk nokkrir Kurt Cobain-arar í hljómsveitinni Noise,
hljómsveitin sem ég kalla oftast bara Freeloader því
það er lagið sem þeir hafa gert það gott með á
útvarpsbylgjum RadioX. Þeir hófu prógrammið sitt á lagi
sem hét Paranoid Parasite. Skemmtilega jolly lag. Næsta
lag var slakara og þeir hefðu frekar mátt sleppa því.
Vegna einhverra mistaka héldu þeir að það væru fjögur
lög á hljómsveit en lögin voru einungis þrjú. Þar með
slepptu þeir einu lagi, Jólalaginu sjálfu og tóku
Freeloader. Hvað er jólalegt við það? Nú var
hljómsveitin Sign úr Hafnarfirði (held ég) kynnt á
svið. Þeir héldu líka að það væru fjögur lög á
hljómsveit og slepptu jólalaginu sínu, sem átti að vera
jólalag frá hljómsveitinni Slate. En það var allt í
lagi þeir voru hvort sem er með tvö jólalög. Þeir
byrjuðu á einhverju svakalega skrýtnu og jafnframt
óspennandi lagi. Mér fannst söngurinn ekkert sérstakur.
En þeir bættu það upp með Cassöndru og jólalaginu sínu.
Þeir koveruðu lagið Desember sem Smjörskálin
(Buttercup) gáfu út í fyrra, að minni bestu vitund. Það
er samt ekki allt! Neeeeii… þeir fengu til liðs við
sig Írisi sjálfa Kristjánsdóttur fyrrverandi
smjörbollu, enda er liðsmaður hljómsveitarinnar (held
söngvarinn) skyldur trommuleikaranum úr Smjörskálinni
(Gaurinn sem Íris var að dúlla sér með framhjá
aðalsöngvaranum). Án efa var þetta besta jólacover
kvöldsins. Dogdaze voru eitthvað að reyna að tjá sig.
Mér fannst þeir bara ekkert skemmtilegir, fannst þeir
vera frekar bara gamlir kallar að reyna að meika það
til að sofa hjá ungum píum. Þeir sungu einhver lög sem
voru svona í meðallagi og tóku jólalagið Holy Night,
sem þeir hafa gefið út til spilunar á RadioX, og sungu
það hörmulega illa (þótt útvarpsútgáfan sé mjög góð!).
Dikta voru án efa performance kvöldsins, fjórir gaurar
úr Garðabænum og litu allir fremur vel út, tja, fyrir
utan söngvarann sem leit út eins og MH-ingur (er það
alveg örugglega). Þeir byrjuðu á lagi sínu, Tamínóra
sem má heyra á öldum ljósvakans og næst tóku þeir
Augnablik og jólalagið It's Christmas Again (held ég
að það heiti). Ding Dong fengu einnig að koma upp á
svið og taka þrjú lög, Dikta hjálpaði þeim að sprella
og byrjuðu þeir á jóla laginu Beliz Navidad, sem ég
held að þeir hafi kallað Feliz og hún átti að vera
stelpa frá Ítalíu sem var heilmikið jólabarn en átti
við þann vanda að etja að vera dóttir djöfulsins. Það
var þröngt á þingi í næsta lagi þeirra bræðra sem var
Rettvisan, sænskur smellur, frumsamdur af Ding Dong,
þrengslin orsökuðust af Þóru, stelpa með risajúllur sem
hjálpaði þeim í viðlaginu. Næsta lag var fremur slappt.
Einhver voðaleg öskur og Doddi Litli var gerði ekkert
nema að verða rauður í framan. Fídel fylgdi í kjölfar
þeirra í Ding Dong. Þeir hófu skemmtisiglingu sína á
laginu Liquid Lips. Eftir það sökk skipið og álit mitt
á Fídel með því og mér fannst þeir ömurlegir. Asnalegt
jólalag. Eitthvað “hamrágítar” og segja eitthvað sem
enginn skilur og stundum Merry Christmas. Átti að vera
eitthvað frægt og skemmtilegt jólalag en hljómaði bara
afar leiðinlegt. Stjörnukisi, sem voru góðir fyrir
löngu síðan eyðilögðu flug tónleikanna algjörlega með
því að þykjast vera voðalegir rokkarar, en það var
hreint og beint bara pína að bæði hlusta og horfa á þá.
Þetta var hörmung, versta performansið. Plús það þá
tóku þeir ekki einu sinni jólalag. Þeir eyðilögðu alveg
fyrir því sem mér hafði hlakkað til að hlusta á allt
kvöldið sem var nebblilega, Úlpa. Því miður fyrir
Úlpuna þá leiddist mér svo hroðalega eftir Fídel og
Stjörnukisa að þeir gátu ekki komið mér í gott skap og
ég fór eftir eitt lag. Það hefði bætt skap mitt ef þeir
hefðu tekið Dinzl strax í byrjun eða lagi númer tvö,
sem þeir gerðu ekki og því fór ég. :(

Ég heyrði að Botnleðja hafi ætlað að koma á tónleikana
en gátu það svo ekki. Aftur á móti var stærri skítur í
brók að Frosti, skipuleggjandi tónleikanna auglýsti
eins og vitlaus maður að Mínus ætlaði að koma fram. Svo
bara gátu þeir það ekki. Mér fannst Frosti bara alls
ófyndinn með þessum fullyrðingum sínum. Ber kannski
fyrir smá hroka hjá honum en ég segi ekki meira um það.
Hann er kannski bara alveg ágætur gaur. Hef ekki
hugmynd.

Það sem gerði kvöldið mjög skemmtilegt var án efa
erlendi gaurinn sem gekk undir nafninu “hálfvitinn á
dansgólfinu”. Hann var þarna í sínum eigin heimi að
rokka og rokka mjög feitt og dansa í þokkabót eins og
villtur flóðhestur með króníska gyllinæð. Það var
mjöööög fyndið að sjá hann. Þannig að þegar einhver af
þessum mörg milljón (smá ýkjur) ljósmyndara sem voru
þarna að taka heilan helling af myndum, voru eitthvað
fyrir manni þá hló maður bara að erlenda gaurnum.

Góðir tónleikar og mig langar strax aftur næsta ár…

-Munkur-
-Munkur-