Radio X - Hvar er "Offended"?
Ég ætla ekki að skrifa níðgrein um Radio X. Smá gagnrýni samt. Satt að segja er yfirleitt margt fínt þar að finna þó handboltarokkið svokallaða fari í mína fínustu og nu-metalið hafi nánast ekkert fram að færa nú um stundir. Skiljanlegt er þó að sveitir á borð við System Of A Down og Linkin Park fái mikla spilun því lög þeirra eru melódískari en andskotinn (á góðann hátt), hversu mikið meinstrím sem þetta er nú þó. Um slíkt má endalaust deila. En ég furða mig á því af hverju draslsveitir á borð við Saliva, Nickelback og Disturbed fái spilun. Þriðja flokks Kid Rock-hálfvitadót hannað fyrir daufdumba kana. Þvílíkt rusl! Á sama tíma, annarsstaðar í litrófi rokksins, er eitt eftirtektarverðasta bandið í bransanum, The White Stripes frá Detroit í Michigan, og þau eru ekkert farin að heyrast í dagspilun! Hljómsveit þessi er á svipaðri bylgjulengd og The Strokes (spila skítugt, einfalt Velvet Underground-rokk í hæsta gæðaflokki). Strokes eru að fá spilun en samt er lagið “Offended” með White Stripes, 100 sinnum skotheldari útvarpshittari en Strokes lögin sem þó eru skemmtileg! Lagið er af snilldarverki sveitarinnar White blood-cells, sem svei mér þá er ekki bara besta plata ársins. The White Stripes er ekki bara enn eitt hæpið - hér er innistæða! “Offended” er besta lag í heimi í dag, skemmtilegasti rokkhittarinn í langan tíma. Vakniði!