Skemmtileg plata
Ég var lengi búinn að bíða eftir Libertad, nýja Velvet Revolver disknum og var vel spenntur þegar ég setti hann á fóninn.
Frumraunin – Contraband –, fannst mér mjög góð rokkplata og þess vegna var ég búinn að setja staðalinn mjög hátt fyrir Libertad. Ég varð fyrir smá vonbrigðum þegar ég hlustaði á diskinn í fyrsta skiptið. Mér fannst ekki hann vera nógu rokkaður, hann hljómaði meira eins og “oldies” rokk. En eftir að hafa hlustað á hann nokkrum sinnum small allt saman og ég gat ekki hætt að hlusta. Tónlistin er hröð og hress og textarnir mjög góðir og þéttir. Scott syngur afburða vel og nær vel saman við tónlistina. Gítar riffin eru mjög grípandi og passa vel við lögin. Lög eins og Let it roll, For a brother og Spay festast mjög auðveldlega í hausnum.
Hulstrið og myndin á því passar vel við innihaldið og nafnið. Niðurstaðan er mjög góð rokk plata og að mínu mati ein besta rokk plata ársins 2007. Síðan er bara að bíða eftir næsta disk frá þeim;)
Fjórar og hálf stjarna af fimm mögulegum.
omglolwutfail