Hvað er það með samband þessara tveggja listgreina, hversvegna er svona erfitt að sameina þær? Það er örsjaldan sem maður sér myndir þar sem tónlistin er góð(og þá meina ég tónlist sem maður getur líka hlustað á heima hjá sér) og virkar vel með myndinni. Það er eins og að kvikmyndaleikstjórar hafi yfirhöfðuð ekki tónlistarsmekk. Þumalputtareglan er yfirleitt sú að ef soundtrackið er gott þá er myndin slæm. Kannski hef ég rangt fyrir mér, endilega bendið mér þá á það.
Ég man bara eftir nokkrum dæmum um myndir þar sem bæði tónlistin og kvikmyndin voru frammúrskarandi. Í fyrsta lagi eru það íslensku myndirnar, Englar Alheimsins og Dancer in the dark. Svo má auðvitað segja að Sódoma hafi skartað góðu sándracki, enda klassísk mynd. Nýlegasta dæmið um mynd með góðri tónlist var Amalie, sem kemur bráðum í bíó aftur. Yann Tiersen samdi tónlistina og það er óhætt að segja að þar sé snillingur á ferð. Myndin er líka sú besta á árinu að mínu mati. Yndisleg!! Svo er væntanleg Vanilla Sky, með Bítlunum, Radiohead, Nirvana og Sigur Rós! Það verða víst 3 lög frá Rósinni, Ágætis Byrjun, Svefn-g-englar og Njósnavélin, en leikstjórinn ætlar að nota tónleikaupptöku af því lagi þar sem ekki er enn búið að taka það upp. Þá er bara spurning hvort myndin verði ekki algjört rusl??

-Japan Cake