FINNTROLL Á ÍSLANDI 15. OG 16. SEPT Restingmind Concerts í samvinnu við Hið Íslenska Tröllavinafélag kynnir með stolti:

FINNTROLL Á ÍSLANDI - ÞJÓÐLAGAHELGIN MIKLA!

sjá: http://www.hivenet.is/restingmind/pics/Finntroll/Finntroll_poster.jpg

Finnsku tröllin spila í Reykjavík á tvennum tónleikum 15. og 16. september. Miðasala hefst 6. september.

Það er ekki með ofsögum sagt að ein sú sveita sem er á hvað mestri uppleið í metalheiminum í dag er einmitt sveitin Finntroll. Þessi sveit skaut mörgum eldri og reyndar sveitum ref fyrir rass þegar hún spilaði á Wacken Open Air tónlistarhátíðinni í Þýskalandi 2005, á þriðja stærsta sviðinu, og gjörsamlega sprengdi áhorfendasvæðið. Skipuleggjendur hátíðarinnar sáu sig tilneydda að bóka sveitina strax aftur næsta ár og skelltu þeim á annað af tveimur risasviðum hátíðarinnar sem eitt af aðalnúmerum hátíðarinnar.

Eitt af sérkennum þessarar sveitar er að hún syngur á sænsku. Tónlistarstíllinn er þjóðlaga-skotið melódískt þungarokk í þyngri kantinum og sækir sveitin mikið í hinn finnska þjóðlega “humppa” tónlistarstíl. Gætir áhrifa dauðarokks og blackmetal í mörgum lögum í bland við rólegri lög þar sem hinn þjóðlegi blær fær að ríkja.

Sveitin setti mark sitt kyrfilega á metal heiminn þegar hún sendi frá sér myndband við lagið Trollhammeren fyrir nokkrum misserum síðan. Hefur þetta myndband m.a. verið sýnt í íslensku sjónvarpi en hægt er að sjá það á Youtube, en um 350.000 manns hafa horft á myndbandið þar frá það var sett þar inn fyrir um 1 ári síðan. Sjá:
http://www.youtube.com/watch?v=uFQet75TXMg

Sveitin, sem var stofnuð fyrir um 10 árum síðan eða 1997, hefur sent frá sér 4 breiðskífur og 2 EP plötur á þeim tíma sem eru:

Midnattens Widunder (1999)
Jaktens Tid (2001)
Visor om Slutet (EP, 2003)
Trollhammaren (EP, 2004)
Nattfödd (2004)
Ur Jordens Djup (2007)

Tónleikar sveitarinnar verða sem hér segir:

Laugardagur 15. september 2007 á Grand Rokk
Um upphitun sjá Sólstafir, Drep og Trassar
Húsið opnar 21:30 - Fyrsta band á svið 22:30
20 ára aldurstakmark og miðaverð 1500 kr.

Sunnudagur 16. september 2007 á Gauki á Stöng
Um upphitun sjá Severed Crotch, Ask the Slave og Dust Cap
Húsið opnar 18:00 - Fyrsta band á svið 18:30
Ekkert aldurstakmark og miðaverð 1500 kr.

Forsala aðgöngumiða hefst fimmtudaginn 6. september á eftirtöldum stöðum:

Reykjavík:
Geisladiskabúð Valda á Vitastíg
Grand Rokk

Selfossi:
Hljóðhúsið

Stuðningsaðilar tónleikahaldsins eru:
Rás 2, Reykjavík Grapevine og SOL
Resting Mind concerts