Björk í einkaviðtali við Sánd
Nú fer að líða að jólum og er nýtt stútfullt tölublað af Sánd væntanlegt 13. Desember með umfjöllun um tónlist, tísku, kvikmyndum og tækni. Meðal efnis sem finna má í blaðinu er öflugur fréttapakki, P6 er maður blaðsins, Framúrstefnurokk er þema blaðsins, stór og viðamikil umfjöllun um Iceland Airwaves, tónleika- og leikhúsumfjallanir, viðtal við Védísi, Svölu, Nýdönsk, Bubba, Fabúlu, Sign, Ópíum, Afkvæmi Guðanna, Klink, Geirfuglana, Jón Atla og Björk. Einnig veður opnu grein um Meistara Bob Marley, Queen er tekin fyrir í tímaskífunni, Andrea Jóns er með grein um Sinead O´Connor, tölvur og netið eru á sínum stað, Færeysk tónlist er tekin til umfjöllunar, tónlistarbækur, kvikmyndir, plötudómar um íslensku útgáfuna þar sem Dr. Gunni og Andrea Jóns dæma afurðirnar, grein um Danny Elfman, valin verður plata blaðsins, Grúvið, tölvuleikir og fleira skemmtilegt og afar vandað efni. Stefnt er að því að Sánd muni koma út á tveggja mánaða fresti hér eftir.