Bítilinn George Harrison er illa haldinn og að hann á hugsanlega aðeins eftir eina viku á lífi. “Vinur fjölskyldunnar” sagði að Harrison, sem hefur háð harða baráttu við krabbamein síðustu mánuði, vera að fjara hratt út og allt hefði verið reynt til að bjarga honum. Bítillinn fyrrverandi dvaldi síðustu viku á sjúkrahúsi í New York en flaug 22. nóv til Los Angeles til að gangast undir frekari meðferð.

Þetta eru nýjustu fréttir af þrautagöngu George Harrison en árið 1997 fundu læknar fyrst krabbamein í hálsi gítarleikarans og var það þá sem hann gekkst fyrst undir meðferð gegn krabbameini. Árið 1999 var Harrison nær dauða en lífi þegar geðsjúkur maður braust inn á heimili Harrison og stakk hann með 10 sinnum með hnífi. Í maí gekkst hann svo enn einusinni undir meðferð gegn krabbameini í lungum en hann kennir einmitt áratugareykingum um veikindi sín.