Metallica, ACDC, Led Zeppelin, Green Day, Rolling Stones, Nirvana o.fl.
Fatta ekki alveg hvað þú meinar með þessu nema kannski bara…
Metallica.
Þeir voru góðir þangað til að Cliff dó, og auðvitað hafði það mikil áhrif á tónlistina þeirra en þeir komu með 2 góðar (góðar að mínu mati) plötur í viðbót, …And Justice For All og Black Album. Eftir það komu bara lélegar plötur trekk í trekk. Þeir seldu sig með því að láta aðdáenduna bíða í mörg ár eftir nýrri góðri plötu, þ.e.a.s. eftir að þeir gáfu út Garage Inc. gáfu þeir út næstu studio plötu St. Anger sem var hryllingur og þannig náðu þeir að selja sig.
Led Zeppelin.
Veit ekki alveg hvernig þeir seldu sig, hef reyndar ekki hlustað mikið á þá en svo ég viti hafa þeir ekki gert neitt af sér?
AC/DC.
Hef bara ekki hugmynd um hvernig þú getur sagt að AC/DC séu sellouts? Það er ekki eins og að Bon hafi drepið sig ef það var það sem þú varst að meina. Þeir hafa alltaf verið að spila sitt klassíska “rokk og ról” og eru búnir að halda sig við það frá því þeir byrjuðu. Auðvitað breyttist eitthvað smá hjá þeim eftir að Brian Johnson kom en þeir eru engir sellouts fyrir það.
Rolling Stones.
Hef bara aldrei kynnt mér fyrir þessum gaurum þannig að ég ætla ekkert að vera að tjá mig.
Nirvana.
Skil ekki hvernig þú getur kallað þá sellouts því að Kurk skaut sig? Í fyrsta lagi var aldrei sannað að hann hafi skotið sig og þetta sjálfsmorðsbréf sem átti að hafa verið eftir hann tengdist sjálfsmorðinu ekki neitt. Það kom einnig fram eftir dauða Kurk að Courtney Love hafi boðið leigumorðingja pening til að drepa Kurk en mig minnti að hann hafi hafnað því tilboði þannig að hún skaut hann sjálf. Og líka það að Kurk hafði tekið of stóran skammt af kókaíni að hann hefði ekki getað loftað haglabyssunni sem hann var drepinn af.
Það er til miklu fleira um þetta sem af sannar það að Kurk hafi drepið sig.
Green Day.
Þarna ég er hins vegar sammála þér. Þeir voru svona ágætir fyrst en núna hata ég þá og eru þeir á mínum “topp hated list”. :P
Koma með einhver léleg lög og myndbönd bara til þess að gefa eitthvað út, og fá peningana.
Það eru til fullt af hljómsveitum sem hafa orðið frægir án þess að selja sig.
Að mínu mati er sellout svona t.d. eins og dæmið um Green Day, eða eitthvað þannig slíkt.