QUIRITATIO (No)
http://www.hivenet.is/restingmind/pics/Quiritatio/Quiritatio1.jpg
Eina af efnilegustu þungarokkssveitum Noregs um þessar mundir!
Sveitin heimsótti Ísland um svipað leyti í fyrra og spilaði á tvennum tónleikum í Reykjavík og einnig á Road Rage hátíðinni á Egilsstöðum. Til að gera langa sögu stutta fór bandið á kostum á þessum tónleikum og var boðið til að spila á hátíðinni á Egilsstöðum aftur ásamt því að RestingMind Concerts er það mikill heiður að rétta sveitinni hjálparhönd í Reykjavík, en sveitin hefur að mestu sjálf séð um að bóka tónleika sína hér á landi í sönnum DIY anda.
http://www.hivenet.is/restingmind/pics/Quiritatio/Quiritatio3.jpg
Sveitin mun spila á tvennum tónleikum í Reykjavík, einum í Hafnarfirði og svo á tvennum tónleikum á Egilsstöðum, en með í för þeirra drengjanna er norski einyrkinn Peer Nic. Gundersen, sem spilar lágstemmda tónlist ala Bob Dylan og Tom Mcrae, með pönk skotnum pólitískum textum. Þremur tónleikum er nú lokið og eftir eru eftirfarandi tónleikar:
Mánudagur 4. júní - Dillon, Reykjavík - Frítt inn! 20 ára aldurstakmark
Quiritatio
Sudden Weather Change
Peer
Þriðjudagur 5. júní - Gamla Bókasafnið, Hafnarfirði - Frítt inn!
Quiritatio
Coral
Vicky Pollard
Peer
http://www.hivenet.is/restingmind/pics/Quiritatio/Quiritatio4.jpg
Bandið spilar einhvers konar postcore/metal/hardcore samsuðu og lista þeir eftirfarandi sveitir sem áhrifavalda: Cult Of Luna, Converge and Enslaved, en þó kannski einna mest undir áhrifum frá Meisturum Mastodon um þessar mundir. Síðan sveitin kom hingað síðast hefur sveitin gefið út sjötommuna Yana á tékkneska labelinu Trapped Inside Records og norska labelinu Bullet Records, ásamt því að hafa gefið áður út plötuna Forgive and Forget. Sveitin, sem hefur verið að spila saman í 4 ár, fékk svo liðsauka í fyrra þegar nýr gítarleikari gekk til liðs við þá, og telur sveitin því 5 manns í dag. Ásamt því að spila á Íslandi er sveitin á leiðinni í tónleikaferðalag um Evrópu í sumar.
Verða drengirnir með fullt af varningi til sölu á ferð sinni hérna, þ.á.m. báðar útgáfurnar sínar, boli, límmiða og hnappa.
Tónlist Peer Nic. Gundersen á sínar rætur í hefðbundinni þjóðlagatónlist frá 7. og 8. áratugnum og einnig pönk tónlist. Hann er mjög ungur og á oftast auðvelt með að ná vel til áhorfenda. Á næstunni mun EP plata koma út með honum, og mun hann spila lög af henni, efni sem mun hafa mikil áhrif á áhorfendur.
Tóndæmi með Quiritation má finna á http://www.myspace.com/quiritatio og á heimasíðu hljómsveitarinnar http://www.quiritatio.net/
Resting Mind concerts