Bara til að koma smá á hreint með sögu Jimmy Page. Jimmy Page var ekki backup gítarleikari eins og nafnið gefur kannski til greina að hann hafi bara verið ryþmagítarleikari. Hann var session gítarleikari sem þarf ekki alltaf að vera ryþmagítarleikarinn. Á árunum 1963-1966 þá spilaði hann rúmlega á 60% alls sem var hljóðritað í Englandi. Þar á meðal Rolling Stones, The Who, The kings og fleiri. Þegar Eric Clapton hætti með The yardbirds vegna þess að þeir gáfu út mjög vinsælt popplag (hann var reyndar ótrúlega hneikslaður sem er svolítið kaldhæðnislegt miðað við tónlistarsögu hans) þá leituðu þeir fyrst til Jimmy Page. Page var hinsvegar ánægður með að vera Session gítarleikari þar sem hann var að læra að pródúsa efni og var að læra vel á upptökugræjur. Hann var líka ánægður með öryggið sem fylgdi því. Hann var vinsælasti session gítarleikari landsins og var með örugga launaseðla um hvern mánuð. Jimmy ákvað því að stinga upp á góðum vin sínum, Jeff Beck. Beck fór í audition hjá Yardbirds og varð gítarleikari þeirra. Nokkru seinna, ætli það hafi ekki verið eitt ár eða tvö þá varð Page leiður á session starfi sínu og vildi komast í hljómsveit. Hann komst að því að bassaleikari The Yardbirds var hættur. Hann sótti því um starfið og spilaði á bassa í byrjun Ameríkutúr The Yardbirds. Eftir nokkrar nætur þá ákváð bandið að færa Chris Dreija af Ryþmagítar yfir á bassa og hafa tvo lead gítara. Þetta lineup geturðu séð í myndina blow up sem var gefin út 1968 þar sem Jimmy og Jeff eyðileggja gítarana sína eftir að vera búnnir að spila útgáfu af stroll on. Eini hápunkturinn í lélegri mynd. Þetta lineup endist ekki lengi því á sama túr þá fór Jeff að hegða sér enn verr en áður og spilaði jafnvel ekki sumar nætur. Þær nætur sem hann spilaði var ótrúleg upplifun samkvæmt þeim sem sáu þá tónleika. Þar var Jeff alls ekki síðri en Jimmy og var oft um að ræða duel á milli þeirra. Það sem Jimmy hafði hinsvegar fram yfir Jeff var að hann var mun betri með sjálfan sig, sjálfsöruggari en Jeff. Eftir að Jeff hafði svo misst af tveim eða þremur tónleikum í röð þá var settur fundur með hljómsveitarmeðlimum. Þar var Jeff rekinn, Jeff stóð svo upp og sagði við Jimmy; Ertu ekki að koma. Jimmy vildi hinsvegar vera eftir og upp frá því myndaðist smá óvild á milli þessara gömlu vina. Þeir áttu samt eftir að leysa úr þeim málum seinna. Það sem situr eftir eru nokkur lög sem þetta lineup tóku á plötunni the little games album. Þetta var síðasta plata The Yardbirds og eftir hana þá brotnaði bandið upp. Jimmy sat síðan allt í einu eftir með eignarréttinn að nafninu The Yardbirds ásamt Peter Grant. Jimmy fór um tíma að vinna aftur að session starfi sínu en var á meðan að leita að nýjum hljómsveitarmeðlimum. Hann ætlaði að halda eftir Chris Dreija en var að leita að söngvara og trommuleikara. Það var síðan í session þar sem John Paul Jones og Jimmy Page voru að spila saman að John spurði hann hvort að hann mætti vera með. Stuttu seinna hringdi Jimmy í John og bauð honum að vera með þar sem Chris varð að hafna þátttökunni. Nú var bara eftir að finna söngvara og trommuleikara. Jimmy hafði augastað á þekktum rokksöngvara (man ekki nafnið) en hann var þá þegar kominn í band. Hann stakk hinsvegar upp á strák úr litlu samfélagi út á landi að nafni Robert Plant. Jimmy og Peter fóru að sjá hann og stofnuðu svo bandið með honum eftir á. Robert stakk svo upp á Bonham en Peter þurfti að senda á annan tug sendirbréfa þar sem það var ómögulegt að ná í hann í gegnum síma. Loks kom Bonham til æfingar. Stuttu eftir það túruðu þeir um Skandinavíu sem The New Yardbirds vegna samningaorsaka.
Þar með var bandið Led Zeppelin til.
Eftir Led Zeppelin þá spilaði Jimmy ekkert á gítar að ráði í 2 til 3 ár. Það var ekki fyrr en að fyrrum söngvari The Yardbirds og annar söngvari fengu Jimmy, Jeff og Eric Clapton til spila saman á nokkrum kvöldum til að safna pening fyrir einhvern málstað. Þar var meðal margs annars spiluð instrumental only version af Stairway to heaven með þessum þrem gítarleikurum. Jimmy fékk loks aftur áhuga og var hljómsveit stofnuð sem hét the honeydrippers. Í hljómsveitinni voru, Robert Plant, Jeff Beck, Jimmy Page og fleiri. Þessi plata átti hinsvegar að vera gefin út nafnlaust, það er að segja að enginn átti að vita að þeir kæmu nálægt þessari plötu. Það sem kom hinsvegar upp um hana var óumræðanleg rödd Robert Plants. Þessi hljómsveit lifði samt ekki lengi og eftir það stundaði Robert sólóferil, John Paul fór í session, pródusering þar sem hann hefur byggt upp ótrúlega gott orð. Jimmy hefur hinsvegar verið hvað óreglulegastur af þeim. Hann gaf út eina eða tvær sólóplötur, sú nýlegasta 88 að nafni the outrider. Þessar plötur seldust auðvitað vel en engu að síður þá vantaði eitthvað og var efnið engan veginn upp að stöðlum þess sem þekktist með Zeppelin. Loks árið 1992 og 93 þá komu hann og David Coverdale saman og hljóðrituðu plötuna Coverdale/Page. Þetta samstarf vakti auðivtað mikla eftirvæntingu þar sem þarna voru komnir forkálfar tveggja mjög frægra hljómsveita. HInsvegar eins og með sólóefnið þá reis það ekki hátt í gæðum. Það var síðan ekki fyrr en 1995 sem JImmy kemur aftur fram á sjónvarsviðið, þar spiluðu Zeppelin: John Paul, Robert Plant og Jimmy Page saman til heiðurs 25 ára afmælis Atlantic Fyrirtækisins. Þar neitaði eins og frægt er Robert Plant að syngja Stairway to heaven og eftir mikið karp þá sagðist Robert aldrei ætla að syngja lagið aftur.
Upp úr þessu vaknaði áhuga á Jimmy fyrir reunion. Hann hafði samband við John Paul og John sagðist hafa áhuga. Jimmy sagði honum svo að bíða því hann myndi hafa samband við hann eftir að hafa talað við Robert. Jimmy hafði hinsvegar aldrei samband og John varð að lesa um það í blöðunum að Robert og Jimmy væru að fara saman í tónleikaferð. Þetta samstarf varð til þess að þeir gáfu út plötu árið 1998 sem hét walking into Clarksdale sem er tilvitnun í frægan blús bæ í Bandaríkjunum. Þessi plata innihélt samt ekki eins mikinn blús eins og margir myndu halda, heldur var platan uppfull af nýjum stefnum. Það sem vakti hinsvegar meiri áhuga var að Jimmy ákvað að pródúsa ekki plötuna sjálfur heldur fengu þeir frægan pródúser að nafni Steve Albini til þess. Platan fékk mjög góðar viðtökur gagnrýnenda en hinsvegar þá seldist hún ekki eins og vel og búist var við. Í kjölfarið var farið í tónleikaferð en í þesssri tónleikaferð þá komu upp fleiri vandamál og urðu nokkur vinslit milli Robert og Jimmy. Þeir slitu því samstarfinu. Þvínæst kom smá lognmolla hjá Jimmy en hann var svo beðinn af Black Crowes að spila með sér þrjá charity tónleika. Þessir tónleikar heppnuðust svo vel að þeir ákváðu að spila saman heilan túr sem þróaðist svo út í live plötu. Á meðan stofnaði Robert Plant hljómsveitina the life or brion. Þessi hljómsveit spilaði bara á litlum klúbbum því Robert var orðinn leiður á því að spila á stórum útileikvöllum. Svo breytti Robert um nafn og kallaði hljómsveitina the strange sensations. Robert hefur verið að ýja að því nýlega að þeir gefi kannski út plötu í bráð.
Það sem er helst að gerast hjá JOhn Paul Jones er hinsvegar að hann gaf loks út plötu með frægri rokksöngkonu sem heitir Diamanda Galas. Þessi plata varð mjög vinsæl í Bandaríkjunum og fékk frábæra dóma hjá gagnrýnendum. Í kjölfarið var farið í túr þar sem John spilaði á bassa. Eftir þetta þá fór hann aftur í session ferilinn sinn en hljóðritaði eitt soundtrack af bíómynd (man ekki hvað hún heitir) og gaf svo loks út sólóplötu árið 1999. Hún heitir Zooma og ættu allir þeir sem hafa áhuga á bassa og frábærum multiimstrumentalistum að kaupa hana. Þar spilar John á margskonar bassa, eins og tíu strengja bassa, tólf strengja bassa, steely dan gítara sem hefum verið breytt til að innihalda aukabassastrengi og svo auðvitað þríhálsagítarinn hljóðfæri sitt. Hann spilar einnig á orgel, píanó, gítar og semur og útsetur sinfóniuspilið sjálfur. Þar kemur líka Robert Fripp og spilar einn gesta gítarsólo. Ég mæli hiklaust með þessari plötu og er hún það langbesta sem hefur komið frá eftirlifandi meðlimum Zeppelin.
John fór í túr eftir þessa plötu um allan heiminn og sögðu þeir sem mættu á tónleikana að það eina sem þeir gætu líst tónleikunum með væri ólýsanlegt. Sumir sögðu reyndar að þetta væri ansi líkt Pink Floyd tónleikum á sjöunda áratugnum. ÉG hef sjálfur hlustað á bootleg audience upptöku af einum tónleikunum og er þar spiluð ótrúlega falleg instrumental útgáfa af no quarter.
Ég lýk þessum pistli með að segja að á næsta ári þá gefur JOhn út nýja sólóplötu þar sem hann prófar að syngja, það verður gaman að heyra útkomuna.
Greatness.