Muse Kannski hafa oft komið inn greinar hingað um þessa frábæru hljómsveit en allavega… Mig langar að henda inn ritgerð sem ég gerði í vetur um þessa hljómsveit. Ekki dæma greinina fyrir að vera bara þýdd frá www.wikipedia.org eða neitt þannig því þetta var heimildaritgerð og þá átti ég sem sagt að finna heimildir um hljómsveitina og nýta mér þær.


Heimildaritgerð um Muse

Inngangur
Ritgerðin sem ég er að fara að skrifa um fjallar um bresku rokk hljómsveitina Muse. Muse er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum og hef ég hlustað á þá síðan ég var 11-12 ára. Í ritgerðinni mun aðallega koma fram plöturnar þeirra, um meðlimina og einhver lög sem þeir hafa samið.

Um hljómsveitina Muse/fyrri árin
Muse er ensk þriggja manna rokk hljómsveit með Matthew Bellamy á gítar, hljómborð, söngvari og aðal lagahöfundurinn, svo kemur Dominic Howard, trommari/ásláttarhljóðfæri og svo er Chris Wolstenholme á bassa og bakraddir. Svo er einn annar meðlimur hljómsveitarinnar sem er bara með þeim á tónleikaferðum og það er Morgan Nicholls sem er stundum á hljómborði/bakraddir þegar þarf á að halda. Þeir byrjuðu með hljómsveitina á árunum
1992 – 1997, og byrjaði hún með því að Matthew Bellamy náði áheyrnarprufunum sem gítarleikari í hljómsveitinni hans Dominic Howard en svo fór bassaleikarinn úr hljómsveitinni þeirra og höfðu þeir þá engan til að spila á bassann. En svo var Chris Wolstenholme góður vinur þeirra og þeir báðu hann um að læra að spila á bassa og ganga í hljómsveitinna þeirra og það gerði hann.
Árið 1994 með nafnið Rocket Baby Dolls spiluðu þeir svo kallað Goth/glam rokk og tóku þeir þá þátt í keppni sem kallast “Battle Of The Bands” bara svona upp á gamnið, og á sviðinu léku þeir sér að því að rústa og eyðileggja allt á sviðinu sem var til leigju fyrir allar hljómsveitirnar. Dómurunum fannst það skemmtilegt og fyrir það unnu þeir keppnina þrátt fyrir að koma þangað til að skemmta sér en ekki til að vinna. Eftir þennan sigur ákváðu þeir að sleppa við að fara í háskóla og gerast atvinnu tónlistarmenn og gerðu þeir sér grein fyrir að tónlist væri um tilfinningar og breyttu þeir nafninu þá í Muse. Muse hafa oft verið gagnrýndir fyrir að reyna að spila eftirhermu af hljómsveitinni Radiohead, samkvæmt hljómsveitarmönnum Radiohead segja þeir að Muse eru að reyna að spila eins og þeir spiluðu á fyrrum tímum sínum, reyndar spila þeir mjög svipað.



Matthew Bellamy (Matt)
Matthew Bellamy var fæddur 9. júní árið 1978 í Cambridge en þau fluttu til Devon þegar hann var 5 ára að aldri og er hann gítarleikari/hljómborðsleikari/söngvari. Matt lifði mjög tónlistarlegu lífi þar sem pabbi hans var gítarleikari í hljómsveit sem uppi var á 7. áratugnum sem kallast The Tornadoes, en sú hljómsveit var sú fyrsta breska hljómsveit til að komast á toppinn í Bandaríkjunum. Matt lærði á fyrsta hljóðfærið sitt 10 ára að aldri og var það píanóið. Þegar Matt var 13 ára skildu foreldrar hans og flutti þá pabbi hans til Exeter og lifði þá Matt hjá ömmu sinni. Matt útskrifaðist í Teignmouth Community College og gekk einnig í Exeter College áður en Muse var stofnuð.

Dominic Howard (Dom)
Dom fæddist í Stockport sem er ekki langt frá Manchester 7. desember 1977 og er trommarinn í Muse en á aldrinum 8 – 9 ára fluttist fjölskyldan hans til Devon. Hann byrjaði að spila á trommur 11 ára en hann hafði áður spilað smá á gítar og notaði hann oft rafmagnspíanóið sem stóra systir hans átti. Dominic var í hljómsveit sem nefndist Carnage Mayhem, sem var nafn á lagi eftir Michael Jackson, og spilaði hann á trommur. Á þeim tíma kynntist hann Matt sem var byrjaður að læra á gítar en hann var hljómsveitarlaus. Stuttu seinna gafst gítarleikarinn þeirra upp og kom þá Matt í stað hans. Tveimur árum síðar voru bara Dom og Matt eftir í hljómsveitinni vegna þess að allir hinir hættu, þá töluðu þeir við Chris sem var góður vinur þeirra og trommari í Fixed Penalty og ákvað hann að hætta sem trommari hjá þeim og byrjaði að læra á bassa og gekk til liðs við þá.

Chris Wolstenholme (Chris)
Christopher Tony Wolstenholme fæddist 2. desember 1978 ólst upp í Rotherham, Yorkshire í Englandi en fluttist svo til Devon 1989. þegar hann bjó þar byrjaði hann að læra á trommur og var í hljómsveit sem nefndist Fixed Penalty, en svo fór hann til Matt og Dom eftir að þeir höfðu misst einhverja bassaleikara á 2 árum og þannig stofnaðist hljómsveitin The Rocket Baby Dolls (breyttust svo í Muse síðar). Chris hafði aldrei áður spilað á bassa en hann hefur stundum spilað á gítar og á hljómborð fyrir Muse en það hefur verið sjaldan og aðeins á tónleikum en Chris er mjög góður bassaleikari og vel gagnrýndur sem bassaleikari í tónlistarbransanum að sögn Sir Paul McCartney. Chris býr nú með konunni sinni Kelly og 3 börn; Alfie, Frankie og Ava-Jo.


1998 – 2000 – fyrri hluti ferils Muse
Á árunum 1998 – 2000 voru Muse að byggja upp aðdáendunarhóp og spiluðu þeir sína fyrstu tónleika í London og Manchester. Á þessum árum gáfu þeir út einhver lög eftir að hafa fundað við Dennis Smith sem var eigandi plötuútgáfufyrirtækisins Sawmill gáfu þeir út fyrstu lögin sín, fyrst gáfu þeir út “single” EP en það síðara var Muscle Museum E.P. og náði það athygli hjá tónlistarblaðamanni sem nefndist Steve Lamacq. Þetta gerði gott fyrir hljómsveitina og fyrri hluta ferils hljómsveitarinnar. Þrátt fyrir allt þetta voru önnur plötuútgáfufyrirtæki mjög léleg og treg við að reyna að fá samning við þá og mörgum fannst þeir vera of lík hljómsveitinni Radiohead. En þrátt fyrir það reyndu Muse áfram og kom þá bandaríska plötuútgáfufyrirtækið Maverick Records og kom þeim til að spila í Bandaríkjunum. Og svo gáfu þeir út sína fyrstu plötu “Showbiz” en hún inniheldur frekar harðari hlið hljómsveitarinnar.

2001 – 2002 – að komast á skrið
Á þessum árum gáfu Muse út 2 plötuna sína sem heitir Origin of Symmetry sem var þyngri og dekkri heldur en hinar plöturnar þeirra. Bassaleikurinn hjá Chris er frekar yfirdrifinn og koma þannig þyngri hljóð á lögin þeirra. Platan inniheldur lög svo sem New Born, Space Dementia, Citizen Erased og Megalomania, og eru þau talin vera bestu lög plötuunnar, en auðvitað er það bara smekksatriði fólks. Hljómsveitin var að prófa nýja hljóma og effekta t.d. kirkjuorgel í staðin fyrir venjuleg píanó og voru þeir með stærra trommusett, þ.e.a.s. fleiri ásláttarhljóðfæri og trommur.
Seinna árið 2001 héldu þeir stórtónleika í París og tóku þeir þá upp, og gáfu út DVD disk sem þeir nefndu Hullabaloo en þar voru allir tónleikarnir sem þeir héldu einnig voru sýndar B-hliðirnar frá þeim svo sem lög sem hafa ekki verið gefin út og þannig slíkt.

2003 – 2004 – ný plata, nýr framleiðandi
Árið 2003 var gefin út ný plata sem heitir Absolution en hún var framleidd með Rich Costey sem hafði fyrr framleitt plötur með Rage Against The Machine. Platan sýndi framhald af tilraununum sem þeir reyndu með Origin of Symmetry. Margir góðir smellir voru á þessari plötu s.s. Time is running out, Sing for absolution og Stockholm syndrome. Þeir byrjuðu á því að gefa út smáskífu af Stockholm syndrome og gáfu svo út Absolution stuttu seinna en Stockholm syndrome er eitt besta lag þeirra. Svo hafa þeir verið mikið í tónleikaferðalögum um Bretland og Ameríku og höfðu þeir verið mikið í sviðsljósinu en þetta var líka stór plata fyrir þá í tónlistarheiminn. Þeir spiluðu einnig á “Glastonbury Festival” eða Glastonbury hátíðinni í júní 2004 og lýsti Matt því sem stærstu og bestu tónleikar þeirra, en mjög stuttu seinna eftir tónleikana dó faðir Dominic trommara, Bill Howard, af hjartaáfalli en hann var þarna að horfa á þá spila. Matt sagði í viðtali orðrétt, “It was the biggest feeling of achievement we've ever had after coming offstage,” We spent about a week sort of just with Dom trying to support him. I think he was happy that at least his dad got to see him at probably what was the finest moment so far of the band's life." Dom hélt áfram í hljómsveitinni eftir að hafa fengið mikinn stuðning frá vinum sínum og hljómsveitarmeðlimum. Muse héldu áfram á sínum tónleikaferðalögum í Bandaríkjunum en enduðu svo í Earls Court í London, en þeir tóku aðra tónleika því að miðarnir þeirra seldust út mjög fljótt á þeim fyrri tónleikum og seldust miklu fleirri miðar á seinni tónleikunum þeirra. Muse unnu á árunum 2 MTV vinninga fyrir bestu tónleikana og bestu rokk stefnuna.

2005 – í dag – “Black holes and Revelations”
Muse höfðu verið mikið að halda tónleika um heiminn og komu þeir aftur og voru tilbúnir að taka upp nýja plötu , en þeir byrjuðu á upptökunum í september 2005 og var hún tekin upp fram í vor 2006 með nokkrum hléum og fríum. En svo var hún tilkynnt í maí 2006 með nafnið Black holes and Revelations og aftur framleitt af Rich Costey. Fullkomna platan þeirra kom út í Japan 28. júní 2006 með auka lagi sem heitir Glorious en það lag hefur ekki komið út annarstaðar í evrópu eða öðrum heimsálfum.

Lokaorð
Mér fannst ágætt að gera eitt stykki svona ritgerð. Eins og ég nefndi í upphafi ritgerðarinnar er Muse ein af mínum uppáhalds hljómsveitum og hefur það verið það síðan ég var 11-12 ára. Ég lærði helling um hljómsveitina og vona að ég fái tækifæri í lífi mínu að sjá þá spila.
Það sem mér finnst um hljómsveitina er að þeir semja mjög flott lög, flotta texta og allt. Þeir eru mjög hæfileikaríkir á sínum hljóðfærum. Uppáhalds diskarnir mínir með þeim eru Black holes and revelations og Absolution. Ég mæli með að allir ættu að kynna sér þessa hljómsveit ef þeir hafa ekki gert það.

Þessi hljómsveit er náttúrlega bara snilld og get ég ekki beðið eftir að sjá þá spila einhvertíman. Mér fannst mjög sorglegt með þetta þar sem faðir Dom dó rétt eftir tónleikana en sem betur fer hélt hann áfram í bandinu.
Ég vil þakka fyrir mig og njótið lestursins. Það gætu verið einhverjar villur þarna þannig endilega leiðréttið mig.