Þá er nýja safnplatan platan frá Smashing Pumpkins komin út eftir langa bið. Rotten Apples heitir platan og er “Best of” plata og síðan er sérstök limited edition sem heitir Judas O og hún inniheldur fjöldann allan af B-sides lögum. Nafnið Rotten Apples kemur frá Mellon Collie tímabilinu en
það er einmitt lag sem heitir þessu sama nafni og er það hreint sérdeilis prýðilegt.
Rotten Apples
Ég er mjög sáttur við lagavalið á þessari plötu og er hæst ánægður að hafa Drown, Eye og Untitled þarna inni. En fyrir þá
sem vita ekki þá var Untitled spilað í fyrsta skiptið fyrir almenningi 29 nóv 2000. Það sem ég var frekar súr yfir að sjá
er hvernig Try try try kemur inn í staðin fyrir Landslide, sem er snilldin ein að mínu mati.
Lagalistinn:
- Siva (Gish, aðeins á EU útgáfunni)
- I am one (Gish, aðeins á US útgáfunni)
- Rhinocerous (Gish)
- Drown (SINGLES - Original Motion Picture Soundtrack)
- Cherub Rock (Siamese Dream)
- Today (Siamese Dream)
- Disarm (Siamese Dream)
- Landslide (Pisces Iscariot, aðeins á US útgáfunni)
- Bullet With Butterfly Wings (Mellon Collie/Dawn to dusk)
- 1979 (Mellon Collie/Twilight to starlight)
- Zero (Mellon Collie/Dawn to dusk)
- Tonight, tonight (Mellon Collie/Dawn to dusk)
- Eye (Lost Highway Soundtrack)
- Ava Adore (Adore)
- Perfect (Adore)
- The Everlasting Gaze (Machina/the machines of God)
- Stand inside your love (Machina/the machines of God)
- Try, try, try (Machina/the machines of God, aðeins á EU útgáfunni)
- Real love (Machina outtake, áður óútgefið)
- Untitled (áður óútgefið)
Judas O
Nokkuð mörg lög af þessari plötu hafði ég heyrt áður. Sum þeirra fannst mér ekkert svakaleg en önnur hreinasta snilld, t.d. Aeroplane flies high. Lögin eru samansöfn af óútgefnu efni frá Mellon Collie alveg fram til dagsins í dag, nokkur laganna hafa verið á
smáskífum meðan önnur hafa aldrei heyrst meðal almennings. En þess má geta að um það bil tíu lög af þessari plötu eru
gefins á www.smashingpumpkins.com.
Lagalisti:
- Lucky 13 (Machina tímabilið)
- Aeroplane flies high (Thirty Three smáskífan)
- Because you are (Adore outtake)
- Slow Dawn (Snemma á Machina tímabilinu)
- Believe (1979 smáskífa)
- My Mistake (Adore outtake)
- Marquis in Spades (Zero smáskífa)
- Here's to the atom bomb (Try, try, try smáskífa)
- Sparrow (Adore outtake)
- Waiting (Adore outtake)
- Saturnine (Machine tímabilið)
- Rock on (David Essex cover)
- Set the Ray to Jerry (1979 smáskífa)
- Winterlong (Machina tímabilið)
- Soot and stars (Machina tímabilið)
- Blissed and gone (Adore tímabilið)
Eftir hlustun á þessa tvöföldu plötu þá hef ég fátt annað að segja en: Farið útí búð og kaupið ykkur plötuna áður en
Limited Edition platan klárast! Einungis um 1000 eintök á landinu hef ég heyrt :D
4.5 af 5.
ps. Verð í Skífunni: 2699.