Minn Playlist. Fyrst ég hef ekkert að gera ætla ég að gera mér Playlist, vona að því verður ekki tekið illa þar sem playlist-æðið er löngu dautt, ég hef bara ekkert betra að gera og fáar greinar eru búin að koma inn á þetta áhugamál undanfarið.


The Arcade Fire - Rebellion (lies)

Alveg frábært lag, þegar ég er geðveikt þreyttur eða eitthvað og hlusta á þetta þá fer ég að dansa og fer í geðveikt skap og mér langar að fara út að hoppa eða eitthvað.


Klaxons - It's Not Over Yet.

Frábært lag með nýfrægu Indie-Electronic hljómsveitinni Klaxons.


Sufjan Stevens - Jacksonville

Uppáhaldslagið mitt með Sufjan Stevens, elska fiðluna í þessu og banjóið, og ekki er textinn verri.


The Clash - Lost In The Supermarket

Við erum komin í pönkið, voða catchy lag, gítarinn og textinn skarar mest upp úr þessu.


Muse - Blackout

Hljómsveit sem ég var að uppgötva. Frábært og róandi lag. Raddirnar í þessu er gæsahúð, og drengurinn er með rosalega rödd.


Bright Eyes - Poison Oak

Uppáhalds hljómsveitin mín at the moment, þetta er bara eitt flottasta lag sem ég hef heyrt, þetta lag er nánast fullkomið ef ekki fullkomið. Einfalt kassagítar spil og sorglegur texti og konan sem syngur með honum er frábær.


The Beatles - Here, There And Everywhere.

Uppáhalds hljómsveitin mín allra tíma, með frábært lag af plötunni Revolver. Rólegt og fallegt.


The Arcade Fire - Neighborhood #2 (Laika).

Varð að setja þetta lag líka með The Arcade Fire, rosaleg hljómsveit. Ein besta hljómsveit sem er ennþá starfandi.


Damien Rice - Cannonball.

Mjög fallegt lag með frábærum listamanni, þegar ég er þreyttur og hlusta á þetta þá sofna ég. Flottur texti og gítarspil.


Sigur Rós - Olsen Olsen

Frábært lag með uppáhalds Íslenskri hljómsveitinni minni. Bassinn er það mikilvægasta í laginu, hann er ógéðslega flottur og drungalegur.


Death Cab For Cutie - I Will Follow You Into The Dark

Ein flottustu textasmið sem ég hef heyrtpunktur.


Beethoven - Moonlight Sonata.

Eitt fallegasta lag sem hefur verið samið. Þetta er gæsahúð.


Tvíhöfði - Svín.

Sögumaður:

“Klukkan er fjögur um nótt. Blokk í Breiðholti, hjónin Eyrún og Kristinn sofa í rúmi sínu.”

“4:30: Eyrún tekur breytingum, líkaminn hennar minnkar og verður bleikari.”

“4:50: Á Eyrúnu hefur vaxið dindill og í stað fóta er komið klaufir og hún hefur óvenju næmt lyktarskyn, hún sefur enn.”

“5:22: Eyrún er orðin að svíni, hún hrýn í stað þess að hrjóta.”

“Klukkan er 6 Kristinn vaknar.”

Kristinn:

“Ahhh Eyrún mín, haa hvað er þetta?”

“Þegar ég hugsa til baka til þessa morguns þá hélt ég að þetta væri bara eitthvað gabb enn mér til mikils hryllings þá uppgötvaði ég að konan mín væri orðin svín.”

Sögumaður:


Þessi litla dæmisaga segir okkur það að allir gætu orðið svín, líka Kristinn.


Takk fyrir mig. Davíð.