John Wayne Gacy, Jr. - Sufjan Stevens Þann fimmta júlí árið 2005 kom út stórbrotið meistaraverk eftir lagahöfundinn og textasmiðinn snjalla, Sufjan Stevens. Það vita það kannski ekki margir en stóra planið hjá honum er að semja eitt stykki plötu um öll fylkin í Bandaríkjunum sem eru 50 talsins! Sem stendur hefur hann samið 2 og eru því 48 eftir. Það verður gaman að fylgjast með hvernig það gengur.

Plata þessi ber heitið „Illinoise” beint í höfuðið á fylkinu. Á albúminu má sjá slagorðið „Come on feel the Illinoise” þar vitnar hann greinilega í lagið sívinsæla „Come on Feel the Noise” eftir Slade. Einnig hefur Sufjan gert plötu um Michigan sem er einstaklega góð.

Á plötunni er mikið úrval af frábærum lögum t.d. „Casimir Pulaski Day” og „Chicago” ásamt fleirum. Eitt lagið vakti þó sérstaka athygli hjá mér en það var lagið „John Wayne Gacy, Jr.” sem fjallar um raðmorðingjann og trúðinn Gacy. Ekki hefði ég vitað með vissu hver þessi raðmorðingji væri ef ég hefði ekki séð kvikmyndina um hann, „Gacy” (2003). Mynd sem ég mæli eiginlega ekki með sökum viðbjóðs og blákaldra staðreynda.

Gacy var svolítið líkur Ted Bundy að því leitinu að enginn bjóst við að hann myndi nokkurn tímann fremja jafn hrottalegan verknað eins og morð. Í frístundum klæddi Gacy sig upp sem trúður og skemmti litlum krökkum, hann kallaði sjálfan sig „Pogo the Clown”. Í raun var hann hrottalegur raðmorðingji sem myrti einungis unga stráka. Hann var nokkurs konar kynvillingur og átti það til (þegar hann var heppinn) að misnota þá. Eftir drápin kom hann svo líkunum fyrir niðrí kjallaranum sínum og áður en hann vissi af var hann orðinn yfirfullur. Alls fundust 27 lík í kjallaranum hans en önnur sex lík í ám nálægt heimabæ hans. Gacy var líflátinn 10 maí árið 1994.

Textinn sem Sufjan Stevens samdi um Gacy er sannkallað meistarastykki en hann nær að koma öllu heila klabbinu fyrir í aðeins 3 mínútur og 19 sekúndur. Kíkjum á textann.

His father was a drinker
And his mother cried in bed
Folding John Wayne's T-shirts
When the swingset hit his head
The neighbors they adored him
For his humor and his conversation
Look underneath the house there
Find the few living things
Rotting fast in their sleep of the dead
Twenty-seven people, even more
They were boys with their cars, summer jobs
Oh my God

Are you one of them?

He dressed up like a clown for them
With his face paint white and red
And on his best behavior
In a dark room on the bed he kissed them all
He'd kill ten thousand people
With a sleight of his hand
Running far, running fast to the dead
He took off all their clothes for them
He put a cloth on their lips
Quiet hands, quiet kiss
On the mouth

And in my best behavior
I am really just like him
Look beneath the floorboards
For the secrets I have hid


Sufjan nær virkilega að hræða mig í seinasta versinu sínu en þar vísar hann í það að hann líkist Gacy á eitthvern hátt, „Kíkið undir gjólffjalirnar, á leyndarmálin sem ég hef falið.”

Í hvert einasta skipti sem ég legg hlustir á þetta lag fer mikill hrollur um mig og gæsahúðin brýst út. Lag sem ég mæli með að allir hlusti á og einblíni þá sérstaklega á textann.

-

Heimildir:

www.allmusic.com
www.imdb.com
www.wikipedia.org