Saga The Rolling Stones
Saga The Rolling Stones hefst 1960 þegar Mick Jagger hittir Keith Richards á brautarstöð í Dartford í Englandi og þeir taka tal saman þar sem að þeir höfðu þekkst frá fyrri tíð.
Mick Jagger var með nokkrar blúsplötur undir hendinni og vöktu þær athygli Keith og komust þeir tveir að því að þeir voru með sameiginlegan áhuga á Amerískri Blues tónlist.
Þeir stigu báðir af lestinni í London og héldu sína leið, Mick í London School Of Economics og Keith í Sidcup Art College, en þeir höfðu ákveðið að hittast aftur seinna.
Þeir hófu síðan samstarf í hljómsveit sem hét Little Boy Blue And The Blue Boys, og seinna þegar þeir voru staddir á tónleikum með Alexis Korner Blues Incorporated þá hittu þeir Brian Jones.
Brian Jones var villtur unglingur sem hafði barnað tvær ungar stúlkur áður en hann var orðinn 16 ára, hann var mjög hæfileikaríkur ljóshærður tónlistarmaður sem var undir miklum áhrifum frá Ameríska Blues gítar goðsögninni Elmore James, og Brian hafði verið að koma fram einn sem Elmo Lewis.
Mick og Keith byrjuðu að koma fram með Alexis Korner Blues Incorporated og seinna slógust í hópinn trommari að nafni Charlie Watts, og Mick gerðist fastur söngvari hljómsveitarinnar.
Þar sem að Mick, Keith og Brian áttu sameiginlegt áhugamál þ.e.a.s Ameríska Blues Tónlist, þá byrjuðu þeir þrír að æfa saman sem hljómsveit. Þeir fluttu allir saman í íbúð í Edith Grove í Chelsea hverfinu í London og seinna buðu þeir Dick Taylor og trommaranum Tony Chapman að ganga í hljómsveitina og stuttu eftir það gekk boogie-woogie píanóleikarinn Ian Stewart til liðs við hljómsveitinna.
Það varð síðan Brian Jones sem stakk upp á nafninu The Rolling Stones í höfuðið á lagi eftir Muddy Waters “Rollin Stone Blues” og þar sem að hinir meðlimir hljómsveitarinnar gátu ekki komið með neitt betra nafn þá var þetta nafn ákveðið.
Þeir tóku fljótlega upp demo upptöku og reyndu að koma henni á framfæri við EMI en þeim var hafnað þar á bæ.
1962
Árið 1962 höfðu The Rolling Stones farið um alla London og beðið um að fá að halda tónleika þar sem að þeir spiluðu aðeins Blues slagara, en þeim gekk ekki vel að koma sér á framfæri.
Charlie Watts gekk síðan til liðs við hljómsveitinna eftir að Tony Chapman var rekinn, en það þurfti mikla sannfæringu til að lokka Charlie í hljómsveitinna þar sem að hann sá enga framtíð í þessu bandi og vildi frekar vera með Alexis Korner Blues Incorporated þar sem að hann fékk þó allavegna eitthvað borgað. Síðan var bassaleikaranum Dick Taylor skipt útaf fyrir Bill Wyman, en það var vegna þess að Bill átti sjálfur magnara og þá varð hann mjög eftirsóttur , Bill var sex árum eldir en hinir giftur og átti eitt barn og hafði verið í nokkrum hljómsveitum áður.
1963
Í byrjun 1963 þá höfðu þeir endanlega sagt skilið við Alexis Korner Blues Incorporated , og 14 janúar 1963 spiluð Brian Jones, Mick Jagger , Keith Richards, Ian Stewart , Bill Wyman og Charlie Wtts í fyrsta skipti saman sem hljómsveitin The Rolling Stones í Flamingo Club í Soho London.
Og í febrúar sama ár þá hófu þeir 8 mánaða farsælan tónleikaferil í Crawdaddy Club þar sem að þeir stuttu seinna hittu Andrew Loog Oldham sem hafði verið blaðafulltrúi The Beatles en var núna að leita sér af hljómsveit til að gerast umboðsmaður fyrir, hann var aðeins 19 ára gamall og hann sá í The Rolling Stones einhverja andhverfu The Beatles sem höfðu nýverið hafið sinn glæsta feril.
Andrew vildi skapa ýmind fyrir Stones sem ruddalega og hættulega unga menn, unga menn sem að mæður vildu ekki að dætur þeirra færu að koma með heim, þetta átti að vera andhverfa The Beatles sem voru ímynd snyrtimennsku og prúðbúnir ungir menn. Það var aðeins eftir að gera eina meðlima breytingu á hljómsveitinni þar sem að Andrew fannst Ian Steward ekki passa inní þessa ýmind sem hann var að reyna að skapa með Stones og þá var hann beiðin um að yfirgefa hljómsveitina og upp frá því þá spilaði Ian á píano á bak við hljómsveitina og á öllum þeirra tónleikum.
Í maí 1963 komust Stones á samning hjá Decca ( þar sem að Dick Row vildi ekki gera önnur mistök með að ráða þá ekki því hann hafði stuttu áður hafnað The Beatles !! ) 10 maí fer fyrsta upptaka þeirra fram í Olympic Studio og er Andrew upptökustjóri þó að hann hafði aldrei komið nálagt því áður. Og 7 júní gáfu þeir út sýna fyrstu smáskífu “Come On / I Want To Be Loved” smáskífan fór hæst í 21 sæti breska vinsældarlistans og sama dag komu þeir í fyrsta skipti fram í bresku sjónvarpi í tónlistarþættinum Thank Your Lucky Stars, þar sem að upptökustjórinn ráðlagði Andrew að losa sig við þennan munnstóra og ljóta söngvara !
Andrew bókaði þá síðan 11 ágúst á National Jazz And Blues Festival í Richmond, og 29 september leggja þeir upp í sýna fyrstu tónleikaferð um England með Everly Brothers og Bo Diddley.
1 nóvember er önnur smáskífa þeirra gefin út “I Wanna Be Your Man / Stoned” og nær hún hæst í 12 sæti á breska vinsældarlistanum. I Wanna Be Your Man var lag samið af Lennon / McCartney, sem að The Rolling Stones höfðu hitt úti á gótu og spurt þá af því hvort að þeir gætu ekki lánað sér eitthvað lag sem að þeir ættu til, Lennon og McCartney brugðu sér aðeins út í horn , á meðan Stones voru að æfa sig , og kláruðu lagið og létu síðan Stones fá það.
1964
6 janúar fara The Rolling Stones í tónleikaferð um England með The Ronnettes og eru núna orðnir aðal númerið. 21 febrúar er smáskífan “Not Fade Away /Little By Little” gefin út , hún nær hæst í 3 sæti á breska vinsældarlistanum. 16 apríl er fyrsta LP plata The Rolling Stones gefin út í Englandi “The Rolling Stones” hún fer hæst í 1 sæti breska listans.
1 júní fara þeir í sína fyrstu tónleikaför til Ameríku og er þeim haldið í gíslingu af aðdáendum á hótel herbergi í NYC, 5 júní byrjar tónleikaferðin um Ameríku. 12 júní er blaðamannafundur brotin upp af lögreglunni í Chicago þar sem að þeir héldu fundinn úti á miðri götu og stoppuðu alla bílaumferð , þeir færðu sig upp á gangstétt.
16 júní urðu Stones að fljúga til baka til Englands þar sem að þeir höfðu einu ári áður bókað sig á tónleika í Oxford þegar þeir voru nánast óþekktir, þeir vildu standa við þessa bókun þó að þóknunin hafi aðeins verið 100 pund og það kostaði þá 1.500 pund að fljúga frá Ameríku. Þeir ollu uppþotum í Englandi þegar þeir komu til baka þar sem að það var fjöldin allur af öskrandi aðdáendum að taka á móti þeim.
26 júní er smáskífan “It´s All Over Now / Good Times Bad Times” gefin út í Englandi og er fyrsta smáskífa Stones sem fer í 1 sæti breska listans.
8 júlí birtust óvænt 3 meðlimir The Rolling Stones í útgáfu partý The Beatles þar sem að þeir voru að halda upp á útgáfu myndar sinnar A Hard Day´s Night, en meðlimir Stones voru líka að halda upp á það að þeir væru núna í fyrsta sæti smáskífulistans í Englandi.
24 júlí verður allt vitlaust á tónleikum Stones í Blackpool, sem endaði með því að Stones þurftu að hætta að spila og flúðu af sviðinu undan æstum aðdáendum.
Aftur 3 ágúst enda tónleikar Stones með uppþotum og á tónleikaferð um Holland 8 ágúst er allt brotið og bramlað í tónleikahöllinni í Hague svona gengu fyrir sig allir tónleikar Stones þetta árið.
10 september eru The Rolling Stones valdir vinsælasta hljómsveit í Englandi og lagið “Not Fade Away” valið besta lagið af lesendum Melody Maker.
20 október halda Stones fyrstu tónleika sína í Olympia leikhúsinu í París og þeir enduðu með uppþotum þar sem allt var brotið og bramlað.
23 október flugu Stones til Ameríku í sýna aðra tónleikaför þangað, og 25 október komu þeir fram hjá Ed Sullivan.
13 nóvember er smáskífan “Little Red Rooster / Off The Hook” gefin út og fer í fyrsta sæti breska listans.
1965
6 - 8 janúar héldu Stones í stutta tónleikaferð til Írlands og 15 janúar er önnur LP plata þeirra gefin út í Englandi “Rolling Stones Nr.2” hún fer í fyrsta sæti breska listans.
17 janúar fara þeir til Ameríku í upptökur og 21 janúar halda þeir í tónleikaferð til Ástralíu og Nýja Sjálands þar sem að einn aðdáandi selur tóma gosflösku á 5 pund þar sem að hann segir að Mick Jagger hafi komið við hana!
16 febrúar halda þeir til Singapore og daginn eftir til Hong Kong. 26 febrúar er smáskífan “Last Time / Play With Fire” gefin út í Englandi og fer í fyrsta sæti listans.
5 mars halda þeir í tónleikaferð um England með The Hollies og fara síðan í stutta ferð um Skandinavíu.
9 apríl koma þeir fram í sjónvarpsþættinum Ready Steady Go og 11 apríl koma þeir fram á NMB tónleikum á Wembley. 17 - 18 apríl halda þeir til Parísar og 22 apríl fara þeir í sinn 3ja túr til Ameríku og byrja í Montreal, 13 maí taka þeir upp “Satisfaction” í LA og 15 - 18 júní halda þeir í stuttan túr um Skotland og 24 - 19 um Skandinavíu.
Í júlí er fjórða LP plate Stones gefin út í Ameríku “Out Of Our Heads” og 7 júlí fer smáskífan “Satisfaction” í fyrsta sæti í Ameríku.
23 júlí eru þrír meðlimir Stones dæmdir til að borga sekt fyrir að hafa pissað á almannafæri þar sem að þeim var neitað um að nota salerni á bensínstöð í Englandi þá ákváðu þeir að pissa fyrir utan bensínstöðina og eigandinn kærði þá.
20 ágúst er smáskífan “Satisfaction / The Spider And The Fly” gefin út í Englandi og fer í fyrsta sæti breska listans. 24 ágúst hitta meðlimir Stones, Allen Klein í fyrsta sinn.
28 ágúst er það gefið út að Allen Klein verði til að byrja með aðstoðar umboðsmaður Stones og að ráðist verði í gerð 5 kvikmynda með þeim í á næstu 3 árum.
3 - 5 september halda þeir í ferð til Írlands og 29 október halda þeir í sína fjórðu tónleikaferð til Ameríku. 22 október er smáskífan “Get Off My Cloud / The Singer Not The Song” gefin út í Englandi og fer í fyrsta sæti listans. í nóvember er LP platan “December´s Children (And Everybody´s )” gefin út í Ameríku.
1966
1 janúar koma Stones fram í Ready Steady Go og 4 febrúar er smáskífan “19th Nervous Breakdown / As Tears Go By” gefin út í Englandi og fer hæst í annað sæti listans. 12 febrúar fljúga þeir til Ameríku og daginn eftir koma þeir fram í þætti Ed Sullivan. 18 febrúar halda þeir í tónleikaferð til Ástralíu og byrja í Sydney síðan þar á eftir í Evrópu túr.
1 maí taka þeir þátt í tónleikum á Wembley á vegum NME.
13 maí er smáskífan “Paint It Black / Long Long While” gefin út í Englandi og fer í fyrsta sæti listans.
Í júní kemur LP platan “Aftermath” út í Ameríku og sama mánuð fer smáskífan “Paint It Black” á toppinn í Ameríku. 22 júní höfða Stones málaferli á hendur 14 hótelum í NYC þar sem að þau höfðu meinað þeim um bókanir og þar með skaðað mannorð þeirra!
24 júní halda þeir í sína fimmtu tónleikaferð til Ameríku til 28 júlí. 10 september koma þeir aftur fram í sjónvarpsþættinum Ready Steady Go. 12 september halda þeir í tónleikaferð til Þýskalands þar sem að allt fer í bál og brand þar sem að það verða uppþot á öllum tónleikum sveitarinnar.
29 september er smáskífan “Have You Seen Your Mother Baby / Who´s Driving Your Plane” gefin út í Englandi og fer í 5 sæti, sama dag hefja þeir tónleikaferðalag um England með Ike and Tina Turner og Yardbirds í Albert Hall. 29 október fara þeir aftur á stað í sína sjöttu tónleikaferð til Ameríku og byrja í Montreal. 10 desember er Stones útnefndir besta R&B sveit Englands af tónlistartímaritinu NME.
1967
Það er gefið út af bresku pressunni að heimssala á Rolling Stones plötum hafi skilað 42.333.000 pundum. 13 janúar er smáskífan “Let´s Spend The Night Together / Ruby Tuseday” gefin út í Englandi og fer hæst í 3 sæti listans. 27 janúar er LP platan “Between The Buttons” gefin út í Ameríku.
12 febrúar ræðst lögreglan inn á heimili Keith Richards og gerir upptæk ólögleg fíkniefni.
25 mars hefja þeir Evrópu túr til 17 apríl. 13 apríl þurfti lögreglan í Warsaw að dreyfa 3000 manna hóp af öskrandi aðdáendum í burtu með táragasi eftir að þau höfðu ekki fengið miða á tónleika Stones og létu ílla.
10 maí eru Mick og Keith ákærðir fyrir að hafa verið með fíkniefni á sér og sama dag er ráðist inn í íbúð Brian Jones og hann tekin fastur og ákærður fyrir eign á ólöglegu fíkniefni.
27 júní er Mick Jagger fundinn sekur um eign á ólöglegum efnum hann var settur í fangelsi yfir nótt og daginn eftir var úrskurðað að hann fengi 3ja mánaða fangelsisdóm og 300 punda sekt, Keith var dæmdur í 1 ár fangelsi og sektaður um 500 pund. 30 júní er þeir lausir úr fangelsi eftir að trygging hafði verið greidd upp á 7000 pund fyrir þá. Þeir eiga síðan að hafja afplánun fangelsisvistar sinnar seinna á árinu.
Þessar ásakanir á hendur þeim vekja upp mikil blaðaskrif í Englandi og skiptast menn í hópa með og á móti þeim. 31 júlí eru öllum ákærum á hendur þeirra felldar niður.
18 ágúst er smáskífan “We Love You / Dandelion” gefin út í Englandi og fer hæst í 8 sæti listans.
29 september koma Stones úr sinni sjöundu Ameríku tónleikaferð. 31 október er Brian Jones dæmdur í 9 mánaða fangelsi en fær lausn gegn tryggingu. 27 nóvember er LP platan “Their Satanic Majesties Request” gefin út í Ameríku og 12 desember fær Brian skilorðisbundin dóm.
15 desember er farið með Brian Jones á sjúkrahús eftir að hann fellur niður heima hjá sér síðar um daginn er hann útskrifaður.
1968
4 janúar heimtar háskóli í Kaliforníu að ef nemendur ætli að nema tónlist þá verði þeir að stúdera The Rolling Stones.
18 mars fæðist fyrsta barn Charlie Watts , Serafina Watts. 12 maí taka Stones þátt í NME tónleikum. 13 maí birtust Stones óvænt á tónleikum í Empire Pool Wembley, þá höfðu þeir ekki komið fram í London í næstum því tvö ár. 21 maí er Brian Jones handtekinn og ákærður fyrir að vera með kannabis efni á sér og er honum sleppt með tryggingu. 25 maí er smáskífan “Jumpin Jack Flash / Child Of The Moon” gefin út i Englandi og fer í fyrsta sæti listans.
8 júní fer “Jumpin Jack Flash” í fyrsta sæti í Ameríku. 26 júlí átti að gefa út LP plötuna “Beggars Banquet” en það varð ekkert af því þar sem að það fór fyrir brjóstið á sumum að það skyldi vera mynd af klósetti framan á plötunni ! smáskífan “ Street Fighting Man” er gefin út í Ameríku og 4 september er bannað að spila hana í útvarpi í Ameríku, Mick Jagger segir að hann sé glaður yfir því þar sem að síðast þegar lag var bannað hjá þeim þá hafi það selst í yfir milljón eintökum. 6 september kemur Mick Jagger fram í spjallþætti David Frost. 26 september er Brian Jones sektaður um 155 pund fyrir að hafa verið með kanabisefni. 3 október töpuðu Stones slagnum við bæði Decca og London útgáfurnar um að gefa út “Beggars Banquet” með mynd af klósetti framan á. 5 desember er “Beggars Banquet” loksins gefin út í Ameríku og fer í annað sæti listans. 8 desember segir Keith að hann og Mick ætli til S-Ameríku til að hitta galdramann sem þeir eru mjög spenntir fyrir og vonast til að sjá bæði hvítan og svartan galdur en hann getur ekki borið fram nafnið á manninum svo að hann kallar hann bara “Banani”.
12 desember er Rock And Roll Circus tekið upp þar koma fram auk Stones þeir Eric Clapton, The Who og John Lennon. 18 desember fljúga Mick , Keith , Marianne og Anita til Brasilíu.
1969
4 janúar er Brian Jones hent út af hóteli í Ceylon þar sem að hann er sagður ekki getað borgað.
Og 18 janúar eru Mick og Keith reknir úr af hóteli í Lima Peru. 28 maí eru Mick og Marianne handtekin fyrir að vera með ólögleg eiturefni, og sama dag er það tilkynnt að Mick Jagger ætli að leika í kvikmynd um Ástralsku útlagahetjuna Ned Kelly.
8 júní halda allir meðlimir The Rolling Stones fund heima hjá Brian Jones, þar sem að honum er sagt að hans nærvera í hljómsveitinni sé ekki lengur óskað þar sem að hann hafi verið orðin það langt leiddur af eiturlyfja neyslu og ekki getað staðið lengur fyrir sínu. Daginn eftir tilkynnir Brian að hann ætli að stofna nýja hljómsveit. Nýr meðlimur The Rolling Stones er kynntur til sögunar 13 júní í Hyde Park, það er 20 ára gamall gítarleikari Mick Taylor sem var í John Mayall Bluesbreakers, um leið er tilkynnt um fría tónleika sem Stones ætla að halda 5 júlí í Hyde Park og þá mun nýjasta smáskifa þeirra “Honky Tonk Women / You Can´t Always Get What You Want” koma út hún fór síðan í fyrsta sæti breska listans.
3 júlí finnst Brian Jones dáinn í sundlaug sinni á sveitasetri sínu Cotchford Farm. Seinna er það gefið út að hann hafi drukknað vegna áfengis og eiturefna sem voru í líkama hans.
5 júlí halda Stones sína ókeypis tónleika í Hyde Park sem þeir breyta í minningartónleika um Brian Jones það komu 350.000 manns í garðinn. Daginn eftir fljúga Mick og Marianne Faithful til Ástralíu til að byrja tökur á Ned Kelly. 10 júlí er Brian Jones grafinn. 10 ágúst fæðist Marlon sonur Keiths.
12 ágúst er lagið “Honky Tonk Women” í fyrsta sæti í Ameríku. 10 september er tilkynnt um að Stones ætli að halda í stóra tónleikaferð til Ameríku og Keith segir að “groupies” í þessari ferð hafi aldrei verið fleiri.
7 nóvember byrja The Rolling Stones sinn sjötta Ameríku túr með látum í LA þann fyrsta í þrjú ár.
28 nóvember er LP platan “Let It Bleed” gefin út og fer í annað sætið í Ameríku.
6 desember halda Stones fría tónleika á Altamont kappakstursbrautinni fyrir utan San Francisco. á þessum tónleikur deyja þrjár manneskur, það byrjar með því að svartur áhorfandi þrífur upp byssu og miðar henni að Stones og er hann þá gripinn af Hell´s Angels , sem eru í gæslu á þessum tónleikum, og þeir stinga hann til bana, Mick Jagger sér hvað gerist og byrjar að kalla á lækni, þrátt fyrir þetta atvik þá byrja Stones að spila aftur og seinna þegar Hell´s Angels meðlimir byrja að berja á áhorfendum þá kallar Keith til þeirra og segir að annað hvort hætti þeir þessu eða að Stones hætta að spila, þá myndar Hell´s Angels hring utan um Stones og er líklegir til að berja þá en þá segir Keith við forustusauðinn hjá Hell´s Angels “Fuck You” og við það bakka Hell´s Angels til baka og tónleikarnir halda áfram. Tveir aðrir láta lífið þennan dag einn hrapar til bana og keyrt er yfir annan.
15 desember eru 2500 manns viðstaddir tónleika Stones í Saville Theatre í London. 22 desember halda Stones jólatónleika á The Strand.
1970
London Records fara í mál við fjórar plötubúðir í Hollywood þar sem að þær voru að selja bootleg af tónleikum Stones í Ameríku á plötu sem kölluð var “Liver Than You´ll Ever Be”.
11 mars er frumsýnd mynd Franska kvikmyndagerðarmannsins Luc Godard´s “One Plus One”, þar sem að Stones er fylgt eftir við upptökum á laginu “Sympathy For The Devil”.
30 júlí segja Stones upp öllum samningum við Allen Klein og tilkynna honum um að hann hafi ekkert meira með hljómsveitina að gera. 1 ágúst er myndin Performance frumsýnd með Mick Jagger og Anita Pallenberg.
15 ágúst tilkynna Stones um nýstofnað plötuútgáfufélag sitt sem ber sama nafn og hljómsveitin.
30 ágúst hefja Stones sinn fyrsta Evrópu túr í þrjú ár, þeir byrja í Svíþjóð og enda í Amsterdam 9 október. það gekk á miklu í þessum túr þar sem að alls staðar sem þeir spiluðu urðu uppþot og í Róm var Mick sekktaður um $1200 fyrir að berja ljósmyndara. En í þessum túr þá voru Stones með sér svið sem var öllum tækjum búið og var það flutt á milli staða sem var nýjung í þá daga.
8 september er LP platan “Get Yer Ya Ya´s Out” live plata gefin út í Ameríku.
7 október er kvikmyndin Ned Kelly frumsýnd og 7 nóvember er sólo skífa Mick Jagger “Memo To Turner / Natural Magic” gefin út en þetta eru lög úr myndinni Performance.
6 desember er tónleikamyndin Gimme Shelter frumsýnd um tónleika Stones í Ameríku.
1971
Í janúar 1971 voru allir meðlimir Stones búnir að ákveða það að flytja frá Englandi og setjast að í suður Frakklandi vegna þess að skattskyldur þeirra voru að fara með þá. Þeir vildu komast undan þessum gríðalegu miklum sköttum sem að þeir þurftu að borga. Þeir gáfu það út að framvegis myndu þeir taka upp allar sína plötur í suður Frakklandi og allar eigur The Rolling Stones í Englandi myndu verðar leigðar út og þar með talið sveitasetur Mick Jaggers og færanlega upptökuverið þeirra sem var innbyggt í rútu. 4 janúar er kvikmyndin Performance frumsýnd í Englandi. 6 janúar fæðist dóttir Mick Taylor. 4 mars halda Stones í kveðjutónleika för um England áður en þeir flytja til suður Frakklands. 1 apríl er Marshall Chess 29 ára sonur stofnanda Chess records, ráðin sem forstjóri Rolling Stones Records og síðan 6 apríl undirrita Stones dreifingarsamning við útgæfufélögin Atlantic, Warner Reprise og Elektra.
13 apríl er smáskífan “Brown Sugar / Bitch / Let It Rock” gefin út í Englandi og fer í 2 sæti listans.
23 apríl er LP platan “Sticky Fingers” gefin út, fyrsta breiðskífa þeirra sem er gefin út undir þeirra nýstofnaða útgáfufélags Rolling Stones Records. Plötuumslagið er hannað af Andy Warhol og er það með raunverulegum rennilás. Gamla útgáfufélag Stones , Decca gefur út LP plötuna “Stone Age”. 12 maí giftast Mick Jagger og hans nýja kærasta Bianca í St. Tropez.
23 júlí fara Stones í málaferli við sinn gamla umboðsmann Allen Klein upp á $7,5 milljónir og ásaka hann um að hafa svínað á sér. 19 ágúst birtist 150.000 orða viðtal við Keith í Rolling Stone.
27 ágúst gefur Decca út LP plötuna “Gimme Shelter”, önnur hliðin er með samansafn af gömlum lögum en hin með tónleikaupptökur frá síðustu tónleikum þeirra í Albert Hall.
2 september fara allir meðlimir Stones og faðir Brian Jones í mál við Andrew Oldham og Eric Easton, þar sem að þeir ásaka þá um að hafa gert leynisamning við Decca 1963 um að þeir tveir fengju 14% í höfundarlaun á meðan Stones fengu aðeins 6% og það á sama tíma þegar Andrew og Eric fengu líka 25% af allri innkomu Stones fyrir að vera umboðsmenn þeirra. Eins fara þeir í mál við Allen Klein þar sem að þeir segja að þeir hafi verið sannfærðir til að skrifa undir samning um að allar tekjur af lögum þeirra í norður Ameríku myndu fara inn í fyrirtæki sem hét Nanker Phelge Music Inc. sem að þeir héldu að þeir ættu en raunin var sú að Allen Klein átti fyrirtækið.
21 október eignast Mick Jagger dóttur og í Nóvember fara Stones til LA til að undirbúa tónleikaferð um Ameríku.
1972
16 febrúar er Shirley Watts , konan hans Charlie Watts , handtekin á flugvellinum í Nice þar sem að hún barði tollþjón, hún var síðan dæmd seinna í 15 daga skilorðisbundin dóm.
14 apríl er smáskífan “Tumblin Dice / Sweet Black Angel” gefin út í Englandi og fer hún í fimmta sæti á Breska listanum.
17 apríl eignast Keith og Anita Pallenberg sína aðra dóttir sem er skýrð Dandelion.
26 maí er LP platan “Exile On Main Street” gefin út og fer hún á toppinn bæði í Englandi og Ameríku. 3 júní byrjar sjöunda tónleikaferð Stones um Ameríku í Vancouver Kanada og 26 júlí spila þeir í Madison Square Garden á afmælisdegi Mick Jaggers.
Í júlí í Montreal er einn af tækjabílum Stones sprengdur í loft upp af aðskilnaðarsinnum á sama tíma og lögreglan er að leita af sprengju sem átti að vera falin undir sviðinu.
7 september eru Charlie Watts og Bill Wyman dregnir fyrir dómara í Frakklandi þar sem að þeir voru ákærðir fyrri að hafa verið með dóp heima hjá Keith.
23 nóvember fljúga meðlimir Stones til Jamaica til að taka upp lög á næstu plötu sína “Goats Head Soup”. 2 desember er gefin út handtökuskipun á Keith og Anita fyrir að vera með heroin.
4 desember eru allir meðlimir Stones hreinsaðir af ákærum um að hafa verið með hass og heroin í húsi Keith, þar sem að fimm vitni saksóknara sögðu að þau hefðu öll verið þvinguð til að gefa falskan framburð á móti Stones.
23 desember verður mikill jarðskjálfti í Nicaragua, og Mick og Bianca fljúga þangað til að reyna að finna foreldra Bianca, þau finnast eftir þrjá daga á lífi.
1973
8 janúar halda Stones fjáröflunartónleika í LA Forum til að safna fé til uppbyggingar í Nicaragua það safnast 350.000 pund.
8 febrúar byrjar túr um Ástralíu og 29 apríl gefur Decca út gamla upptöku með Stones af laginu “Sad Day”.
26 júní voru Keith og Anita handtekin á heimili sínu í Chelsea og ákærð fyrir að vera með cannabis, mandrax og heroin í fórum sínum. Keith var líka ákærður fyrir að vera með byssu og skotfæri, hann var síðan dæmdur til að borga 275 pund í sekt en Anita slapp við dóm.
27 júní voru Stones gerðir brottrækir af Londonderry House Hotel í Hyde Park Corner vegna þess að Keith hafði sofnað út frá sígarettu og kveikt í herberginu sínu.
Í ágúst rís upp ágreningur vegna útgáfu Stones á lagi sínu “Starfucker” þar sem að fram kemur í í texta lagsins “Giving Head To Steve Mcqueen” , titil lagsins er breytt í “Star Star” og það er tryggt að Steve Mcqueen fer ekki í mál við útgáfufélagið. BBC bannar báðar útgáfur af laginu.
20 ágúst er smáskífan “Angie / Silver Train” gefin út og fer hún í fimmta sæti í Bretlandi.
31 ágúst er LP platan “Goat´s Head Soup” gefin út og fer hún í fyrsta sæti í Bretlandi.
1 september - 19 október hefst Evrópu tónleikaferð Stones í Austurríki þeir spila í Þýskalandi, Englandi, Svíþjóð, Danmörku Hollandi og Belgíu.
1974
Í janúar er Keith fundinn sekur um að hafa verið með cocaine í bíl sínum sem fannst þar eftir að hann hafði klesst hann í árekstri í september á síðasta ári.
14 apríl er kvikmyndin Ladies And Gentlemen The Rolling Stones frumsýnd. Í júní vinnur Keith Richards að sóloplötu Ronnie Wood og Mick Jagger kemur fram á sóloplötu Billy Prestons.
26 júlí er LP platan “It´s Only Rock ´N´ Roll” gefin út í Englandi og fer hún í fyrsta sæti breska listans.
Hugmynd af titillagi plötunar vaknaði í jam session heima hjá Ronnie Wood þar sem að David Bowie var með bakraddasöng. Í nóvember fer hún á toppinn í Ameríku.
14 desember tilkynnir Mick Taylor að hann ætli að yfirgefa Stones.
28 desember er það tilkynnt af gömlu útgáfufélagi Stones , London Records í Ameríku að þeir ætli að halda upp á 10 ára útgáfuafmæli Stones með því að endurgefa út 17 plötur með Stones með slagorðunum “World´s Greatest Rock´N´ Roll Band – A London Recording Where It All Began”
1975
14 apríl tilkynnir Mick Jagger að Ronnie Wood mun taka við stöðu gítarleikara af Mick Taylor í væntalegum Ameríkutúr Stones hann verður að láni frá The Faces.
1 maí kynna Stones Ameríkutúrinn sinn með því að koma akandi niður 5 tröð í NYC uppi á pall á vörubíl spilandi “Brown Sugar”. 1 júní hefst síðan áttundi Ameríkutúr Stones og stendur til 2 ágúst með viðkomu í 27 borgum í Ameríku þeir ferðast á milli staða í Boeing 707 , þeir eru með með sér 25 tonna tilbúið svið sem er eins og blóm í laginu og við upphafstóna Keith á laginu “Honky Tonk Women” þá opnast blómið og Stones koma í ljós. Á meðan lagið “Star Star” er leikið þá sprettur upp uppblásinn gervi limur sem Mick Jagger sest á eins og hann sé á hestbaki.
Í miðjum túrnum er LP platan “Made In The Shade” gefin út.
22 júní kemur Eric Clapton fram með Stones í Madison Square Garden og spilar með þeim “Sympathy For The Devil”.
Í september er það síðan loksins ákveðið hver mun endanlega taka við af Mick Taylor í Stones, og eftir hæfnispróf sem að menn eins og Jeff Beck og Peter Frampton , er það loksins ákveðið að Ronnie Wood mun taka við. Upptökur byrja á nýrri plötu.
1976
Í febrúar er sóloplata Bill Wymans gefin út “Stone Alone” og 28 febrúar er það opinberlega gefið út að Ronnie Wood hafi gengið í The Rolling Stones.
20 apríl er LP platan “Black And Blue” gefin út, hún fer í annað sætið á breska vinsældarlistanum, sama dag er smáskífan “Fool To Cry / Crazy Mama” einnig gefin út.
Síðan halda þeir í Evróputúr.
1 maí taka Stones upp fjögur kynningarmyndbönd af lögunum “Fool To Cry” , “Crazt Mama” , “Hot Stuff” og “Hey Negrita”. 22 maí spila Stones 6 kvöld í röð í Earls Court í London fyrir fullu húsi hvert kvöld.
Í byrjun júní halda Stones þrenna tónleika í París sem voru hljóðritaðir og síðar gefnir út á LP plötu þeirra “Love You Live”.
21 ágúst koma Stones fram á útihátíðinni Knebworth í Englandi.
1977
27 febrúar eru Keith og Anita Pallenberg handtekin í Toronto með ólögleg eiturefni í fórum sínum þar sem að Stones voru að spila á litlum tónleikastað.
15 september er LP tónleikaplatan “Love You Live” gefin út og fer hún í þriðja sæti í Bretlandi. Plötuumslagið er hannað af Andy Warhol og Stones halda útgáfupartý í Trax í NYC.
1978
Í apríl fer Mick Jagger til Jamaica og fær tónlistarmanninn Peter Tosh til að skrifa undir samning við Rolling Stones Records.
5 maí taka Stones upp kynningarmyndbönd fyrir lögin “Miss You” , “Respectable” og “Far Away Eyes”.
10 maí er smáskífan “Miss You / Far Away Eyes” gefin út og nær þriðja sæti í Englandi, Stones byrja æfingar fyrir væntanlega tónleikaferð sína í Ameríku. 14 maí sækir Bianca Jagger um skilnað frá Mick.
1 júní er LP platan “Some Girls” gefin út og fer hún í annað sæti breska listans. Stuttu eftir útgáfu hennar, þá hóta nokkrar konur sem mynd var af framan á plötunni að fara í mál við útgáfufélagið Atlantic, konur eins og Lucille Ball, Raquel Welch og Liz Taylor, stuttu seinna er umslaginu breytt. Upprunalega átti að kalla þessa plötu “Some More Fast Numbers”.
10 júní byrjar tónleikaferð Stones um Ameríku og stendur til 26 júlí. 10 júlí dettur Bill Wyman niður af sviðinu í St. Paul og 21 júlí kemur þyrla með Linda Ronstadt til að syngja með Stones í Tucson.
13 júlí spila Stones stærstu innitónleika sem haldnir höfðu verið með 80.000 áhorfendum.
7 október koma Stones fram í Saturday Night Live og eru kynntir af Dan Aykroyd. 23 október er Keith dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að vera með heroin í Toronto, honum er seinna gefin séns á að halda góðgerðartónleika fyrir blinda í staðin fyrir að fara í fangelsi. Í nóvember gefur Rolling Stones Records út lagið “Don´t Look Back” með Peter Tosh´s og Mick Jagger sem bakrödd.
29 nóvember er smáskífan “Shattered / Everything´s Turning To Gold” gefin út í Ameríku.
12 desember er sóló smáskífa Keiths af laginu “Run Rudolph Run” gefin út.
1979
Í apríl halda Stones góðgerðartónleika fyrir blind börn í Oshawa í Kanada, The New Barbarians spila líka sem er band sem að Keith og Ronnie eru í. Síðan fara Keith og Ron í tónleikaferð með þeim.
22 apríl halda síðan Stones síðari góðgerðartónleika í Toronto. Í maí gefur Ron Wood út sína fyrstu sóloplötu “Gimme Some Neck”. Í júlí hefja Stones upptökur á nýju efni í París og 11 ágúst spila The New Barbarians á útitónleikum á Knebworth í Englandi með Led Zeppelin.
1980
23 j úní er smáskífan “Emotional Rescue / Down In The Hole” gefin út í Englandi og fer hæst í 9 sæti breska listans. 26 júní er LP platan “Emotional Rescue” gefin út og hún fer í fyrsta sæti breska listans. Stones halda útgáfupartý á Danceterian í NYC og Charlie Watts missir af flugi til NYC til að taka þátt í útgáfunni þá er því strax slegið upp að Stones séu að hætta og að Charlie hafi sagt að hann hati Rock ´N´Roll.
“Emotional Rescue” fer beinnt á toppinn í Ameríku og er þar samfellt í sjö vikur. Í júlí taka Stones upp video við lagið “She´s So Cold” í NYC.
10 september er smáskífan “She´s So Cold / Send It To Me” gefin út og fer hún hæst í 33 sæti á breska listanum sem er stærsta flopp Stones hingað til ! 16 september er hin umdeilda mynd “Cocksucker Blues” frumsýnd í NYC. 1 október segir Earl McGrath af sér sem forstjóri Rolling Stones Records.
5 nóvember eru Mick og Bianca formlega skilin.
27 desember fer Mick til Peru til að taka þátt í þriggja mánaða kvikmyndatöku á Fitzcarraldo mynd leikstjórans Werner Herzog, sökum anna þá klárar hann aldrei tökur á þessari mynd.
1981
10 ágúst er smáskífan “Start Me Up / No Use In Crying” gefin út og fer hún í hæst í sjöunda sæti breska listans. Og 31 ágúst er LP platan “Tattoo You” gefin út og fer hún í annað sæti breska listans.
25 september hefst 10 tónleikaferð Stones á JFK Stadium í Philadelphia um Ameríku þeir túra í 50 daga.
17 október koma 146.000 manns á tónleika þeirra í Candlestick Park í San Francisco þar sem að The Beatles héldu sína síðustu tónleika 15 árum áður !
1982
26 maí halda Stones í Evróputúr og halda auk þess nokkra tónleika á Wembley í London:
1 júní er tónleikaplatan “Still Life” frá tónleikaferð Stones í Ameríku, gefin út og fer hún hæst í 4 sæti breska listans.
1983
20 ágúst eignast Ronnie Wood og Jo Howard strák sem skírður er Tyrone.
25 ágúst skrifa Mick Jagger og Keith undir útgáfusamning við CBS upp á $28 milljónir og þeir skuldbinda sig til að gefa út 4 studio plötur.
Í október er smáskifan “Undercover Of The Night / All The Way Down” gefið út og fer í 11 sæti breska listanns. 7 nóvember er LP platan “Undercover” gefin út og fer í þriðja sæti breska listans.
1984
21 febrúar hittir Bill Wyman, Mandy Smith í fyrsta skipti hún var 13 ára gömul.
2 mars eignast Mick og Jerry Hall stelpu sem skírð er Elizabeth Scarlet.
30 júní kemur út topplag með Mick Jagger og Michael Jackson “State Of Shock”
1985
Í febrúar taka Stones upp LP plötuna “Dirty Work” í París og 19 febrúar þá gefur Mick Jagger út sína fyrstu smáskífu af væntanlegri LP plötu sinni “Just Another Night / Turn The Girl Loose” undir merkjum CBS og sama dag er fyrsta sóloplata Mick gefin út “She´s The Boss”.
20 mars Kemur Keith fram á upptökum á plötu Nona Hendryx´s.
Í maí er önnur smáskífa af sólóplötu Micks gefin út “Lucky In Love / Running Out Of Luck”.
29 júní taka Mick og David Bowie upp lagið “Dancing In The Street” fyrir Live Aid og seinna um daginn taka þeir upp myndband við lagið.
13 júlí kemur Mick Jagger einn fram á Live Aid í Ameríku og seinna um daginn koma Keith og Ron fram með Bob Dylan. 15 júlí tekur Mick upp video fyrir lagið sitt “Hard Woman” í LA og 8 ágúst tekur Keith þátt í upptökum með Phantom , Rocker & Slick í NYC.
12 október taka Keith og Ron upp lag U2 “Silver And Gold” fyrir Artists United Against Apartheid.
18 nóvember er Charlie Watts ásamt sínu Big Band með tónleika í Ronnie Scott Club í London.
12 desember deyr Ian Stewart sjötti Stonsarinn úr hjartaáfalli í London.
1986
23 janúar er Keith fyrsti kynnirinn í höll frægðarinar Rock´N´Roll Hall Of Fame, þar sem að hann afhendir Chuck Berry verðlaun og seinna um kvöldið taka hann og Ron þátt í jammi með öðrum súperstjörnum. 7 febrúar taka Stones upp video fyrir lagið “Harlem Shuffle” í NYC.
23 febrúar koma Stones saman á óvæntum tónleikum í 100 Club í London og halda tónleika til heiðurs Ian Stewart, meðal gesta á sviði með þeim eru Eric Clapton, Jeff Beck, Pete Townshend og Jack Bruce, þetta er í fyrsta sinn í næstum því fimm ár sem Stones spila saman opinberlega.
25 febrúar fá Stones afhend Grammys Lifetime Achievement verðlaunin úr hendi Eric Claptons.
26 febrúar er smáskífan “Harlem Shuffle / Had It With You” gefin út í Englandi og náði hún hæst 13 sæti breska listans. 24 mars er LP platan “Dirty Work” gefin út og nær hún hæst í 4 sæti breska listans. Ekki eru nein tónleikaplön hjá Stones þetta árið.
1 maí taka Stones upp video fyrir lagið “One Hit To The Body” og Mick og Keith grínast með það hvað á að vera mikil spenna á milli þeirra tveggja. Í júní er gefið út lag með Mick Jagger “Ruthless People” úr samnefndri kvikmynd. 25 júní kemur Ron Wood fram með Chuck Berry á tónleikum á Ritz hótelinu í NYC.
7 - 9 júlí er Keith upptökustjóri fyrir Aretha Franklin þar sem að hún syngur Stones lagið “Jumpin Jack Flash” Ronnie og Keith spila líka á þessari upptöku. 19 júlí heldur Charlie Watts tónleika með sinni hljómsveit í Richmond leikhúsinu í London. 26 september er loksins gefið út video með Mick Jagger á laginu “Running Out Of Luck”.
16 október er Keith ráðinn sem tónlistarráðunautur fyrir væntanlega kvikmynd með Chuck Berry, Hail, Hail Rock´N´Roll. Eftir viku æfingar heima hjá Chuck halda þeir tónleika í Fox leikhúsinu í St. Louis með stjörnum eins og Eric Clapton, Julian Lennon og Linda Ronstadt.
29 nóvember byrjar tónleikaferðalag Charlie Watts og hans hljómsveitar um Ameríku með 33 hljómsveitarmeðlimum. 1 desember er tónleika plata með hljómsveit Charlie Watts gefin út af Columbia, “Charlie Watts Orchestra Live At Fulham Town Hall”.
1987
21 janúar kynnir Keith, Aretha Franklin inn í Rock´N´Roll Hall Of Fame. Í mars lenda Mick og Keith saman eftir að Mick gefur það út að hann ætli sér að fara í tónleikaferðalag með sinni hljómsveit og kynna sína sóloplötu, síðan heldur Mick áfram upptökum á sinni annari sóloplötu í NYC.
17 júlí undirritar Keith samning við Virgin Records um sólóferil sinn, og 20 júlí tekur Mick upp video fyrir lagið sitt “Let´s Work” í NYC, og annað video er tekið upp í London fyrir lagið “Say You Will”. 15 ágúst byrjar Keith á upptökum á sinni fyrstu sóloplötu í Montreal. 1 september er smáskífan hans Micks “Let´s Work” gefin út af Columbia, og 14 september kemur út önnur sóloplata Micks “Primitive Cool”. Í október heldur Keith áfram upptökum á sinni sólóplötu og með honum eru Mick Taylor og Johnnie Johnson.
20 október tekur Mick upp video fyrir lagið sitt “Throwaway” í LA, og er lagið síðan gefið út 3 nóvember.
4 - 25 nóvember heldur Ron Wood í tónleikaferðalag með Bo Diddley um Ameríku. og 19 desember opnar Ron næturklúbb á Miami Beach sem hann kallar Woody´s On The Beach.
1988
20 janúar kynnir Mick Jagger The Beatles inn í Rock´N´Roll Hall Of Fame og kallar þá “The Four Headed Monster” seinna um kvöldið tekur hann þátt í jammi með Dylan, Springsteen, Elton John og George Harrison.
26 janúar er smáskífan “Say You Will” af sóloplötu Mick Jaggers gefin út, og í febrúar byrja æfingar fyrir væntanlega tónleika Mick Jaggers um Japan. 2 -15 mars halda Ron og Bo Diddley tónleika í Japan, og 15 - 28 mars kemur svo Mick Jagger til Japans með sinni hljómsveit. Stones höfðu aldrei komið til Japans til tónleikahalds !
16 mars kemur Tina Turner fram með Mick í Tokyo tvö kvöld í röð fyrir framan 50.000 manns.
11 apríl byrjar Keith á þriggja vikna sólóupptökum í Air Studio í Monstserrat.
18 maí hittast meðlimir Stones í London til að ræða framtíð The Rolling Stones.
31 ágúst tekur Keith upp video fyrir lagið “Take It So Hard” í LA. 22 september - 5 nóvember er Mick á tónleikaferðalagi um Ástralíu. 26 september er fyrsta sólóskífa Keith “Talk Is Cheap” gefin út af Virgin Reckords, og 8 október kemur Keith fram í Saturday Night Live og tekur tvö af sínum lögum “Take It So Hard” og “Struggle”.
24 október er fyrsta smáskífa Keith “Take It So Hard” gefin út.
24 nóvember heldur Keith í þriggja vikna tónleikaferð með hljómsveit sinni X-Pensive Winos, þeir fara til 12 borga og halda 15 tónleika í Ameríku seinna fær Keith Pollstar verðlaun fyrir þennan túr.
1989
18 janúar eru The Rolling Stones kynntir inn í Rock´N´Roll Hall Of Fame af Pete Townsheand, og viðstaddir eru Mick, Keith, Ron og Mick Taylor. Fjarvera Bill Wyman kemur af stað orðrómi um að hann sér hættur í Stones og að Mick Taylor sé genginn aftur í hljómsveitina, seinna um kvöldið gera Stones allt vitlaust í salnum þegar þeir taka lögin “Honky Tonk Women” og “Start Me Up”.
Í maí opnar Bill Wyman Sticky Fingers matsölustað í London, og Keith gefur út video við lagið “Make No Mistake” og seinna í mánuðinum er hann heiðraður með “Living Legend Award”.
Mick og Keith koma saman í studio Eddys Grant á Barbados til að athuga hvort að þeir geti tekið upp eitthvað nýtt efni 2 mánuðum seinna eru þeir tilbúnir með 12 ný lög auk margra hugmynda af lögum, þeir fara síðan í AIR studióið hans Georgs Martins og klára upptökur á fimm vikum á nýrri plötu sem er seinna hljóðblönduð í London sem verður síðan seinna kölluð “Steel Wheels”.
2 júní giftist Bill Wyman sinni ungri konu Mandy Smith.
11 júlí halda Stones blaðamannafund á Grand Central Station í NYC og kynna “Steel Weels” plötuna og væntanlegan tónleikatúr um heiminn, Mick Jagger heldur á ghetto blaster og spilar “Mixed Emotions” fyrir hundruðir blaðamanna.
29 ágúst er LP platan “Steel Weels” gefin út og nær hún hæst í annað sæti breska listans.
31 ágúst byrja Stones sinn fyrsta tónleikatúr í sjö á í Philadelphia þar sem að þeir koma fram fyrir framan 55.000 manns þegar Ameríkuleggur tónleikana er búinn þá höfðu þeir komið fram á 70 tónleikum. Ameríku ferðin varð gróðvænlegasta tónleikaferð sem farinn hafði verið frá upphafi.
20 nóvember er smáskífan “Rock And A Hard Place / Cook Cook Blues” gefin út í Englandi og nær hæst í 63 sæti breska listans.
1990
Í janúar er það gefið út að Stones munu halda áfram tónleikaferð sinni til Japans og á hálftíma seljast upp hálf milljón miðar á tónleikana.
14 febrúar byrja 10 tónleika röð Stones í Tokyo Japan.
22 mars tilkynna Stones um Evrópulegg tónleikaferðar sinnar sem kallaður er Urban Jungle.
18 maí byrja Stones Urban Jungle á leikvangi Fejenoord í Rotterdam og eru haldnir 46 tónleikar í 26 borgum. 24 ágúst endar Urban Jungle á Wembley í London.
Í nóvember byrjar hljóðblöndun á nýrri tónleikaplötu Stones.
1991
7 - 18 janúar koma Stones saman í Hit Factory Studio í London til að taka upp tvö bónus lög á væntanlega tónleikaplötu sína, lögin “Highwire” og “Sex Drive”. 29 - 30 janúar er Keith framleiðandi á tveimur lögum fyrir Johnnie Johnson´s sólóplötu, og 14 febrúar flýgur Mick til Atlanta til að byrja tökur á nýrri kvikmynd sem hann leikur í Freejack.
1 mars er video við lagið “Highwire” tekið upp í Brooklyn allir nema Bill eru viðstaddir upptökur.
4 mars er smáskífan “Highwire / 2000 Light Years From Home” gefin út í Ameríku. 2 apríl er LP tónleikaplatan “Flashpoint” gefin út og er þriðja plata Stones undir merkjum Sony.
10 apríl kemur Keith fram á upptöku með John Lee Hooker á laginu “Crawling King Snake”.
2 maí eru Stones heiðraðir fyrir framúrskarandi framlag til breskrar tónlistar í London, og 21 maí taka Stones upp video fyrir lagið “Sex Drive” í London það er síðan bannað á MTV.
25 október er tónleikamyndin Rolling Stones At The Max frumsýnd í átta kvikmyndahúsum um allan heiminn, en þar sem að hún er tekin upp í IMAX þá eru aðeins 100 kvikmyndahús í heiminum sem geta sýnt myndina.
19 nóvember skrifa The Rolling Stones undir útgáfusamning við Virgin Records.
1992
15 janúar kynnir Keith, Leo Fender inn í Rock´N´Roll Hall Of Fame, og á eftir jammar hann með Jimmy Page og Johnny Cash.
16 janúar er kvikmyndin “Freejack” frumsýnd í LA og Mick Jagger er viðstaddur.
18 mars byrja upptökur á næstu sólóplötu Keith í Kaliforníu.
3 ágúst gefur Ron Wooe út sína sólóplötu og 9 október tekur Keith upp video fyrir lagið “Wicked As It Seems” í LA. 20 október er önnur sólóplata Keiths “Main Offender” gefin út af Virgin Records. 7 nóvember heldur Keith tónleika í Argentínu með sinni hljómsveit X-Pensive Winos fyrir framan 40.000 manns, 27 nóvember byrjar þeir tónleikaferð um Evrópu og Keith og X-Pensive Winos enda árið með tónleikum á gamlárskvöldi á tónleikastað rétt hjá Times Square í NYC.
1993
6 janúar er haldið upp á 30 ára útgáfuafmæli The Rolling Stones, og í útvarpsviðtali við BBC tilkynnir Bill Wyman að hann ætli sér að hætta í hljómsveitinni.
10 janúar er Ron Wood á tónleikaferðalagi með hljómsveit sinni í Japan og Mick Jagger gefur út sína þriðju sólóplötu “Wandreing Spirit” og heldur útgáfutónleika í NYC.
17 janúar byrjar tónleikaferð Keith um Ameríku með sinni hljómsveit. 6 febrúar kemur Mick Jagger fram í Saturday Night Live og syngur tvö lög af sinni sólóplötu.
20 apríl fljúga Mick og Keith til Barbados til að byrja að semja nýtt efni á nýja Stones plötu, Charlie kemur 10 dögum seinna. 9 júlí byrja Stones mánaðar upptökur heima hjá Ron Wood á Írlandi. 28 september gefur Ron Wood út tónleikaplötuna sína “Slide On Live” og 12 október gefur Charlie Watts út sína LP plötu “Warm & Tender”.
2 nóvember byrja Stones hljóðblöndun á nýrri Stones plötu í Windmill Lane Studio í Dublin, Darryl Jones spilar á bassa.
24 nóvember gefur Virkin út LP safnplötuna “Jump Back” í Evrópu og Japan ekki Ameríku.
1994
Stones halda áfram upptökum í Dublin í byrjun ársins og gefa síðan út LP plötuna “Woodoo Lounge”, og síðan kynna Stones fyrirhugaðan heimstúr í NYC með þvi að þeir koma í bát að bryggju 60 í NYC þar sem að blaðamenn bíða þeirra.
Heimstúrinn byrjar síðan 1 ágúst með Ameríkulegg um Canada, N og S- Ameríku og Japan, og í millitíðinni eru þeir heiðraðir af MTV sem Lifetime Achievement Award og einnig komast þeir í sögubækurnar sem fyrsta hljómsveit sem sendir út tónleika beint á Internetinu.
Þetta er í fyrsta sinn í 31 ár sem að Bill Wyman er ekki með sem meðlimur The Rolling Stones.
Undir lok ársins eru fjórar milljónir eintaka af “Woodoo Lounge” seldar.
1995
Árið byrjar með áframhaldandi tónleikaferðalagi Stones um S-Ameríku þar sem að þeir höfðu aldrei spilað áður sem Stones, áður en þeir halda til Evróðu 30 júní þá voru þeir búnir að fara til S-Afríku, Japans og Ástralíu.
Tónleikaferðin endar síðan í Rotterdam 30 ágúst. Þeir gefa síðan út tónleikaplötuna “Stripped”.
1996
Allt árið eru meðlimir Stones að vinna hver í sínum málum, Charlie Watts gefur út LP plötuna “Long Ago & Far Away” sem er með klassískum jazzlögum á sem snillingar eins og Cole Porter og Duke Ellingotn hafa gert ódauðleg.
Og á heimili sínu á Jamaica þá stjórnar Keith upptökum á plötu sem inniheldur upptökur á hefðbundnum Rastafarian Bingi trommum.
1997
Jarry Hall á von á fjórða barni með Mick Jagger sem verður hans sjötta , hann á fyrir tvö barnabörn.
8 ágúst fer að spyrjast út um að Stones séu með áætlanir um nýjan heimstúr í sigtinu, sem er áætlað að byrji í Chicaco 23 september og að þeirra nýja plata “Bridges To Babylon” komi í verslanir fljótlega.
18 ágúst tilkynna Stones á blaðamannafundi undir Brooklyn brúnni í NYC, um að nýja platan þeirra “Bridges To Babylon” komi í verslanir 30 september og væntanleg tónleikaferð hefjist 23 september.
23 september hefst heimstúrinn Briges To Babylon í Chicago fyrir framan 53.000 manns.
17 október kynnir Bill Wyman nýja hljómsveit sem hann stofnaði The Rhythm Kings, og áætlað tónleikaferðalag þeirra, þetta er í fyrsta sinn sem Bill kemur fram á tónleikum eftir að hann hætti í Stones.
8 desember eignast Jerry Hall fjórða barn þeirra Micks í NYC, Mick sér barnið ekki fyrr en 15 desember eftir að Stones taka smá frí frá Ameríkulegg Bridges To Babylon túrsins.
Eftir 33 tónleika í N-Ameríku hafa Stones halað mest inn af öllum hljómsveitum sem voru á tónleikaferðarlagi 1997. Þeir þénuðu $87 milljónir og spiluðu fyrir 1,4 milljónir manna.
1998
5 janúar er það tilkynnt frá BBC að þeir hafi fundið gamlar upptökur með Stones sem allir héldu að væru glataðar, og að þær verði hugsanlega síðar gefnar út.
23 apríl líkur Ameríkulegg Bridges To Babylon túrnum hjá Stones í Chicago. Og þeir halda til Evrópu.
11 júní er það tilkynnt að útaf skattarlögum í Englandi þá munu Stones ekki koma þangað til tónleikahalds fyrr en á næsta ári.
11 ágúst halda þeir sýna fyrstu tónleika í Moscow 30 árum eftir að kommúnistastjórnin bannaði The Rolling Stones í Rússlandi.
2 nóvember er LP tónleikaplatan “No Security” gefin út hún var hljóðrituð á tónleikum Stones á Arena í Amsterdam Hollandi.
1999
15 janúar sækir Jerry Hall um skilnað við Mick Jagger eftir að það verður opinbert að hann hafi barnað 29 ára Brasilíska Supermodelið Luciana Morad.
10 júní eru Stones sektaðir um 50.000 pund fyrir að hafa spilað lengur en lög gerðu ráð fyrir í næturkúbbi í London þar sem að þeir komu saman til tónleikahalds óvænt.
9 júlí kemur út bók eftir fyrverandi kærustu Brian Jones, þar sem að hún heldur því fram að Brian hafi verið myrtur af smiði sem hét Frank Thorogood eftir að þeir tveir rifust um peninga.
12 júlí gengur skilnaður Micks og Jerry Hall í gegn eftir 29 ára samband , og er áætlað að hún fái 10 milljónir punda við skilnaðinn auk nokkura eigna þeirra, þau áttu fjögur börn saman.
27 júlí er Mick dæmt faðerni barns hans og Luciana Morad og er dæmdur til að borga henni meðlag.
13 desember var lagið “It´s Only Rock´N´Roll” endurútgefið af unglingastjörnum og leikurum og allur ágoði gefin til líknarmála.
2000
3 janúar er lagið “I Can´t Get No Satisfaction” kosið besta lag af 100 bestu rokklögum allra tíma
9 janúar er Keith í baráttu til bjargar skóglendi nálægt heimili hans í West Sussex sem hann keypti 1966. 16 janúar er það sagt í blöðum að forsætisráðherra Breta Tony Blair, hafi mælst gegn því við drottninguna í Englandi að Mick Jagger yrði ekki aðlaður sökum slæms orðssporðs sem farið hefur af honum og hans félögum í The Rolling Stones.
25 janúar lætur Mick Jagger skrá nafnið sitt sem skrásett vörumerki til að tryggja sér að engvir aðrir muni gera það.
5 maí héldu Stones óvænta tónleika á Half Moon Pub í Englandi til að heiðra minningu Joe Seabrook sem var lífvörður Keit í 26 ár en féll frá fyrir 4 vikum. 27 maí er Mick Jagger viðstaddur jarðarför móður sinnar sem var orðin 87 ára.
30 júní skráir Ron Wood sig inn á meðferðarstofnun vegna áfengisfíknar sinnar. 1 júlí tapa Stones málaferlum um hver eigi réttinn á tvemur lögum sem þeir tóku upp í byrjun sjötta áratugarins, þetta eru lögin “Love In Vain” og “Stop Breakin Down” sem eru í eigu ABKCO.
21 júlí er það gefið út að Jagged Film mun hefja tökur á kvikmynd um The Rolling Stones og að Jude Law muni fara með hlutverk Micks.
23 nóvember fara að spyrjast út fréttir að Stones muni fara ítónleikaferðalag seint á næsta ári og að ný breiðskífa muni líta dagsins ljós.
2001
20 janúar fréttist það að Stones hafi haft samband við Fatboy Slim til að aðstoða sig við upptökur á nýrri plötu þeirra sem mun koma út seinna á þessu ári.
29 mars fer allt í háaloft milli Micks og Keith þegar Mick segist ekki vera tilbúinn að fara í tónleikaferð á þessu ári þar sem að hann vill miklu frekar vera að huga að sínu kvikmyndafélagi.
25 júní samþykkir Pete Townshend að spila á næstu sóloplötu Mick Jaggers sem er áætlað að verði gefin út í nóvember og er hans fjórða plata og mun heita “Goddess In The Doorway”.
30 ágúst segir Pete Townshend að væntanleg sólóplata Jaggers sé hans besta plata hingað til.
23 október segir Mick að Stones muni túra næsta ár þegar hann hélt tónleika í Madison Square Garden þar sem að hann tók þátt í laugardagstónleikum af því að honum langaði til þess og líka að gefa eitthvað af sér til borgarinnar sem að hann hefur svo mikið dálæti á. Mick gaf einnig út fyrstu smáskífu af væntalegri plötu sinni lagið “God Gave Me Everything”.
16 nóvember hélt Jagger tónleika í El Rey leikhúsinu í LA til að kynna sína næstu LP sólóplötu, hann söng sjö lög af henni og tvö gömul Stones lög “Respectable” og “Miss You”.
30 nóvember gáfu bæði Mick og Keith út tilkynningu til minningar um George Harrison sem hafði andast daginn áður, þeir sögðust báðir sakna hans og sögðu að mikið góðmenni hafi núna yfirgefið þetta líf.
2002
7 maí komu Stones svífandi niður til jarðar í loftbelg í Van Cortland Park í Bronx í NYC, til að kynna væntanlegan heimstúr sem yrði í leiðinni 40 ára afmælishátíð The Rolling Stones, Þeir sögðu frá því að þeir ætluð sér að byrja í Boston 5 september og að í þessum túr yrði bæði spilað á stórum leikvöngum sem og innileikvöngum og að þeir myndu líka spila á smærri klúbbum til að komast í nánari snertingu við áðdáendur. Áætlað er að túrinn standi í 12 mánuði og samanstendur af 32 tónleikum í N-Ameríku áður en haldið verður til Evrópu og þaðan til Ástralíu, Mexico og síðan Asíu. Þeir vonast til að getað haldið tónleika í Kína í fyrsta skipti á sínum ferli, og að tvöfaldur CD “40 Licks” verður gefin út með öllum Stones smellum auk tveggja nýrra laga frá þeim.
9 júní er Mick Jagger aðlaðaður af Englandsdrottningu og á að vera eftir það titlaður Sir Mick Jagger, en Keith segist aldrei ætla að kalla hann Sir.
23 júlí deyr Royden Walter Magge III á hljómsveitaræfingu hjá Stones, hann hafði verið meðlimur í rótaragengi Stones í 30 ár.
19 ágúst halda Stones óvænta tónleika í smáklúbbi í Toronto til undirbúnings fyrir heimstúr Stones sem á að byrja 3 september í Boston.
16 september segir Keith í viðtali við Mojo að hann hafi orðið æfur þegar Mick hafði samþykkt það að verða aðlaðaður það væri ekki sæmandi Stones ímyndinni.
2 desember gefa Stones út tilkynningu um að á næsta ári munu þeir halda tónleika í 22 Evrópskum borgum í júní til ágúst.
18 desember fer ABKCO í mál við fyritæki sem er að gefa út video með Stones sem inniheldur upptökur frá 1962 - 1970, en ABKCO á allan útgáfurétt af öllum Stones lögum frá 1962 - ágúst 1970.
2003
14 janúar eru Stones að bjóða heppnum aðdáendum í opinbera aðdáendaklúbbi þeirra, að eignast VIP miða á Stones tónleika í Englandi í sumar.
15 maí er Stones leift að spila til kl: 23:30 á tónleikum sveitarinnar á Olympic Stadium í Berlín, þrátt fyrir að lög í Þýskalandi segi að ekki megi vera með hávaða eftir kl: 22:00 á kvöldin.
23 maí er það gefið út að Stones munu ekki spila fría tónleika í Toronto eins og áætlað var að þeir myndu gera til að hjálpa borgaryfirvöldum til að endurheimta traust á borginni eftir SARS farald sem hefur geysað þar, ástæðan er sú að borgaryfirvöld gátu ekki borgað það sem þurfti til að koma tónleikunum á kortið.
4 júní hefst Evrópuleggur Licks túrsins í Munich og endar 2 október í Zurich eftir 46 tónleika í 30 borgum.
2 október er það tilkynnt að 11 nóvember verður gefið út 4 diska DVD sett með tónleikaupptökum af Stones á þremur þeirra og meðal annars verða tónleikaútgáfur af lögum sem aldrei hafi áður verið gefið út t.d “Love Train” , “Rock Me Baby” , “Nearness Of You” , “Monkey Man” , “ Worried About You” og “Hand Of Fate”. Fjórði DVD diskurinn inniheldur tvær heimildarkvikmyndir af Stones bak við tjöldin á tónleikaferð sveitarinnar 40 Licks, sem heita Tip Of The Tongue og Licks Around The World.