Jæja það virðist vera eitthvað vinsælt að skrifa playlistann sinn inná þessi áhugamál þannig að ég ætla hér að skrifa upp rólega
playlistann minn sem ég hlusta á til þess að slaka á.
1. Roads - Roadrunner United
Þetta lag er mjög rólegt þó að hljómsveitin spili ekki mikið af rólegum lögum, en þetta lag byrjar á gítar, og er hann mjög rólegur og svo kemur Mikael Åkerfeldt inn í og syngur mjög rólega. Svo koma svona hljómar inn í og þetta er bara frábært lag. 4/5
2. Nothing else matters - Metallica
Eitt af bestu lögum Metallicu. Þetta lag byrjar þannig að gítarinn er fyrstur og spilar einhverjar flottar nótur og svo koma trommurnar inn í og söngurinn í James Hetfield er náttúrlega bara frábær… Helvíti gott sóló í þessu lagi líka. 4.25/5
3. Exit music (for a film) - Radiohead
Þetta lag er ábyggilega þunglyndislegasta lag sem er á þessum playlist… Byrjar þannig að gítarinn byrjar að spila og svo byrjar söngurinn og er þetta lag bara mjög rólegt, trommurnar koma ekki inní fyrr en meira en helmingurinn af laginu er búið. 4/5
4. Come Clarity - In Flames
Besta lagið sem ég hef heyrt með þessari hljómsveit og þessi hljómsveit klikkar aldrei… Ein af mínum uppáhalds hljómsveitum en þetta er lang flottasta lagið með þeim, mjög rólegt og fallegt lag. Söngurinn og textinn er náttúrlega bara frábær. 5/5
5. Tell me baby - Red hot chili peppers
Ég er nú ekki mikill aðdáandi af Red hot chili peppers en þetta er eitt af þeim lögum sem ég fíla með þeim og er þetta lag bara mjög gott verð ég að segja. Byrjunin mjög flott, svona róleg og svo kemur aðeins smá hraði í þetta og svo viðlagið toppar þetta allt. Söngurinn bara góður í þessu lagi. 4.25/5
6. Rosenrot - Rammstein
Rammstein er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum og Rosenrot er uppáhalds diskurinn minn með þeim og er þetta eitt af betri lögunum á þeim disk. Rólegt og gott lag, ég skil reyndar ekkert textann en Till Lindemann er einn af betri söngvörum þarna úti, og syngur hann þessa þýsku texta bara mjög vel. 4.5/5
7. Stairway to Heaven - Led Zeppelin
Þetta lag ættu nú allir að kannast við… Byrjar mjög rólega bara gítarinn, og svo koma blokk flautur inn í og svo kemur söngurinn, og er þetta bara eitt af bestu lögum sem gerð hafa verið í sögu rokksins. Lagið er hins vegar dáldið langt en það truflar mig ekkert þar sem þetta lag er bara frábært. 5/5
8. Butterflies and Hurricanes - Muse
Muse er ábyggilega uppáhalds rokk hljómsveitin mín, og Matt Bellamy er einn af uppáhalds söngvörum mínum og í þessu lagi sannar hann að hann sé frábær söngvari. Lagið byrjar mjög rólega og Matt byrjar að syngja og það heyrist í smá symbölum, og svo kemur aðeins meiri hraði í trommurnar. Það kemur aðeins inn í lagið píanó sóló sem truflar mig dáldið en þegar það er búið þá byrjar allt aftur. Frábært lag, frábær texti. 4.75/5
9. Vamo' Alla Flamenco - The Black mages
Þetta lag byrjar rólega á kassagítar, en svo koma trommur inn í og byrja lagið og þá er þetta bara snilldar lag. Ég hef ekki heyrt mikið með þessari
hljómsveit, og í þessu lagi er ekkert sungið sem er bara allt í lagi finnst mér. Fínt lag þarna á ferðinni, kemur aðeins einn partur sem truflar mig
en annars fínt lag. 4.5/5
10. Knights of Cydonia - Muse
Eitt af mínum uppáhalds lögum, og kannski lengri lögum Muse. Byrjar mjög rólega, hljómar og gítar, og svo koma trommurnar og þá byrjar lagið. Söngurinn hjá Matt alltaf jafn góður og venjulega, textinn fínn, myndbandið… frumlegt. En það skiptir engu máli fyrir mér. Frábært lag hér á ferð. 5/5
11. Cancer - My chemical romance
Þetta lag er mjög fallegt og rólegt. Byrjar mjög rólega á píanó og svo kemur Gerard Way og byrjar að syngja… Eitt af mínum uppáhalds lögum, bæði með þessari hljómsveit og bara eitt af bestu lögunum sem ég hef heyrt. Textinn fallegur og lagið fallegt alveg þar til það klárast, annars dáldið stutt lag en samt mjög gott lag. 5/5
12. Hey You - Pink Floyd
Pink Floyd er búið að vera mikið í uppáhaldi hjá mér þessa daganna og þetta lag er bara flott og gott. Byrjar rólega og svo kemur Roger Waters inn í og röddin hans klikkar aldrei. Texti + lag = frábært. Eitt af mínum uppáhalds lögum nú til dags. 5/5
13. Through glass - Stone Sour
Ég er bara nýbúinn að fá þetta lag og ég get ekki hætt að hlusta á það… Mjög fallegt lag, flottur texti og söngurinn fallegur. Ég er viss um að þetta lag eigi eftir að vera mjög lengi inn á þessum playlista mínum þar sem þetta er frábært lag. 5/5
14. Sing for absolution - Muse
Þetta var fyrsta Muse lagið sem ég heyrði, og þá sá ég myndbandið í sjónvarpinu og ég HATAÐI þetta lag, og hataði hljómsveitina bara útaf þessu lagi… En þá var ég lítill gutti og vissi ekkert hvað tónlist var, svo núna er þetta eitt af betri lögum Muse… Mjög rólegt og fallegt. Engin gítar í þessu lagi þar sem Matt er spilandi á hljómborðið, bassinn hjá Chris flottur og trommurnar bara rólegar og góðar. 4/5
15. Here without you - 3 Doors Down
Fyrsta lagið sem ég heyrði með þessari hljómsveit og er þetta ábyggilega eitt af þeim bestu. Rólegt og flott lag, flottur texti í laginu og svona lög
gerast varla betur. 4.5/5
16. Sacrifice - Creed
Creed… Síðan ég heyrði One last breath hef ég alltaf langað til að koma mér inn í Creed svo að ég fékk mér Best Of diskinn þeirra og þar er þetta lag, og þetta lag er held ég nú bara uppáhalds lagið mitt með Creed. Rólegt og fallegt,
flott undirspil og textinn flottur. 5/5
17. Dawn over a new world - Dragonforce
Dragonforce er svona hljómsveit sem ég hef verið að kynna mér nú nýlega og þetta lag er án efa uppáhalds lagið mitt með þeim… Fínt power metal band en þetta lag er ekkert líkt hinu sem ég hef heyrt með þeim. Byrjar rólega á píanó og söngurinn er bara helvíti góður, textinn mjög fallegur og held ég að það sé nú bara ekki til fallegra lag en þetta, allavega í því skapi hvernig ég er í núna. 5/5
18. Karma Police - Radiohead
Fallegt og rólegt lag, eins og flest Radiohead gerast best (af þeim sem ég hef heyrt). Byrjar rólega á gítar og píanó undir og svo bara er þetta flott lag alveg til enda. 4/5
19. One last breath - Creed
Fyrsta lagið sem ég heyrði með Creed og ég fékk mér þetta lag strax. Þetta er mjög flott lag, söngurinn mjög flottur og textinn klikkar ekki. Það byrjar með gítar og sá gítar er nánast út allt lagið nema í viðlaginu þar sem hann verður aðeins þyngri en annars mjög flott lag. 4.5/5
20. Mama Said - Metallica
Þetta lag er eitt af fyrstu lögunum sem ég heyrði með Metallica, og er þetta lag mjög fallegt. Þarna er James að syngja um móður sína sem var að deyja, sem er náttúrlega bara mjög sorglegt. Textinn er mjög fallegur í þessu lagi og lagið sjálft mjög flott. 4.5/5
21. The Ghost of you - My chemical romance
Ef maður hefur séð myndbandið við þessu lagi þá er þetta mjög sorglegt lag… Textinn bara frábær, lagið sjálft mjög flott… Hef nú varla heyrt mörg svona flott lög. Þetta og Cancer eru án efa mín uppáhalds lög með þessari hljómsveit. 5/5
22. With arms wide open - Creed
Annað gott lag með Creed… Byrjar mjög rólega, og er nú bara held ég rólegt út til enda. Textinn mjög flottur og lagið sjálft fínt, gerist nú varla betur en það. 4.5/5
23. Invincible - Muse
Þetta lag ættu allir að fá sér… Eitt af þeim lögum sem “komu mér inní” Muse. Mjög rólegt í byrjun og mjög fallegt lag.. byrjar með hljómum frá hljómborðinu og svona gamlar “hermanna” trommur á snerlinum, og Matt syngur rólega og svo breytist það aðeins í miðju laginu en annars, frábært lag hér á ferðinni. 5/5
24. Fade to black - Metallica
Þetta lag finnst mér mjög flott, eitt af fyrstu lögunum sem komu mér inn í Metallica, ásamt Mama Said. Byrjar rólega og svo kemur smá sóló í byrjuninni. Eitt af eldri lögum Metallica, söngurinn hjá James mjög flottur, enda er röddin hans bara ónýt í dag. Mæli með þessu lagi. 4.75/5
25. Kryptonite - 3 Doors Down
Þetta er eitt af uppáhalds lögunum mínum með þessari hljómsveit, byrjar rólega á gítar og svo koma hraðar trommur inn í og söngurinn byrjar. Mjög flottur texti og flott lag. 4.25/5
26. Map of the Problematique - Muse
Þetta lag var meðal annars eitt af þeim lögum sem kom mér inn í Muse… og þetta er bara frábært lag. Textinn mjög flottur, Matt spilar á hljómborðið sitt í laginu og trommurnar passa vel inní lagið. Söngurinn hjá Matt er flottur og allt lagið bara frábært. Mæli með þessu lagi. 5/5
27. Bliss - Muse
Þegar ég heyrði byrjunina þá var ég bara… vá! Þetta lag er eitt af betri lögum Muse, byrjar svona hljómur á hljómborðinu og svo kemur allt hitt inní og þá byrjar lagið… Viðlagið er einnig mjög flott, flottur texti og bara flott lag. 4.5/5
28. Mother - Pink Floyd
Eins og ég sagði áður, þá er Pink Floyd mikið búið að vera í uppáhaldi hjá mér og er þetta eitt af betri lögum þeirra. Mjög fallegt og rólegt lag frá
The Wall, sem er uppáhalds diskurinn minn með þessari hljómsveit. Söngurinn er mjög fallegur í þessu lagi eins og hann er oftast hjá lögunum sem Roger syngur í. 5/5
29. Snow ((Hey oh)) - Red hot chili peppers
Eitt af fáum lögum sem ég fíla með Red hot chili peppers… En annars er þetta lag eitt af flottustu lögunum sem hef heyrt. Byrjunin er mjög flott, og söngurinn klikkar alls ekki… Textinn mjög fínn líka. 4.5/5
30. Wish you were here - Pink Floyd
Þetta lag er án efa lang besta lagið með þessari hljómsveit. Fallegasta lagið þeirra og textinn er bara flottur… Og ekki má gleyma röddin hjá Roger. Byrjar mjög rólega og er dáldið langt… en þegar Roger kemur inn í með sönginn bætir það upp fyrir það. Lang flottasta lagið þeirra og mæli ég með að
allir mundu ná sér í þetta lag. 10/5
31. Comfortably Numb - Pink Floyd
Þetta lag er meðal annars eitt af betri lögum Pink Floyd, en mér finnst það samt ekki vera eins gott og Wish you were here… Mjög rólegt lag, textinn mjög flottur og viðlagið er fallegt. 5/5
32. Stirb nicht vor mir (Don't die before I do) - Rammstein
Annað rólegt lag með Rammstein, og söngurinn hjá Till klikkar alls ekki í þessu lagi. Svo er kona sem syngur í laginu sem er bara mjög fallegt. Textinn mjög góður og allt lagið bara mjög gott… Konan sem syngur í laginu heitir Sharleen Spiteri, og syngur hún bara mjög vel í laginu. Lagið er sungið bæði á ensku og þýsku, og er það Sharleen sem sér um enska partinn, en Till syngur þýska. Viðlagið mjög fallegt, mæli með þessu. 4.5/5
33. High Hopes - Pink Floyd
Annað mjög gott Pink Floyd lag hér á ferð. Þetta er held ég lengsta lagið á playlistanum en það er í 8:31 mín. Byrjar rólega með bjöllu sem hringir og píanó spil sem spilar sömu nóturnar aftur og aftur, mjög rólegt. Svo kemur David Gilmour inn í og byrjar að syngja. Mér finnst Roger vera með betri rödd heldur en David verð ég að segja en David klikkar ekki í þessu lagi. Mjög fallegt lag, fallegur texti. 5/5
Svona er þá minn rólegi playlist, ég vil bara taka það fram að hann er ekki settur upp í neinni sérstakri röð, hann er spilaður “shuffled” þannig að lögin skiptast einhverneginn. Annars er playlistinn 33 lög, 2:40:56 og 192,2MB. :)
Engin skítköst. Ég mæli með að hver og einn kynni sér þessi lög ef þeir hafa ekki gert það.
Takk fyrir mig og takk fyrir lesturinn, gleðilega páska.