Tónlistarkeppni NFFA verður haldin n.k. föstudag, 2. nóvember. Keppnin er haldin í Bíóhöllinni á Akranesi, og mun hún hefjast kl. 17:00. Að þessu sinni heitir keppnin Traffík Rokk og verða skreytingar í þeim stíl. Kynnir er enginn annar en hinn víðfrægi útvarpsmaður og tónlistargúrú Ólafur Páll Gunnarsson, en það eru 10 ár síðan að hann tók þátt í þessari keppni. Glæsilegt og ljósshow og hágæða hljóðkerfi og ekkert tilsparað til að gera þetta sem glæsilegast. Átta hljómsveitir munu keppa og eru eftirfarandi:
Betwixt, Belti, Blaze, Busboys, Búnaðarbanki Íslands, Raw Material, Crush, Todes Kampf.